Fleiri fréttir

Tékkar skildu Svartfellinga eftir heima

Petr Jiracek var hetja Tékka í kvöld er þeir tryggðu sér farseðilinn á EM með 0-1 útisigri gegn Svartfellingum. Tékkar unnu fyrri leikinn, 2-0, og vinna því rimmuna 3-0 samanlagt.

Ginola ætlar að kæra Houllier

"David er algjörlega brjálaður. Houllier þarf að hætta að tala svona og hætta að níðast á Ginola," sagði talsmaður David Ginola en Houllier lætur leikmanninn fyrrverandi víst heyra það í nýrri bók sem heitir: "Coaches's secrets".

Odemwingie ætlar ekki að fara til Anzhi

Peter Odemwingie, framherji West Brom í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé ekkert hæft í þeim sögusögnum um að hann sé á leið til rússneska félagsins Anzhi Mahachkala.

Magnús gaf áhorfendum snakkpoka - myndir

Magnús Þór Gunnarsson og félagar í körfuboltaliði Keflavíkur gáfu áhorfendum á leik sínum gegn Hamri í gær Lay's snakkpoka eins og til stóð.

Rjúpnahelgi framundan

Nú styttist í þriðju helgina í rjúpu og veðurspáin er víst alveg með ágætum víðast hvar um landið alla helgina. Reikna má með mikilli umferðveiðimanna víðast hvar og eru menn hvattir til að sýna tillitsemi og hófsemi við veiðarnar.

SVFR framlengir í dölunum

Um helgina voru framlengdir leigusamningar SVFR við Laxá í Dölum og Fáskrúð. Að sögn Bjarna Júlíussonar formanns SVFR er mikil ánægja meðal stjórnar félagsins með þessa nýju samninga.

Þrír úrvalsdeildarslagir í bikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Powerade-bikarkeppni karla í dag og verða þrír úrvalsdeildarslagir í umferðinni. Bikarmeistarar KR fengu Mostra frá Stykkishólmi.

Suarez meiddur og spilar ekki í kvöld

Luis Suarez mun ekki spila með landsliði Úrúgvæ í vináttulandsleik gegn Ítalíu í Róm í kvöld þar sem hann meiddist í 4-0 sigri Úrúgvæ á Síle á laugardaginn.

Enn óljóst með endurkomu Kubica

Eric Boullier framkvæmdarstjóri Renault Formúlu 1 liðsins segir að liðið sé enn að bíða og sjá hvort Robert Kubica keppi með liðinu i Formúlu 1 á næsta ári. Kubica slasaðist í rallkeppni s.l. vetur og gat ekki keppt með liðinu í ár og hefur verið í endurhæfingu eftir óhappið.

Terry: Nýt stuðnings um allan heim

John Terry segir að hann hafi fengið víðtækan stuðning úr öllum heimshornum en hann er nú ásakaður um að hafa beitt Anton Ferdinand, leikmann QPR, kynþáttaníði í leik fyrir þremur vikum síðan.

Tevez skrópaði aftur á æfingu

Carlos Tevez skrópaði aftur á æfingu hjá Manchester City í gær þar sem hann er enn staddur í Argentínu eins og áður hefur komið fram.

Reksturinn enn jafn erfiður og áður

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands ákvað í síðustu viku að Ísland myndi aftur senda A-landslið karla til þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins eftir tveggja ára fjarveru. Þá er einnig fyrirhugað að setja aukinn kraft í allt landsliðsstarf sambandsins – hjá körlum, konum og yngri landsliðum.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Grótta 25-27

Grótta vann upp átta marka forystu Aftureldingar í Mosfellbænum í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Eimskipsbikars karla með tveggja marka sigri 25-27 eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik 17-13.

Valur marði sigur á ÍR

1. deildarlið ÍR stóð í N1-deildarliði Vals er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins í kvöld.

Úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum

Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld og er óhætt að segja að úrslit hafi verið eftir bókinni.

Enginn samningur í NBA - tímabilið í hættu

Verkbannið í NBA-deildinni stendur enn og tímabilið er sagt vera í talsverðri hættu eftir að leikmenn höfnuðu nýjasta samningstilboði eigenda félaganna. Nokkrar vonir voru bundnar við að leikmenn myndu samþykkja tilboðið en af því varð ekki.

Owen frá fram að jólum

Meiðslapésinn Michael Owen mun ekki spila aftur með Man. Utd fyrr en um jólin í fyrsta lagi. Framherjinn er meiddur á læri og staðfesti félagið í gær að hann verði frá í það minnsta sex vikur.

Glen Johnson þakklátur Capello

Varnarmaðurinn Glen Johnson er þakklátur landsliðsþjálfaranum Fabio Capello fyrir traustið en hann vill þó ekkert ræða um hvort að Micah Richards eigi frekar skilið að spila í landsliðinu.

Fylkir vill kaupa Finn af ÍBV

Ásmundur Arnarsson, hinn nýráðni þjálfari Fylkis, mun mæta til leiks með nokkuð breytt lið hjá Fylki og hann er ekki hættur á leikmannamarkaðnum.

Santos: Stjórn Real Madrid skipuð hrokagikkum

Luis Alvaro Ribeiro, forseti brasilíska félagsins Santos, segir að stjórn Real Madrid hafi komið fram af miklum hroka í tengslum við áhuga félagsins á að kaupa ungstirnið Neymar.

Vellauðugir Katarar hafa áhuga á að kaupa Blackburn

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur hópur fjárfesta frá Katar áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn ef indverska kjúklingaframleiðandanum Venky's. Eigendurnir segjast þá hafa engan áhuga á að selja félagið.

Möguleiki Vettel á að jafna met Schumacher úr sögunni í ár

Christian Horner, yfirmaður meistaraliðs Red Bull sagði Sebastian Vettel hafa verið vonsvikinn eftir keppnina í Abu Dabí í gær eins og allt liðið. Vettel féll úr leik í fyrsta hring eftir að afturdekk hvellsprakk og engin skýring hefur enn fundist á því hvað var þess valdandi. Vettel var í fyrsta sæti þegar dekkið sprakk.

Terry mátti ekki tjá sig um meint kynþáttaníð

John Terry sat fyrir svörum á blaðamannafundi enska landsliðsins í dag en mátti ekki tjá sig um rannsókn sem nú er í gangi vegna ásakana um að hann hafi beitt Anton Ferdinand, leikmann QPR, kynþáttaníði.

Whitmarsh: Frábært að sjá báða ökumenn McLaren á verðlaunapallinum

Lewis Hamilton vann sinn sautjánda sigur með McLaren í gær, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í gær. Martin Whitmarsh, yfirmaður liðsins segir að Hamilton hafi ekið óaðfinnanlega, en liðsfélagi hans Jenson Button varð þriðji í keppninni.

Magnús gefur 80 snakkpoka í kvöld

Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur í körfubolta, mun í kvöld deila út 80 snakkpokum til áhorfenda á leik sinna manna gegn Hamri í Lengjubikar karla.

Chicharito óttast ekki samkeppnina

Sóknarmaðurinn Javier Hernandez segist ekki óttast samkeppni um sæti í byrjunarliði Manchester United, enda sé samkeppni í öllum liðum.

Miðsvæðin í Blöndu

Svæði 2 og 3 í Blöndu voru nokkuð góð í sumar, alls komu um 400 laxar á land. Að vísu eru allnokkrar stangir á svæðunum eða 9 stangir í allt – en fátítt var að það væru allar bókaðar. Einnig verður að líta til þess að veiðin á sér nánast öll stað fyrir mánaðarmót júlí og ágúst, dagveiðin er því nokkuð góð á því tímabili, sérstaklega eftir 10 júlí.

Fimmta framboðið til stjórnar SVFR

Fimmta framboðið til stjórnar SVFR hefur borist skrifstofu og er frá Eiríki St. Eiríkssyni félagsmanni númer 605. Því er nokkuð ljóst að fimm frambjóðendur eru í þrjú stjórnarsæti á aðalfundi félagsins þann 26. nóvember næstkomandi, því harla ólíklegt er að framboð berist í bréfpósti.

Jagielka ekki með gegn Svíum

Phil Jagielka, varnarmaður Everton og enska landsliðsins, þurfti að draga sig úr landsliðshópi Englands fyrir leikinn gegn Svíum á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir