Fleiri fréttir Di Canio hvetur til leikaraskaps Paolo di Canio, knattspyrnustjóri Swindon Town, er það óánægður með dómgæsluna í ensku D-deildinni að hann ætlar að hvetja sína menn til að reyna að fiska vítaspyrnur með leikarskap. 4.10.2011 18:15 Forráðamenn Dortmund búnir að viðurkenna ósigur Einn forráðamanna þýska úrvalsdeildarfélagsins Borussia Dortmund segir það frágengið að Bayern München muni vinna deildina þetta tímabilið. Dortmund er núverandi Þýskalandsmeistari. 4.10.2011 17:30 Willum vill halda áfram að þjálfa - ekki heyrt frá KSÍ "Þeir kölluðu mig á fund til Keflavíkur þar sem mér var tjáð að þeir ætluðu sér að róa á önnur mið. Þetta var heiðarlega gert hjá góðum mönnum sem standa að deildinni í Keflavík," sagði Willum Þór Þórsson við Vísi en Keflvíkingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér ekki að semja við Willum á nýjan leik. 4.10.2011 16:52 Willum ekki áfram í Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins. 4.10.2011 16:15 Pereira nú samningsbundinn Porto til 2016 Bakvörðurinn Alvaro Pereira hefur skrifað undir nýjan samning við Porto í Portúgal en Chelsea hafði mikinn áhuga á kappanum nú í sumar. 4.10.2011 16:00 Warnock segir allt í góðu á milli hans og Taarabt Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, kom Adel Taraabt til varnar í gær en sá síðarnefndur var sagður hafa yfirgefið Craven Cottage áður en leik liðsins gegn Fulham lauk um helgina. 4.10.2011 15:30 Aðgerð Sagna gekk vel Aðgerðin sem Bacary Sagna, leikmaður Arsenal, gekkst undir í gær gekk vel. Sagna fótbrotnaði í leik liðsins gegn Tottenham um helgina eftir tæklingu frá Benoit Assou-Ekotto. 4.10.2011 14:45 Rjúpa eða ekki rjúpa? Enn hefur ekki verið tilkynnt um ákvörðun Umhverfisráðherra varðandi veiðar á rjúpu þetta haustið og víst er að mörgum þykir þessi seinagangur í ákvarðanatöku ótrúlega sérstakur. 4.10.2011 14:25 Ennþá veiðist ágætlega í Ytri Rangá Veiðar ganga enn ágætlega í Ytri Rangá. Flestir dagar eru að gefa 35-50 laxa á dag en þó komu dagar í síðustu viku þar sem aðstæður voru erfiðar, þá datt veiðin niður í 20 laxa. Veitt er út mánuðinn í Ytri og kæmi mikið á óvart ef lokatala þar fer ekki yfir fimm þúsund. 4.10.2011 14:14 Þjálfarar AG sögðu upp störfum Það gengur mikið á hjá danska ofurliðinu AG Kaupmannahöfn en í dag sögðu þjálfararnir Klavs-Bruun Jörgensen og Sören Hersiknd upp störfum hjá félaginu. 4.10.2011 13:27 Martin Jol sektaði táning fyrir að taka vítaspyrnu Martin Jol, knattspyrnustjóri Fulham, sektaði táninginn Pajtim Kasami fyrir að taka vítaspyrnu sem hann átti ekki að taka í leik með liðinu í enska deildabikarnum. 4.10.2011 13:00 Guðmundur segir Landin ánægðan með að hafa samið við Löwen Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, segir að fréttaflutningur í dönskum fjölmiðlum um meinta óánægju markvarðarins Niklas Landin séu algerlega úr lausu lofti gripnar. 4.10.2011 12:15 Geir vongóður um ráðningu Lagerbäck Haft er eftir Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, að hann sé mjög vongóður um að Lars Lagerbäck verði næsti landsliðsþjálfari Íslands. 4.10.2011 12:02 Rauða spjaldið sem Rodwell fékk tekið til baka Jack Rodwell þarf ekki að taka út þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik Everton og Liverpool um helgina þar sem enska knattspyrnusambandið hefur tekið til greina áfrýjun fyrrnefnda félagsins. 4.10.2011 11:54 Tiger Woods í sögulægri lægð á heimslistanum Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi en bandaríski kylfingurinn er nú í 51. sæti. Woods, sem er 35 ára gamall, hefur sigrað á 14 risamótum á ferlinum en hann hefur ekki keppt frá því í ágúst á PGA mótaröðinni. Woods hafði náð þeim ótrúlega árangri að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í 778 vikur samfellt eða frá 13. okt. árið 1996 þegar hann var í 61. sæti listans. 4.10.2011 11:30 Lagerbäck tekur ekki við Austurríki - Marcel Koller ráðinn Austurrískir fjölmiðlar greina frá því í dag að Marcel Koller verði síðar í dag formlega kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari A-landsliðs karla þar í landi. Svíinn Lars Lagerbäck hafði verið sterklega orðaður við stöðuna. 4.10.2011 10:44 De Gea í vandræðum út af kleinuhring David de Gea hefur komist í fréttirnar í Englandi síðustu daga vegna ásakana um að hann hafi gerst uppvís að búðarhnupli í Tesco-verslun. Hann mun hafa stolið kleinuhring. 4.10.2011 10:15 Bráðabirgðatölur úr Soginu Bráðabirgðatölur af svæðum SVFR í Soginu eru 752 laxar. Ef að líkum lætur er um að ræða annað besta laxveiðiárið í Sogi frá því skráningar hófust. 4.10.2011 10:00 Abramovich vill flytja Chelsea frá Brúnni Enskir fjölmiðlar fjalla mikið um áætlanir Roman Abramovic, eiganda Chelsea, um að flytja heimavöll félagsins frá Stamford Bridge og byggja nýjan leikvang fyrir félagið. 4.10.2011 09:30 Tevez-rannsóknin gæti klárast í lok vikunnar Carlos Tevez hitti í gær þá sem fara fyrir rannsókn á þeim atvikum sem átti sér stað á varamannabekk Manchester City í leik liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. 4.10.2011 09:00 Fundu ástríðuna aftur í Fram Tímabilinu 2011 í Pepsi-deild karla verður lengi minnst fyrir afrek Fram, sem tókst með ævintýralegum hætti að bjarga sæti sínu í deildinni. Liðið fékk aðeins þrjú stig úr fyrstu tíu umferðunum og vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í 11. umferð – gegn Víkingi. Næsti sigurleikur á eftir kom í 16. umferð, þann 22. ágúst, og voru þá langflestir íslenskra sparkspekinga löngu búnir að dæma þá niður um deild. 4.10.2011 08:00 Óskar: Ég var orkulaus tannstöngull í fyrra „Ég skil ekki alveg þessa umræðu um að ég sé búinn að grenna mig svona mikið. Ég var tíu kílóum léttari í fyrra. Þá var ég orkulaus tannstöngull. Ég er búinn að massa mig nokkuð upp síðan þá og er í allt öðru og betra formi,“ segir Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur, en hann er leikmaður lokaumferðar Pepsi-deildarinnar hjá Fréttablaðinu. 4.10.2011 07:30 Bjarni mun stýra Stjörnunni áfram „Bjarni er samningsbundinn Stjörnunni og það er gagnkvæmur vilji af beggja hálfu að hann verði áfram. Það er því nokkuð ljóst að hann verður áfram þjálfari liðsins,“ segir Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Stjarnan kom af öllum liðum mest á óvart í sumar og náði sínum besta árangri í efstu deild. 4.10.2011 07:00 Blikar vilja halda Ólafi Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks mun setjast niður með Ólafi Kristjánssyni í dag og ræða framtíðina. Ólafur skrifaði undir nýjan samning við Blika fyrir tímabilið og einhugur er innan stjórnar með að halda Ólafi sem þjálfara liðsins. 4.10.2011 06:30 Lagerbäck tjáir sig ekki fyrr en viðræðum lýkur Það virðist vera komin nokkur hreyfing á landsliðsþjálfaramálin hjá KSÍ en Ólafur Jóhannesson stýrir sínum síðasta landsleik á föstudag. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti við íþróttadeild í gær að hann væri í viðræðum við Svíann Lars Lagerbäck um að taka að sér starfið. 4.10.2011 06:00 Nutu ásta í stúkunni á leik Hoffenheim og Bayern Þó svo að leik Hoffenheim og FC Bayern í þýsku úrvalsdeildinni hafi lokið með markalausu jafntefli náði þó einhver á leikvanginum að „skora“ í meðan leiknum stóð. 3.10.2011 23:30 Stórefnilegur táningur til Everton Þó svo að Everton hafi ekki getað keypt leikmenn til félagsins að nokkru ráði undanfarin ár hefur félaginu samt tekist að klófesta hinn fimmtán ára gamal George Green frá enska D-deildarfélaginu Bradford City. 3.10.2011 22:45 Erlendur: Gæðin alltaf að aukast Erlendur Eiríksson, dómari, átti gott tímabil í sumar og var í dag valinn besti dómarinn fyrir seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deild karla. 3.10.2011 21:30 Mourinho neitaði að svara spurningu á katalónsku Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, bað um að spurning sem hann fékk eftir 4-0 sigur sinna manna á Espanyol yrði borin aftur fram á viðeigandi tungumáli. 3.10.2011 21:15 Eiður Smári úr leik - þrír nýir kallaðir í landsliðshópinn Enn kvarnast úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Portúgal á föstudag. Eiður Smári Guðjohnsen hefur nú þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla rétt eins og Kolbeinn Sigþórsson. 3.10.2011 20:36 Villas-Boas: Gæti orðið afar spennandi tímabil Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði eftir sigurinn á Bolton í gær að toppbaráttan í ensku úrvalsdeildinni gæti orðið mjög spennandi í ár. 3.10.2011 20:30 Redknapp segir hegðun stuðningsmanna hafa verið viðbjóðslega Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem félögin lýsa yfir vonbrigðum sínum með hegðun áhorfenda á leik liðanna um helgina. 3.10.2011 20:11 Vettel og Webber vilja létta japönskum áhorfendum lífið Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. 3.10.2011 20:00 Neuer bætti met Oliver Kahn hjá FC Bayern Manuel Neuer bætti um helgina met Oliver Kahn hjá þýska stórveldinu FC Bayern en hann hefur nú haldið marki sínu hreinu í 1018 mínútur í þýsku úrvalsdeildinni. 3.10.2011 19:45 Daníel: Til í að skoða hvað sem er Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var í dag valinn í úrvalslið Pepsi-deildar karla fyrir seinni hluta tímabilsins. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Stjörnuna en væri til í að prófa atvinnumennskuna eins og flestir íslenskir knattspyrnumenn. 3.10.2011 19:30 Ancelotti: Bestu félögin í Englandi koma aðeins til greina Carlo Ancelotti, fyrrverandi stjóri Chelsea, segist vilja halda áfram þjálfa í ensku úrvalsdeildinni en að aðeins stóru klúbbarnir komi þar til greina. 3.10.2011 19:00 KSÍ í viðræðum við Lagerbäck Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti við íþróttadeild nú undir kvöld að KSÍ væri í viðræðum við Svíann Lars Lagerbäck um að taka að sér starf landsliðsþjálfara karla. 3.10.2011 18:31 McClaren segir forráðamenn Forest skorta metnað Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hætti í gær sem stjóri enska B-deildarliðsins Nottingham Forest eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins tíu leikjum. 3.10.2011 18:15 Bjarni: Kjartan er frábær leikmaður Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, var í dag valinn besti leikmaður síðari hluta tímabilsins í Pepsi-deild karla. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, segir að hann sé vel að því kominn. 3.10.2011 18:00 Downing hefur trú á Carroll Stewart Downing, leikmaður Liverpool, telur að markið sem Andy Carroll skoraði gegn Everton um helgina gæti komið honum almennilega í gang. Þetta var fyrsta mark Carroll á leiktíðinni. 3.10.2011 17:30 Pepsimörkin: Hannes markvörður KR fór á kostum í sumar Hannes Þór Halldórsson markvörður KR fór á kostum með liði KR í sumar á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Hannes bjargaði KR margoft í sumar á mikilvægum augnablikum og í myndbandinu má sjá brot af því besta hjá Hannesi 3.10.2011 16:45 Schumacher sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu er sá Formúlu 1 ökumaður sem hefur oftast fagnað sigri á Suzuka-brautinni í Japan, en keppt verður á brautinni um næstu helgi. Mótið er það fyrsta í Asíu á árinu, en keppt verður í Suður Kóreu um aðra helgi. Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum, og Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher, telur hana eina af þeim bestu sem notuð er á keppnistímabilinu, rétt eins og Schumacher. 3.10.2011 16:00 Defoe svekktur að missa sæti sitt í landsliðinu Jermain Defoe, leikmaður Tottenham, hefur lýst yfir óánægju sinni með að vera ekki valinn í enska landsliðið fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi á föstudaginn kemur. 3.10.2011 16:00 Fréttir úr Tungufljóti Það virðist vera nokkuð af sjóbirtingi í Tungufljóti eftir sunnan áhlaupin undanfarið. Hollið 26-28/9 fékk 19 fiska við mjög erfiðar aðstæður. 3.10.2011 15:36 Pepsimörkin: Tryggvi harðhaus ársins Það gekk á ýmsu hjá framherjanum Tryggva Guðmundssyni í sumar með liði ÍBV. Tryggvi jafnaði markametið með því að skora sitt 126. mark í efstu deild og deilir hann metinu með Inga Birni Albertssyni. Tryggvi var útnefndur harðhaus ársins í þættinum Pepsimörkin s.l. sunnudag. 3.10.2011 15:30 Sjá næstu 50 fréttir
Di Canio hvetur til leikaraskaps Paolo di Canio, knattspyrnustjóri Swindon Town, er það óánægður með dómgæsluna í ensku D-deildinni að hann ætlar að hvetja sína menn til að reyna að fiska vítaspyrnur með leikarskap. 4.10.2011 18:15
Forráðamenn Dortmund búnir að viðurkenna ósigur Einn forráðamanna þýska úrvalsdeildarfélagsins Borussia Dortmund segir það frágengið að Bayern München muni vinna deildina þetta tímabilið. Dortmund er núverandi Þýskalandsmeistari. 4.10.2011 17:30
Willum vill halda áfram að þjálfa - ekki heyrt frá KSÍ "Þeir kölluðu mig á fund til Keflavíkur þar sem mér var tjáð að þeir ætluðu sér að róa á önnur mið. Þetta var heiðarlega gert hjá góðum mönnum sem standa að deildinni í Keflavík," sagði Willum Þór Þórsson við Vísi en Keflvíkingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér ekki að semja við Willum á nýjan leik. 4.10.2011 16:52
Willum ekki áfram í Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins. 4.10.2011 16:15
Pereira nú samningsbundinn Porto til 2016 Bakvörðurinn Alvaro Pereira hefur skrifað undir nýjan samning við Porto í Portúgal en Chelsea hafði mikinn áhuga á kappanum nú í sumar. 4.10.2011 16:00
Warnock segir allt í góðu á milli hans og Taarabt Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, kom Adel Taraabt til varnar í gær en sá síðarnefndur var sagður hafa yfirgefið Craven Cottage áður en leik liðsins gegn Fulham lauk um helgina. 4.10.2011 15:30
Aðgerð Sagna gekk vel Aðgerðin sem Bacary Sagna, leikmaður Arsenal, gekkst undir í gær gekk vel. Sagna fótbrotnaði í leik liðsins gegn Tottenham um helgina eftir tæklingu frá Benoit Assou-Ekotto. 4.10.2011 14:45
Rjúpa eða ekki rjúpa? Enn hefur ekki verið tilkynnt um ákvörðun Umhverfisráðherra varðandi veiðar á rjúpu þetta haustið og víst er að mörgum þykir þessi seinagangur í ákvarðanatöku ótrúlega sérstakur. 4.10.2011 14:25
Ennþá veiðist ágætlega í Ytri Rangá Veiðar ganga enn ágætlega í Ytri Rangá. Flestir dagar eru að gefa 35-50 laxa á dag en þó komu dagar í síðustu viku þar sem aðstæður voru erfiðar, þá datt veiðin niður í 20 laxa. Veitt er út mánuðinn í Ytri og kæmi mikið á óvart ef lokatala þar fer ekki yfir fimm þúsund. 4.10.2011 14:14
Þjálfarar AG sögðu upp störfum Það gengur mikið á hjá danska ofurliðinu AG Kaupmannahöfn en í dag sögðu þjálfararnir Klavs-Bruun Jörgensen og Sören Hersiknd upp störfum hjá félaginu. 4.10.2011 13:27
Martin Jol sektaði táning fyrir að taka vítaspyrnu Martin Jol, knattspyrnustjóri Fulham, sektaði táninginn Pajtim Kasami fyrir að taka vítaspyrnu sem hann átti ekki að taka í leik með liðinu í enska deildabikarnum. 4.10.2011 13:00
Guðmundur segir Landin ánægðan með að hafa samið við Löwen Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, segir að fréttaflutningur í dönskum fjölmiðlum um meinta óánægju markvarðarins Niklas Landin séu algerlega úr lausu lofti gripnar. 4.10.2011 12:15
Geir vongóður um ráðningu Lagerbäck Haft er eftir Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, að hann sé mjög vongóður um að Lars Lagerbäck verði næsti landsliðsþjálfari Íslands. 4.10.2011 12:02
Rauða spjaldið sem Rodwell fékk tekið til baka Jack Rodwell þarf ekki að taka út þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik Everton og Liverpool um helgina þar sem enska knattspyrnusambandið hefur tekið til greina áfrýjun fyrrnefnda félagsins. 4.10.2011 11:54
Tiger Woods í sögulægri lægð á heimslistanum Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi en bandaríski kylfingurinn er nú í 51. sæti. Woods, sem er 35 ára gamall, hefur sigrað á 14 risamótum á ferlinum en hann hefur ekki keppt frá því í ágúst á PGA mótaröðinni. Woods hafði náð þeim ótrúlega árangri að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í 778 vikur samfellt eða frá 13. okt. árið 1996 þegar hann var í 61. sæti listans. 4.10.2011 11:30
Lagerbäck tekur ekki við Austurríki - Marcel Koller ráðinn Austurrískir fjölmiðlar greina frá því í dag að Marcel Koller verði síðar í dag formlega kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari A-landsliðs karla þar í landi. Svíinn Lars Lagerbäck hafði verið sterklega orðaður við stöðuna. 4.10.2011 10:44
De Gea í vandræðum út af kleinuhring David de Gea hefur komist í fréttirnar í Englandi síðustu daga vegna ásakana um að hann hafi gerst uppvís að búðarhnupli í Tesco-verslun. Hann mun hafa stolið kleinuhring. 4.10.2011 10:15
Bráðabirgðatölur úr Soginu Bráðabirgðatölur af svæðum SVFR í Soginu eru 752 laxar. Ef að líkum lætur er um að ræða annað besta laxveiðiárið í Sogi frá því skráningar hófust. 4.10.2011 10:00
Abramovich vill flytja Chelsea frá Brúnni Enskir fjölmiðlar fjalla mikið um áætlanir Roman Abramovic, eiganda Chelsea, um að flytja heimavöll félagsins frá Stamford Bridge og byggja nýjan leikvang fyrir félagið. 4.10.2011 09:30
Tevez-rannsóknin gæti klárast í lok vikunnar Carlos Tevez hitti í gær þá sem fara fyrir rannsókn á þeim atvikum sem átti sér stað á varamannabekk Manchester City í leik liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. 4.10.2011 09:00
Fundu ástríðuna aftur í Fram Tímabilinu 2011 í Pepsi-deild karla verður lengi minnst fyrir afrek Fram, sem tókst með ævintýralegum hætti að bjarga sæti sínu í deildinni. Liðið fékk aðeins þrjú stig úr fyrstu tíu umferðunum og vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í 11. umferð – gegn Víkingi. Næsti sigurleikur á eftir kom í 16. umferð, þann 22. ágúst, og voru þá langflestir íslenskra sparkspekinga löngu búnir að dæma þá niður um deild. 4.10.2011 08:00
Óskar: Ég var orkulaus tannstöngull í fyrra „Ég skil ekki alveg þessa umræðu um að ég sé búinn að grenna mig svona mikið. Ég var tíu kílóum léttari í fyrra. Þá var ég orkulaus tannstöngull. Ég er búinn að massa mig nokkuð upp síðan þá og er í allt öðru og betra formi,“ segir Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur, en hann er leikmaður lokaumferðar Pepsi-deildarinnar hjá Fréttablaðinu. 4.10.2011 07:30
Bjarni mun stýra Stjörnunni áfram „Bjarni er samningsbundinn Stjörnunni og það er gagnkvæmur vilji af beggja hálfu að hann verði áfram. Það er því nokkuð ljóst að hann verður áfram þjálfari liðsins,“ segir Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Stjarnan kom af öllum liðum mest á óvart í sumar og náði sínum besta árangri í efstu deild. 4.10.2011 07:00
Blikar vilja halda Ólafi Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks mun setjast niður með Ólafi Kristjánssyni í dag og ræða framtíðina. Ólafur skrifaði undir nýjan samning við Blika fyrir tímabilið og einhugur er innan stjórnar með að halda Ólafi sem þjálfara liðsins. 4.10.2011 06:30
Lagerbäck tjáir sig ekki fyrr en viðræðum lýkur Það virðist vera komin nokkur hreyfing á landsliðsþjálfaramálin hjá KSÍ en Ólafur Jóhannesson stýrir sínum síðasta landsleik á föstudag. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti við íþróttadeild í gær að hann væri í viðræðum við Svíann Lars Lagerbäck um að taka að sér starfið. 4.10.2011 06:00
Nutu ásta í stúkunni á leik Hoffenheim og Bayern Þó svo að leik Hoffenheim og FC Bayern í þýsku úrvalsdeildinni hafi lokið með markalausu jafntefli náði þó einhver á leikvanginum að „skora“ í meðan leiknum stóð. 3.10.2011 23:30
Stórefnilegur táningur til Everton Þó svo að Everton hafi ekki getað keypt leikmenn til félagsins að nokkru ráði undanfarin ár hefur félaginu samt tekist að klófesta hinn fimmtán ára gamal George Green frá enska D-deildarfélaginu Bradford City. 3.10.2011 22:45
Erlendur: Gæðin alltaf að aukast Erlendur Eiríksson, dómari, átti gott tímabil í sumar og var í dag valinn besti dómarinn fyrir seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deild karla. 3.10.2011 21:30
Mourinho neitaði að svara spurningu á katalónsku Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, bað um að spurning sem hann fékk eftir 4-0 sigur sinna manna á Espanyol yrði borin aftur fram á viðeigandi tungumáli. 3.10.2011 21:15
Eiður Smári úr leik - þrír nýir kallaðir í landsliðshópinn Enn kvarnast úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Portúgal á föstudag. Eiður Smári Guðjohnsen hefur nú þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla rétt eins og Kolbeinn Sigþórsson. 3.10.2011 20:36
Villas-Boas: Gæti orðið afar spennandi tímabil Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði eftir sigurinn á Bolton í gær að toppbaráttan í ensku úrvalsdeildinni gæti orðið mjög spennandi í ár. 3.10.2011 20:30
Redknapp segir hegðun stuðningsmanna hafa verið viðbjóðslega Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem félögin lýsa yfir vonbrigðum sínum með hegðun áhorfenda á leik liðanna um helgina. 3.10.2011 20:11
Vettel og Webber vilja létta japönskum áhorfendum lífið Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. 3.10.2011 20:00
Neuer bætti met Oliver Kahn hjá FC Bayern Manuel Neuer bætti um helgina met Oliver Kahn hjá þýska stórveldinu FC Bayern en hann hefur nú haldið marki sínu hreinu í 1018 mínútur í þýsku úrvalsdeildinni. 3.10.2011 19:45
Daníel: Til í að skoða hvað sem er Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var í dag valinn í úrvalslið Pepsi-deildar karla fyrir seinni hluta tímabilsins. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Stjörnuna en væri til í að prófa atvinnumennskuna eins og flestir íslenskir knattspyrnumenn. 3.10.2011 19:30
Ancelotti: Bestu félögin í Englandi koma aðeins til greina Carlo Ancelotti, fyrrverandi stjóri Chelsea, segist vilja halda áfram þjálfa í ensku úrvalsdeildinni en að aðeins stóru klúbbarnir komi þar til greina. 3.10.2011 19:00
KSÍ í viðræðum við Lagerbäck Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti við íþróttadeild nú undir kvöld að KSÍ væri í viðræðum við Svíann Lars Lagerbäck um að taka að sér starf landsliðsþjálfara karla. 3.10.2011 18:31
McClaren segir forráðamenn Forest skorta metnað Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hætti í gær sem stjóri enska B-deildarliðsins Nottingham Forest eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins tíu leikjum. 3.10.2011 18:15
Bjarni: Kjartan er frábær leikmaður Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, var í dag valinn besti leikmaður síðari hluta tímabilsins í Pepsi-deild karla. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, segir að hann sé vel að því kominn. 3.10.2011 18:00
Downing hefur trú á Carroll Stewart Downing, leikmaður Liverpool, telur að markið sem Andy Carroll skoraði gegn Everton um helgina gæti komið honum almennilega í gang. Þetta var fyrsta mark Carroll á leiktíðinni. 3.10.2011 17:30
Pepsimörkin: Hannes markvörður KR fór á kostum í sumar Hannes Þór Halldórsson markvörður KR fór á kostum með liði KR í sumar á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Hannes bjargaði KR margoft í sumar á mikilvægum augnablikum og í myndbandinu má sjá brot af því besta hjá Hannesi 3.10.2011 16:45
Schumacher sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu er sá Formúlu 1 ökumaður sem hefur oftast fagnað sigri á Suzuka-brautinni í Japan, en keppt verður á brautinni um næstu helgi. Mótið er það fyrsta í Asíu á árinu, en keppt verður í Suður Kóreu um aðra helgi. Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum, og Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher, telur hana eina af þeim bestu sem notuð er á keppnistímabilinu, rétt eins og Schumacher. 3.10.2011 16:00
Defoe svekktur að missa sæti sitt í landsliðinu Jermain Defoe, leikmaður Tottenham, hefur lýst yfir óánægju sinni með að vera ekki valinn í enska landsliðið fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi á föstudaginn kemur. 3.10.2011 16:00
Fréttir úr Tungufljóti Það virðist vera nokkuð af sjóbirtingi í Tungufljóti eftir sunnan áhlaupin undanfarið. Hollið 26-28/9 fékk 19 fiska við mjög erfiðar aðstæður. 3.10.2011 15:36
Pepsimörkin: Tryggvi harðhaus ársins Það gekk á ýmsu hjá framherjanum Tryggva Guðmundssyni í sumar með liði ÍBV. Tryggvi jafnaði markametið með því að skora sitt 126. mark í efstu deild og deilir hann metinu með Inga Birni Albertssyni. Tryggvi var útnefndur harðhaus ársins í þættinum Pepsimörkin s.l. sunnudag. 3.10.2011 15:30