Fleiri fréttir

ÍBV fær ungan framherja frá Newcastle

Eyjamenn hafa fengið til sín 18 ára enskan framherja fyrir lokaátökin í Pepsi-deildinni en Aaron Spear kemur til félagsins frá Newcastle United. Vefsíðan fótbolti.net sagði fyrst frá þessu.

Bojan seldur til Roma en Barcelona fær hann aftur 2013

Spænski framherjinn Bojan Krkic er á leið til Roma og leikur í Serie A næstu tvö árin. Kaupsamningur Barcelona og Roma er í einkennilegri kantinum. Í honum er ákvæði þess efnis að Barcelona kaupi Bojan aftur til félagsins að tveimur árum liðnum.

Chavez segir Venesúela hafa verið rændir sigri

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, er allt annað en sáttur við dómgæsluna í viðureign Paragvæ og Venesúela. Chavez fór mikinn á Twitter-síðu sinni að leik loknum. "Þeir rændu okkur sigurmarki,“ skrifaði Chavez með hástöfum.

KR mætir BÍ/Bolungarvík um Verslunarmannahelgina

Góður árangur KR-inga í undankeppni Evrópudeildar þýðir tilfæringar á leikjum liðsins í öðrum keppnum. Bikarleikur KR gegn BÍ/Bolungarvík hefur verið færður á Verslunarmannahelgina. KR mætir Dinamo Tbilisi fimmtudaginn 28. júlí á KR-velli og viku síðar í Georgíu.

Strákarnir unnu Svía - Árni með bæði mörkin

Strákarnir í 19 ára landsliðinu fylgdu eftir stórsigri á Wales í fyrsta leik sínum á Svíþjóðarmótinu með því að vinna 2-0 sigur á heimamönnum Svía í öðrum leik sínum í dag.Kristinn R. Jónsson er þjálfari íslenska liðsins.

Annað tölublað af Veiðislóð komið út

Annað tölublað af Veiðislóð er komið út og kennir þar margra grasa eins og í fyrsta blaðinu. Fyrir fróðleiksþyrsta veiðimenn er þetta kærkomin viðbót því veiðimenn fá sjaldan nóg af því að lesa um veiðitengd málefni.

Ólafía Þórunn með tveggja högga forskot hjá konunum - erfitt hjá Tinnu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er efst eftir annan dag í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í dag eftir að hafa leikið á pari í gær. Hún er því á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar.

Fylkir og Afturelding geta komist í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn

Undanúrslitaleikirnir í Valitor bikar kvenna í knattspyrnu fara fram í kvöld. Á Fylkisvelli mætast Fylkir og KR og á Varmárvelli leika Afturelding og Valur. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 en í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum sem fer fram á Laugardalsvellinum 20. ágúst næstkomandi.

Batista líklega rekinn frá Argentínu

Þrátt fyrir dapurt gengi á Copa America tekur Sergio Batista það ekki í mál að segja af sér sem landsliðsþjálfari Argentínu. Það gæti ekki dugað til því knattspyrnusamband Argentínu íhugar að reka hann úr starfi.

Lucio verður áfram hjá Inter

Brasilíski varnarmaðurinn Lucio mun skrifa undir nýjan samning við ítalska liðið Inter á næstu dögum. Nýi samningurinn mun gilda til ársins 2014.

Webber sneggstur á seinni æfingunni

Mark Webber á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Nürburgring brautinni í Þýskalandi í dag. Hann varð 0.168 á undan Fernando Alonso á Ferrari, en Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. Alonso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins.

Allt gengur á afturfótunum hjá Tinnu

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sem setti vallarmet á fyrsta hring Íslandsmótsins í höggleik í gær hefur farið skelfilega af stað á öðrum degi mótsins. Eftir níu holur er Tinna á sjö höggum yfir pari og fjórum höggum yfir pari samanlagt.

Frank að taka við Detroit Pistons

Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar ætlar Detroit Pistons að bjóða Lawrence Frank þjálfarastöðu félagsins en þjálfarastaðan hefur verið laus í rúman mánuð eftir að John Kuester var rekinn.

Mikið af fiski í Soginu eftir stóra göngu í gær

Okkar maður við bakkann í Soginu, nánar tiltekið á Bíldsfellinu, Örn Geirsson ásamt félögum, voru búnir að landa 12 löxum en þeir byrjuðu veiðar í gær. Laxinn er allur grálúsugur og vel haldin. Laxarnir voru teknir í Neðra Horni, Efri garði, Neðri Garður, Tóft, Kofastreng og séð laxa í Sakkarhólma en ekki náð neinu þar.

Ágætis gangur í Langadalsá

Langadalsá lítur vel út þessa daganna. Heildartalan er komin rétt yfir 50 laxa og nýr fiskur að skila sér í ánna undanfarna daga samkvæmt Sigga veiðiverði.

Laxinn mættur í Lýsuna

Laxinn er mættur á vatnasvæði Lýsu, og að sögn heimamanna er útlitið mun betra heldur en undanfarin ár fyrir vestan.

Park fær nýjan samning hjá Man. Utd

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, greindi frá því í gær að Man. Utd væri búið að bjóða Kóreumanninum Ji-Sung Park nýjan tveggja ára samning.

Beckham ætlar ekki aftur í enska boltann

David Beckham hefur enn og aftur þurft að taka fram að hann ætli sér ekki að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni því hann vilji ekki spila með öðru liði í deildinni en Man. Utd. Reyndar munaði samt litlu að hann yrði lánaður til Tottenham á síðustu leiktíð.

Sanchez orðinn leikmaður Barcelona

Barcelona er loksins búið að ganga frá kaupunum á Alexis Sanchez frá Udinese. Framherjinn frá Síle vildi fara til Barcelona og fékk ósk sína uppfyllta.

Nani á framtíð hjá Man. Utd

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur fullvissað vængmanninn Nani um að hann eigi framtíð hjá ensku meisturunum. Sumir réðu svo í kaupin á Ashley Young að Ferguson ætlaði að losa sig við Nani. Það er ekki rétt.

Alonso á Ferrari á undan Red Bull ökumönnunum á Nürburgring brautinni

Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Nürburgring brautinni í Þýskalandi í dag. Um helgina fer fram tíunda umferð meistaramótsins og heimamaðurinn Sebastian Vettel stefnir á sigur, en hann er með 80 stiga forskot í stigamóti ökumanna. Sex þýskir ökumenn verða á heimavelli í keppninni á sunnudaginn og Vettel þeirra á meðal.

Síðasta vika sú besta í sumar

Það er svo sannarlega líf í tuskunum víða eftir stóra strauminn um síðustu helgi. Góðar göngur hafa verið víða og ekkert lát á líkt og féelagi okkar einn varð vitni að við Borgarfjarðarbrúna síðustu nótt.

Villas-Boas: Torres er með fínt sjálfstraust

Hinn nýi stjóri Chelsea, Andre Villas-Boas, vill sem minnst ræða um markaþurrð Fernando Torres hjá Chelsea og neitar því að leikmanninn vanti sjálfstraust. Torres skoraði aðeins eitt mark í átján leikjum með Chelsea á síðustu leiktíð eftir að hafa verið keyptur á 50 milljónir punda frá Liverpool.

Rooney býst við Liverpool í toppbaráttu

Wayne Rooney, framherji Man. Utd, er á því að Liverpool hafi styrkt sig vel í sumar og segir að liðið eigi raunverulegt tækifæri á að keppa um titilinn í vetur.

Meistarinn Vettel vill vinna á heimavelli

Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber.

Mikið afrek að slá út þetta lið

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður eftir að liðið sló Zilina út úr Evrópukeppninni í gær. Rúnar segir að síðustu mínúturnar hafi tekið vel á taugarnar og á ekki von á að leikmenn BÍ/Bolungarvík hafi fagnað þessum úrslitum því nú þurfi þe

Strákarnir í stuði í Leirunni

Axel Bóasson fór á kostum á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik í gær. Axel spilaði á sjö höggum undir pari og hefur eins höggs forskot á Alfreð Brynjar Kristinsson og Kristján Þór Einarsson sem einnig voru í stuði á sex undir pari.

Tinna hóf titilvörnina á vallarmeti

Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Kili er í fyrsta sæti að loknum fyrsta degi á Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. Tinna lék holurnar átján á 69 höggum eða þremur höggum undir pari Hólmsvallar og setti vallarmet. Tinna lauk hringnum á fugli á átjándu holunni.

Tevez fær ekkert aukafrí hjá City

Stríðið á milli Man. City og Carlos Tevez heldur áfram því City virðist ætla að taka hart á leikmanninum sem vill fara. Tevez bað um aukafrí eftir Copa America en félagið neitaði honum um fríið.

Íslandsmeisturum Vals boðið á sterkt alþjóðlegt mót

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna verða meðal þátttakenda á sterku æfingamóti í Tékklandi í lok ágúst. Valsstúlkum var boðið að taka þátt í tveimur mótum á svipuðum tíma og ákváðu að fara til Tékklands en afþakka boð frá þýska félaginu Vfl Oldenburg.

Selfoss minnkaði forskot ÍA í níu stig - tveir sigrar í röð hjá Leikni

Selfyssingar unnu 4-0 sigur á Gróttu í 1. deild karla í fótbolta í kvöld, minnkuðu forskot Skagamanna í níu stig og náðu ennfremur átta stiga forskoti á liðin í 3. og 4. sæti. Leiknismenn bættu stöðu sína í botnbaráttunni með því að vinna 3-0 útisigur á HK og komast upp úr fallsæti.

Beckham: Manchester City verður aldrei stærra en Manchester United

David Beckham viðurkennir að Manchester City verði verðugur andstæðingur fyrir Manchester United á komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni en hann breytir samt ekki um þá skoðun sína að Manchester City verði aldrei stærra en Manchester United

Ronaldo með þrennu gegn Chivas

Portúgalinn Cristiano Ronaldo var í toppformi þegar Real Madrid mætti Chivas USA í nótt. Ronaldo skoraði öll mörkin í 3-0 sigri Real.

FH-ingar úr leik eftir 2-0 tap á Madeira

FH-ingar eru úr leik í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 tap fyrir portúgalska liðinu CD Nacional á Madeira í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kaplakrika fyrir vikur og unnu Portúgalirnir 3-1 samanlagt og mæta sænska liðinu Häcken í næstu umferð.

Tinna hóf titlvörnina á því að setja vallarmet

Keiliskonan Tinna Jóhannsdóttir byrjar titilvörn sína vel á Íslandsmótinu í höggleik en hún er með eins höggs forystu á Eyglóu Myrru Óskarsdóttur úr GO eftir fyrsta daginn í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu sem hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru.

Heinze á leiðinni til Roma

Argentínski bakvörðurinn Gabriel Heinze er á leið til ítalska félagsins Roma. Hann mun koma til félagsins á frjálsri sölu frá Marseille. Þessi 33 ára bakvörður mun væntanlega skrifa undir eins árs samning við Roma.

Hannes: Hef aldrei verið eins glaður eftir tapleik

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, var í viðtali í KR-útvarpinu eftir leikinn á móti Zilina í kvöld. Hann og félagar hans héldu út og komust áfram í 3. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 0-2 tap þar sem fyrri leikurinn vannst 3-0 á KR-vellinum fyrir viku síðan.

Skagamenn með tveimur stigum meira en þeir fengu allt síðasta sumar

Skagamenn eru í frábærum málum í 1. deild karla eftir 6-0 stórsigur á Þrótti, liðinu í 4. sæti, á Valbjarnarvellinum á þriðjudagskvöldið. Skagaliðið er nú með tólf stiga forskot á selfoss (2. sæti) og 17 stiga forskot á liðinu í 3. og 4. sæti (Haukar og Þróttur) en Selfoss og Haukar eiga reyndar leiki inni.

Koeman tekur við Feyenoord

Hollenska félagið Feyenoord réð í dag Ronald Koeman sem þjálfara félagsins. Koeman skrifaði undir eins árs samning.

KR-ingar héldu út í Slóvakíu og komust áfram

KR-ingar eru komnir áfram í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta þrátt fyrir 0-2 tap á móti slóvakíska liðinu Zilina í kvöld. KR vann fyrri leikinn 3-0 og vann því 3-2 samanlagt.

Sjá næstu 50 fréttir