Webber telur mögulegt að geta stefnt á sigur 21. maí 2011 21:11 Fremstu menn á morgun, Sebastian Vettel, Mark Webber og Lewis Hamilton. Webber náði besta tíma í dag í tímatökum. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari. Webber og Vettel ræsa í tíunda skipti af tveimur fremstu stöðunum á ráslínu í Formúlu 1 móti með Red Bull liðinu. „Ef allt gengur eins og í sögu, þá munum við að sjálfsögðu geta stefnt á sigur. En maður veit aldrei. Hvað gerðist ekki í Tyrklandi í fyrra og það voru nokkur mót sem Lewis var ekki eins öflugur í tímatökum, en í keppninni gat ég ekki losnað við hann. Ég vona að það verði ekki þannig á morgun", sagði Webber í lok fréttamannafundar á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Í fyrra börðust Webber og Vettel um sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi, en lentu í árekstri, Vettel féll úr leik, Webber tafðist vegna atviksins og Hamilton kom fyrstur í endamark og því minntist Webber á Tyrkland í ummælum sínum á fréttamannafundinum. Webber hefur ekki tekist að vinn mót á þessu ári. Vettel hefur unnið þrjú mót, en Hamilton eitt og Vettel er efstur í stigamótinu með 93 stig, Hamilton er með 59, Webber 55, Button 46 og Alonso 41. Brautin sem ekin er hefur verið notuð frá árinu 1991 og síðustu 10 ára hefur ætíð sá sem er fremstur á ráslínu nælt í gullið. Erfitt hefur þótt að komast framúr á brautinni, en með nýjum dekkjum á þessu ári, KERS kerfi og stillanlegum aftuvæng þykir líklegt að meira verði um framúrakstur á Katalóníu brautinni en áður. Keppnin á Spáni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá og hefst útsendingin kl. 11.30. Formúla Íþróttir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari. Webber og Vettel ræsa í tíunda skipti af tveimur fremstu stöðunum á ráslínu í Formúlu 1 móti með Red Bull liðinu. „Ef allt gengur eins og í sögu, þá munum við að sjálfsögðu geta stefnt á sigur. En maður veit aldrei. Hvað gerðist ekki í Tyrklandi í fyrra og það voru nokkur mót sem Lewis var ekki eins öflugur í tímatökum, en í keppninni gat ég ekki losnað við hann. Ég vona að það verði ekki þannig á morgun", sagði Webber í lok fréttamannafundar á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Í fyrra börðust Webber og Vettel um sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi, en lentu í árekstri, Vettel féll úr leik, Webber tafðist vegna atviksins og Hamilton kom fyrstur í endamark og því minntist Webber á Tyrkland í ummælum sínum á fréttamannafundinum. Webber hefur ekki tekist að vinn mót á þessu ári. Vettel hefur unnið þrjú mót, en Hamilton eitt og Vettel er efstur í stigamótinu með 93 stig, Hamilton er með 59, Webber 55, Button 46 og Alonso 41. Brautin sem ekin er hefur verið notuð frá árinu 1991 og síðustu 10 ára hefur ætíð sá sem er fremstur á ráslínu nælt í gullið. Erfitt hefur þótt að komast framúr á brautinni, en með nýjum dekkjum á þessu ári, KERS kerfi og stillanlegum aftuvæng þykir líklegt að meira verði um framúrakstur á Katalóníu brautinni en áður. Keppnin á Spáni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá og hefst útsendingin kl. 11.30.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira