Handbolti

Sverre og félagar fengu silfur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sverre og félagar misstu af gullinu.
Sverre og félagar misstu af gullinu.
Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt urðu að sætta sig við silfur í EHF-bikarnum eftir tap, 30-26, gegn Göppingen í seinni úrslitaleik liðanna. Göppingen vann einnig fyrri leik liðanna og þá með tveimur mörkum, 23-21.

Sverre náði ekki að skora í leiknum enda eingöngu í vörninni þó svo hann laumi sér með í hraðaupphlaup á stundum.

Þess má geta að Grosswallstadt lagði Hauka á leið sinni í úrslitaleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×