Handbolti

Lærisveinar Dags komnir í annað sætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander var sterkur í kvöld.
Alexander var sterkur í kvöld.
Alexander Petersson var markahæstur í liði Fuchse Berlin í kvöld er það lagði Ahlen-Hamm, 23-28, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Með sigrinum komst Berlin upp í annað sæti deildarinnar en liðið er í harðri baráttu við tvö önnur Íslendingalið - Kiel og Löwen - um annað sætið.

Alexander skoraði fimm mörk í kvöld eins og Austurríkismaðurinn Konrad Wilczynski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×