Fleiri fréttir

Sergio Ramos getur andað léttar - það var til varabikar

Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, komst í heimsfréttirnar þegar hann missti spænska Konungsbikarinn fyrir rútuna sem ók með liðið í sigurhátíðinni eftir að félagið varð spænskur bikarmeistari á miðvikudagskvöldið.

Nigel de Jong: Ég var meðhöndlaður eins og stríðsglæpamaður

Hollenski landsliðsmaðurinn Nigel de Jong var langt frá því að vera vinsælasti knattspyrnumaður heimsins eftir að hann komst upp með fólskulega tæklingu á Xabi Alonso í úrslitaleik HM síðasta sumar. Hann lenti síðan í því að fótbrjóta Hatem Ben Arfa fyrr á þessu tímabili og hefur nú slæmt orð á sér.

Kahn þarf að borga 20 milljónir í sekt fyrir smygl

Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern Munchen og þýska landsliðsins, hefur verið dæmdur til að greiða 125 þúsund evrur eða 20 milljónir íslenskra króna í sekt fyrir að reyna að smygla fatnaði til Þýskalands. Kahn gaf ekki upp lúxus-klæðnað sem hann keypti fyrir meira en 6000 evrur í ferð sinni til Dúbæ.

Varnarlína Barca veikist - Adriano frá í fjórar vikur

Barcelona verður án brasilíska bakvarðarins Adriano næstu fjórar vikurnar eftir að hann meiddist í tapinu á móti Real Madrid í úrslitaleik spænska bikarsins í gær. Adriano meiddist í lok leiksins en var gagnrýndur í spænsku pressunni fyrir að missa af Cristiano Ronaldo þegar Portúgalinn skoraði eina mark leiksins í framlengingunni.

Dalglish ánægður með unglingana Flanagan og Robinson

Jamie Carragher og Andy Carroll verða væntanlega fjarri góðu gammni þegar Liverpool mætir Birmingham City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Kenny Dalglish mun því halda áfram að nota unglingana John Flanagan og Jack Robinson.

Spænska liðið Getafe er nú í eigu viðskiptajöfra frá Dúbæ

Fjárfestingahópurinn Royal Emirates Group frá Dúbæ er búið að kaupa spænska úrvalsdeildarfélagið Getafe og hefur sett stefnuna á að koma félaginu í hóp sex bestu liða Spánar á næsta tímabili. Getafe hefur aðsetur í úthverfum Madrid og ætlar að komast á sama stall og nágrannar þeirra í Real og Atletico.

Stelpurnar unnu Pólland í fyrsta sinn

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta byrjar vel undir stjórn Ágústar Þórs Jóhannssonar en liðið vann 24-22 sigur á Póllandi í dag í æfingaleik í Tyrklandi eftir að hafa unnið heimastúlkur í gær. Íslenska liðið var 12-11 yfir í hálfleik.

Tevez ætti að ná bikarúrslitaleiknum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir góðar líkur á því að fyrirliði sinn, Argentínumaðurinn Carlos Tevez, verði orðinn góður af meiðslum sínum fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Stoke sem fer fram á Wembley 14.maí næstkomandi.

Sölvi Geir orðinn danskur meistari með FCK

Sölvi Geir Ottesen og félagar í FC Kaupmannahöfn urðu í dag danskir meistarar eftir 2-1 útisigur á Lyngby en liðið er með 26 stiga forskot á OB þegar aðeins sjö leikir eru eftir.

Rúrik og félagar töpuðu óvænt á heimavelli

Rúrik Gíslason og félagar í OB Odense töpuðu óvænt á heimavelli í dag á móti FC Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. OB er áfram í 2.sæti þremur stigum á eftir FC Midtjylland sem vann 1-0 sigur á AC Horsens.

Wenger neitar að gefast upp: Þetta er allt galopið ennþá

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekkert að gefa upp vonina að gera að Arsenal að enskum meisturum á ný þrátt fyrir að liðið hafi misst tvo síðustu leiki sína niður í jafntefli og sé sex stigum á eftir toppliði Manchester United þegar aðeins fimm leikir eru eftir.

Rúnar: Ég veit hvar við erum staddir

Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, tókst ekki að koma sínum mönnum í úrslitaleikinn í Lengjubikar karla í fótbolta í gær en KR tapaði þá 0-1 fyrir Fylki í undanúrslitaleik liðanna á Fylkisvellinum.

Víkingar fá finnskan miðjumann að láni frá Örebro

Nýliðar Víkings í Pepsi-deild karla hafa styrkt liðið sitt fyrir átökin sem hefjast eftir rúma viku. Víkingar náðu í morgun samkomulagi við sænska liðið Örebro um að fá finnska miðjumanninn Denis Abdulahi að láni. Þetta kemur fram á víkingur.net.

Marcus tók stigametið af Damon

Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar.

Balotelli gaf heimilislausum manni 200 þúsund krónur

Vandræðagemsinn Mario Balotelli, leikmaður Man. City, á sínar mjúku hliðar þó svo það sé ekki skrifað mikið um þær í breskum fjölmiðlum. Í dag mátti þó finna jákvæða frétt um hann í bresku slúðurblaði.

Elfar, Arnór og Haukur framlengja við Blika

Þrír sterkir leikmenn Breiðabliks hafa gert nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2014. Þetta eru þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason og Haukur Baldvinsson. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í kvöld.

Ronaldo tryggði Real Madrid bikarmeistaratitilinn

Real Madrid varð í kvöld bikarmeistari á Spáni eftir sigur á Barcelona, 1-0, í framlengdum úrslitaleik. Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Þetta er fyrsti titill Real Madrid undir stjórn Jose Mourinho.

Wenger: Mætum brjálaðir í næstu leiki

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, bar sig ágætlega eftir jafnteflið gegn Tottenham í kvöld og þá niðurstöðu að liðið er komið í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Chelsea lagði Birmingham.

Fylkir lagði KR og komst í úrslit

Fylkir komst í kvöld í úrslit Lengjubikarsins í knattspyrnu með sigri á KR, 1-0, en leikið var í skítakulda á Fylkisvellinum.

Sigur í fyrsta leik hjá Ágústi

Ágúst Þór Jóhannsson byrjaði vel með kvennalandslið Íslands í handbolta í dag er það lagði Tyrkland, 27-25, í vináttulandsleik ytra.

Kiel skellti toppliði Hamburgar

Kiel vann sætan sigur á Hamburg í kvöld, 38-35, er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hamburg er svo gott sem búið að hrifsa titilinn af Kiel í ár en sigurinn er mikilvægur fyrir Kiel sem er í harðri baráttu við Rhein-Neckar Löwen um annað sætið í deildinni.

Chelsea komið í annað sætið - Arsenal missteig sig gegn Spurs

Chelsea komst í kvöld upp fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeilinni. Liðin eru jöfn að stigum með 64 stig og sex stigum á eftir toppliði Man. Utd. Chelsea vann öruggan sigur á Birmingham á meðan Arsenal gerði jafntefli við Tottenham í frábærum leik.

Lemgo engin hindrun fyrir Berlin

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Fuchse Berlin styrktu stöðu sína í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Stórkostlegur hrekkur hjá Þórsurum

Það er augljóslega fín stemning í herbúðum nýliða Þórs í Pepsi-deild karla. Liðið var á dögunum í æfingaferð í Portúgal og skemmtu leikmenn sér konunglega.

Vieira: Balotelli er misskilinn

Patrick Vieira, samherji Mario Balotelli hjá Manchester City, segir að skrautleg uppátæki þess síðarnefnda sé bara hluti af því sem geri hann að svo heillandi persónu.

Haug hjá Mercedes hrifinn af frammistöðu nýliðans Paul di Resta

Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi.

KR átti fjóra bestu leikmenn úrslitaeinvígisins

Fjórir KR-ingar voru efstir á listanum yfir hæsta framlagið í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla sem lauk með öruggum sigri KR-inga í fjórða leiknum í Garðabænum í gær. KR vann einvígið 3-1.

Vinna bara á oddaárunum eins og San Antonio Spurs

KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í gær með því að vinna fjórða leikinn í úrslitaeinvígi sínu á móti Stjörnunni. Þetta er í þriðja sinn frá og með árinu 2007 sem Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti Íslandsbikarnum glæsilega en líkt og hjá NBA-liðinu San Antonio Spurs þá hafa KR-ingar bara unnið titilinn á oddaárum síðan að Fannar kom í Vesturbæinn.

Gordon frá í sex mánuði

Skoski markvörðurinn Craig Gordon, leikmaður Sunderland, verður líklega frá næstu sex mánuðina þar sem hann gekkst undir aðgerð á hné í gær.

Iniesta fær að spila gegn Real

Andrés Iniesta, leikmaður Barcelona, verður ekki dæmdur í bann af Knattspyrnusambandi Evrópu og má því taka þátt í báðum undanúrslitaleikjunum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.

Hrafn og Fannar fetuðu í fótspor Gunnars og Einars Bolla

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, og Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, fetuðu í gærkvöldi í fótspor Gunnars Gunnarssonar og Einars Bollasonar þegar KR-ingar urðu Íslandsmeistarar. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn í 32 ár sem KR vinnur tvöfalt í karlakörfunni, það er verður Íslandsmeistari og bikarmeistari á sama tímabilinu.

L'Equipe: Frakkarnir hjá Arsenal vilja komast burt frá félaginu

Franska blaðið L'Equipe heldur því fram að Samir Nasri og fjórir landar hans hjá Arsenal vilji komast burt frá félaginu í sumar. Nasri hefur átt sitt besta tímabil með Arsenal en fær ekki að spila sína uppáhaldsstöðu þegar fyrirliðinn Cesc Fabregas er heill.

Sjá næstu 50 fréttir