Marcus tók stigametið af Damon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2011 07:00 Marcus Walker átti einstaka úrslitakeppni með KR.Fréttablaðið/Anton Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar. Marcus sló nefnilega tólf ára stigamet Damons Johnson með því að skora 332 stig í 11 leikjum KR í úrslitakeppninni en það gera 30,2 stig að meðaltali í leik. Walker bætti metið þegar hann gerði nánast út um leikinn með frábærum þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum á þriðjudagskvöldið. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, ætlar að semja við Marcus og alla aðra leikmenn liðsins fyrir lokahóf KKÍ. "Ég sest niður með honum áður en hann fer aftur til Bandaríkjanna og vænti þess að við skrifum undir samning. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort það verða einhver ákvæði í þeim samningi um tilboð frá liðum utan Íslands. Þá væri honum eins og gefur að skilja heimilt að stökkva á það enda eru eru meiri peningar í boði," segir Böðvar. "Þessi strákur er bara topp eintak og mér myndi ekki bregða við það ef hann kæmi aftur til Íslands og tæki annað ár með okkur. Honum líður mjög vel hérna og nýtur sín virkilega. Þetta er líka kornungur strákur og það væri ekkert vitlaust fyrir hann að taka eitt ár til viðbótar hér," segir Böðvar. Damon og Walker eru nú tveir af aðeins fjórum meðlimum í 300 stiga klúbbnum því Damon bætti á sínum tíma met Rondey Robinson sem skoraði 313 stig með Njarðvík í úrslitakeppninni 1995. Derrick Allen var síðastur á undan Walker til að bætast í hópinn. Marcus Walker skoraði 33 stig eða meira í þremur síðustu leikjum KR-liðsins í úrslitakeppninni, rauf 30 stiga múrinn í sex leikjum og var með 20 stig eða meira í öllum ellefu leikjunum. Walker var með 32,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu þar sem hann hitti úr 67 prósentum þriggja stiga skota sinna (14 af 21) og tapaði aðeins 2 boltum á 143 mínútum. Dominos-deild karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar. Marcus sló nefnilega tólf ára stigamet Damons Johnson með því að skora 332 stig í 11 leikjum KR í úrslitakeppninni en það gera 30,2 stig að meðaltali í leik. Walker bætti metið þegar hann gerði nánast út um leikinn með frábærum þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum á þriðjudagskvöldið. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, ætlar að semja við Marcus og alla aðra leikmenn liðsins fyrir lokahóf KKÍ. "Ég sest niður með honum áður en hann fer aftur til Bandaríkjanna og vænti þess að við skrifum undir samning. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort það verða einhver ákvæði í þeim samningi um tilboð frá liðum utan Íslands. Þá væri honum eins og gefur að skilja heimilt að stökkva á það enda eru eru meiri peningar í boði," segir Böðvar. "Þessi strákur er bara topp eintak og mér myndi ekki bregða við það ef hann kæmi aftur til Íslands og tæki annað ár með okkur. Honum líður mjög vel hérna og nýtur sín virkilega. Þetta er líka kornungur strákur og það væri ekkert vitlaust fyrir hann að taka eitt ár til viðbótar hér," segir Böðvar. Damon og Walker eru nú tveir af aðeins fjórum meðlimum í 300 stiga klúbbnum því Damon bætti á sínum tíma met Rondey Robinson sem skoraði 313 stig með Njarðvík í úrslitakeppninni 1995. Derrick Allen var síðastur á undan Walker til að bætast í hópinn. Marcus Walker skoraði 33 stig eða meira í þremur síðustu leikjum KR-liðsins í úrslitakeppninni, rauf 30 stiga múrinn í sex leikjum og var með 20 stig eða meira í öllum ellefu leikjunum. Walker var með 32,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu þar sem hann hitti úr 67 prósentum þriggja stiga skota sinna (14 af 21) og tapaði aðeins 2 boltum á 143 mínútum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum