Fleiri fréttir

Einar Árni: Töpuðum á varnarleiknum

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur við varnarleik síns liðs í kvöld. Njarðvíkingar töpuðu með tólf stiga mun fyrir KR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta.

Ólafur: Spiluðum betri vörn

Ólafur Ólafsson sýndi frábæra takta í kvöld og kórónaði góðan leik þegar hann stal boltanum í blálokin og tryggði sínum mönnum í Grindavík sigur á Stjörnunni með tilþrifamikilli troðslu.

Fannar: Verða einn til tveir með blóðnasir

Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var hæstánægður eftir sigur KR á Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið er því komið í forystu í einvíginu og getur klárað dæmið í Njarðvík á sunnudag. Fannar veit vel að það er bara hálfur sigur unninn.

Helgi Jónas: Baráttan komin aftur

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld en þar með eru Grindvíkingar komnir í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla.

Tjörvi kom Haukum upp í fjórða sætið

Tjörvi Þorgeirsson tryggði Haukum mikilvægan 29-28 sigur á HK á Ásvöllum í kvöld í baráttu liðanna í 4. og 5. sætinu í N1 deild karla. Með sigrinum tóku Haukar fjórða sætið af Kópavogsliðinu og unnu jafnframt sinn fyrsta sigur undir stjórn þeirra Gunnars Bergs Viktorssonar og Birkis Ívars Guðmundssonar.

Umfjöllun: Naumur sigur Grindavíkur

Grindavík er komið í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deild karla. Grindvíkingar unnu nauman sigur á heimavelli, 90-83, eftir hörkuspennandi viðureign.

Valsmenn fóru illa með Framara og FH vann Aftureldingu létt

Valsmenn unnu auðveldan tíu marka sigur á Fram í N1 deild karla í handbolta í kvöld og FH-ingar minnkuðu á sama tíma forskot Akureyrar á toppnum í fimm stig með því að vinna ellefu marka sigur á Aftureldingu í Kaplakrika.

KR-ingar frábærir í seinni hálfleik og 1-0 yfir á móti Njarðvík

Marcus Walker fór í gang í seinni hálfleik og KR-ingar unnu öruggan tólf stiga sigur, 92-80, á Njarðvík í fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla. KR er því 1-0 yfir en næsti leikur er í Njarðvík á sunnudagskvöldið.

Gamli þjálfari Gylfa Þór tekur við liði Schalke

Ralf Rangnick, fyrrum þjálfari Gylfa Þór Sigurðssonar hjá Hoffenheim, hefur verið ráðinn þjálfari Schalke 04 daginn eftir að félagið rak Felix Magath. Schalke verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á morgun en liðið er bara í 10. sæti í þýsku úrvalsdeildinni.

Akureyringar náðu bara jafntefli á Selfossi

Akureyringar náði aðeins 31-31 jafntefli á Selfossi í kvöld í leik liðanna í N1 deild karla í handbolta en þeir eru engu að síður komnir með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.

Framkonur skoruðu 42 mörk á móti Gróttu

Bikarmeistarar Fram unnu 25 marka sigur á Gróttu, 42-17, í Safamýrinni í kvöld í lokaleik liðanna í N1 deild kvenna í handbolta. Leiknum var flýtt en aðrir leikir í lokaumferðinni fara fram um næstu helgi.

Manchester City vann en féll samt úr leik

Manchester City féll í kvöld út úr 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 1-0 sigur á úkraínska liðinu Dynamo Kiev í seinni leik liðanna. Dynamo Kiev vann fyrri leikinn 2-0 og þar með 2-1 samanlagt.

UEFA dæmdi Wenger og Nasri báða í leikbann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal og franski miðjumaðurinn Samir Nasri voru báðir dæmdir í eins leiks bann af aganefnd UEFA í dag. Þeir fara í bann fyrir framkomu sína gagnvart svissneska dómaranum Massimo Busacca eftir tap liðsins í seinni leiknum á móti Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku.

Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins

Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku.

Sara Björk til reynslu hjá Malmö

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsson er stödd í Tyrklandi þar sem hún er við æfingar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Malmö.

Ferguson ætlar ekki að áfrýja

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar ekki að áfrýja dómi aganefndar enska knattspyrnusambandsins sem féll í vikunni.

Wenger staðfestir að Lehmann verði með Arsenal út tímabilið

Arsène Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að félagið sé búið að gera samning við þýska markvörðinn Jens Lehmann út tímabilið. Lehmann mun verða varamarkvörður Manuel Almunia þar sem að allir aðrir markverðir liðsins eru frá vegna meiðsla.

Kara getur mögulega spilað með KR um helgina

Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ.

Schumacher er vongóður um að geta keppt til sigurs í einhverjum mótum

Michael Schumacher ekur með Mercedes Formúlu 1 liðinu í ár, eins og í fyrra, en hann mætti til leiks á ný eftir þriggja ára hlé 2010. Í dag segist hann njóta þess að keppa með Mercedes, en keppnislið hans sendi frá sér viðtal við kappann, sem birtist á autosport.com í dag og neðan er hluti þess í lauslegri þýðingu.

Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið.

Drogba er ekki í neinni fýlu

Það er endalaust slúðrað um að Didier Drogba sé ósáttur í herbúðum Chelsea og hann hefur ekki undan að neita slíkum sögusögnum í fjölmiðlum.

IE-deildin: Ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð

"Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið,“ sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn.

Rio spilar hugsanlega ekki meira í vetur

Rio Ferdinand hefur misst af mörgum leikjum Man. Utd í vetur vegna meiðsla og nú gæti farið svo að hann spili hreinlega ekki meira á þessu tímabili.

Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík

Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign.

Gunnar Heiðar: Of gott tækifæri til að sleppa því

„Þetta var alls ekkert auðveld ákvörðun en ég spurði mig að því hvenær ég fengi aftur svona gott tækifæri. Á endanum ákvað ég því að taka slaginn," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson við Vísi en hann skrifaði undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping um tíuleytið í morgun.

Hrefna Huld farin í Mosfellsbæinn

Markadrottningin Hrefna Huld Jóhannesdóttir skrifaði í gær undir samning við Aftureldingu. Hrefna Huld verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá liðinu sem er þjálfað af John Andrews.

Torres byrjar gegn Man. City

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur staðfest að Fernando Torres verði í byrjunarliði félagsins er það mætir Man. City um helgina.

NBA: Oklahoma skellti Miami

Oklahoma Thunder vann sinn fimmta leik í röð í NBA-deildinni í nótt er það mætti sólstrandargæjunum í Miami Heat. Þetta var fyrsta tap Miami í fjórum leikjum.

Mourinho: Titlarnir munu koma

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var afslappaður á blaðamannafundi eftir 3-0 sigur Real Madrid á Lyon í Meistaradeildinni í kvöld. Portúgalski þjálfarinn vildi ekki gera alltof mikið úr því að Real tækist loksins að komast í átta liða úrslitin í keppninni eftir sjö ára fjarveru.

Fulham reisir styttu af Michael Jackson fyrir utan Craven Cottage

Fulham ætlar að heiðra minningu Michael Jackson og vinskapar hans við eiganda félagsins, Mohamed Al Fayed, með því að reisa stytta af konungi popsins fyrir utan Craven Cottage. Styttan verður vígð 3. apríl eða fyrir leik á móti Blackpool í ensku úrvalsdeildinni.

Jalen Rose veldur fjarðafoki eftir uppljóstranir í heimildarmynd

Jalen Rose, fyrrum NBA-leikmaður og núverandi sérfræðingur hjá ESPN-sjónvarpsstöðinni, kom af stað þó nokkru fjölmiðlafári vegna ummæla sinna í heimildarmyndinni Fab Five en þar sem hann tjáði mjög sterkar skoðanir sínar á körfuboltaliði Duke háskólans.

Ancelotti: Allir sóknarmennirnir mínir eru frábærir

Chelsea komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli á heimavelli á móti danska liðinu FC Kaupamannahöfn í kvöld. Chelsea fékk fjölda færa en það gekk ekkert upp fyrir framan markið.

Sjá næstu 50 fréttir