María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2011 14:34 María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar í leik Hauka og KR fyrr í þessum mánuði. Myndband af atvikinu birtist hér á Vísi í dag og má með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Dómarar leiksins ráku Margréti Köru úr húsi í leiknum og kærðu hana fyrir aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Þeim þótti sýnt að Margrét Kara hefði ráðist á Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmann Hauka, og að hún hafi sveiflað „útréttri hægri hendi með krepptum hnefa af miklu afli sem lenti harkalega á kjálka leikmanns Hauka þannig að höfuð hans kipptist til og hann féll í gólfið,“ eins og segir í lýsingu dómaranna, Kristins Óskarssonar og Jakobs Árna Ísleifssonar. Niðurstaða aganefndarinnar er sú að Margrét Kara hafi slegið leikmann Hauka í andlitið án nokkurs tilefnis. Samkvæmt reglum KKÍ var henni heimilt að dæma leikmanninn í allt að 3ja mánaða eða tólf leikja bann en komst aganefndin að þeirri niðurstöðu að alvarleiki slíkrar háttsemi kalli á tveggja leikja bann. „Til þess að vera góður íþróttamaður þarf meira til en að vera bara flinkur leikmaður,“ sagði María Lind í samtali við Vísi. „Við hlaupum samhliða og ég veit ekki fyrr en ég fæ högg í andlitið, algjörlega af tilefnislausu. Þetta var alls ekki grófur leikur og hann var mjög vel dæmdur. Lýsing dómara í þeirra skýrslu er mjög góð.“ Hún fór undir læknishendur strax að leiknum loknum og var send í bæði röntgenmyndatöku og sneiðmyndatöku. „Ég var ekki brotin, sem betur fer, en það er líklegt að það hafi blætt inn á kjálkaliðinn. Ég er enn aum í dag en þetta fór betur en á horfðist.“ „Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður og þetta kom mér algjörlega á óvart. Ég veit ekki fyrr en ég fæ kjaftshögg og það algerlega upp úr þurru.“ Hún segist ekki ánægð með niðurstöðu aganefndarinnar en körfuknattleiksdeild Hauka hefur nú ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ. „Mér finnst allt of létt tekið á þessu og ég er ekki sátt. Það þarf að taka fastar á svona atvikum enda tilefnislaus árás sem á ekkert skylt almennt við íþróttir,“ sagði María Lind. „Svona lagað á ekki að geta gerst. Þetta er íþróttinni alls ekki til framdráttar.“ Körfuknattleiksdeild KR skilaði inn greinagerð til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Þar er því haldið fram að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Leikmaður KR hafði verið stiginn út af leikmanni Hauka og bregst ósjálfrátt við með því að slemba hendinni á móti þegar hún hleypur í vörn. Við það lendir framhandleggur leikmanns KR á leikmanni Hauka.“ Enn fremur er því mótmælt að um að viöbrögð Margrétar Köru hafi ekki verið ósjálfráða enda hafi hún snúið baki í leikmann Hauka. María Lind gefur ekki mikið fyrir þessar skýringar. „Mér finnst þessi viðbrögð frá KR alger brandari og alveg út í hött.“ Körfubolti Tengdar fréttir Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar í leik Hauka og KR fyrr í þessum mánuði. Myndband af atvikinu birtist hér á Vísi í dag og má með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Dómarar leiksins ráku Margréti Köru úr húsi í leiknum og kærðu hana fyrir aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Þeim þótti sýnt að Margrét Kara hefði ráðist á Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmann Hauka, og að hún hafi sveiflað „útréttri hægri hendi með krepptum hnefa af miklu afli sem lenti harkalega á kjálka leikmanns Hauka þannig að höfuð hans kipptist til og hann féll í gólfið,“ eins og segir í lýsingu dómaranna, Kristins Óskarssonar og Jakobs Árna Ísleifssonar. Niðurstaða aganefndarinnar er sú að Margrét Kara hafi slegið leikmann Hauka í andlitið án nokkurs tilefnis. Samkvæmt reglum KKÍ var henni heimilt að dæma leikmanninn í allt að 3ja mánaða eða tólf leikja bann en komst aganefndin að þeirri niðurstöðu að alvarleiki slíkrar háttsemi kalli á tveggja leikja bann. „Til þess að vera góður íþróttamaður þarf meira til en að vera bara flinkur leikmaður,“ sagði María Lind í samtali við Vísi. „Við hlaupum samhliða og ég veit ekki fyrr en ég fæ högg í andlitið, algjörlega af tilefnislausu. Þetta var alls ekki grófur leikur og hann var mjög vel dæmdur. Lýsing dómara í þeirra skýrslu er mjög góð.“ Hún fór undir læknishendur strax að leiknum loknum og var send í bæði röntgenmyndatöku og sneiðmyndatöku. „Ég var ekki brotin, sem betur fer, en það er líklegt að það hafi blætt inn á kjálkaliðinn. Ég er enn aum í dag en þetta fór betur en á horfðist.“ „Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður og þetta kom mér algjörlega á óvart. Ég veit ekki fyrr en ég fæ kjaftshögg og það algerlega upp úr þurru.“ Hún segist ekki ánægð með niðurstöðu aganefndarinnar en körfuknattleiksdeild Hauka hefur nú ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ. „Mér finnst allt of létt tekið á þessu og ég er ekki sátt. Það þarf að taka fastar á svona atvikum enda tilefnislaus árás sem á ekkert skylt almennt við íþróttir,“ sagði María Lind. „Svona lagað á ekki að geta gerst. Þetta er íþróttinni alls ekki til framdráttar.“ Körfuknattleiksdeild KR skilaði inn greinagerð til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Þar er því haldið fram að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Leikmaður KR hafði verið stiginn út af leikmanni Hauka og bregst ósjálfrátt við með því að slemba hendinni á móti þegar hún hleypur í vörn. Við það lendir framhandleggur leikmanns KR á leikmanni Hauka.“ Enn fremur er því mótmælt að um að viöbrögð Margrétar Köru hafi ekki verið ósjálfráða enda hafi hún snúið baki í leikmann Hauka. María Lind gefur ekki mikið fyrir þessar skýringar. „Mér finnst þessi viðbrögð frá KR alger brandari og alveg út í hött.“
Körfubolti Tengdar fréttir Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53