María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2011 14:34 María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar í leik Hauka og KR fyrr í þessum mánuði. Myndband af atvikinu birtist hér á Vísi í dag og má með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Dómarar leiksins ráku Margréti Köru úr húsi í leiknum og kærðu hana fyrir aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Þeim þótti sýnt að Margrét Kara hefði ráðist á Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmann Hauka, og að hún hafi sveiflað „útréttri hægri hendi með krepptum hnefa af miklu afli sem lenti harkalega á kjálka leikmanns Hauka þannig að höfuð hans kipptist til og hann féll í gólfið,“ eins og segir í lýsingu dómaranna, Kristins Óskarssonar og Jakobs Árna Ísleifssonar. Niðurstaða aganefndarinnar er sú að Margrét Kara hafi slegið leikmann Hauka í andlitið án nokkurs tilefnis. Samkvæmt reglum KKÍ var henni heimilt að dæma leikmanninn í allt að 3ja mánaða eða tólf leikja bann en komst aganefndin að þeirri niðurstöðu að alvarleiki slíkrar háttsemi kalli á tveggja leikja bann. „Til þess að vera góður íþróttamaður þarf meira til en að vera bara flinkur leikmaður,“ sagði María Lind í samtali við Vísi. „Við hlaupum samhliða og ég veit ekki fyrr en ég fæ högg í andlitið, algjörlega af tilefnislausu. Þetta var alls ekki grófur leikur og hann var mjög vel dæmdur. Lýsing dómara í þeirra skýrslu er mjög góð.“ Hún fór undir læknishendur strax að leiknum loknum og var send í bæði röntgenmyndatöku og sneiðmyndatöku. „Ég var ekki brotin, sem betur fer, en það er líklegt að það hafi blætt inn á kjálkaliðinn. Ég er enn aum í dag en þetta fór betur en á horfðist.“ „Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður og þetta kom mér algjörlega á óvart. Ég veit ekki fyrr en ég fæ kjaftshögg og það algerlega upp úr þurru.“ Hún segist ekki ánægð með niðurstöðu aganefndarinnar en körfuknattleiksdeild Hauka hefur nú ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ. „Mér finnst allt of létt tekið á þessu og ég er ekki sátt. Það þarf að taka fastar á svona atvikum enda tilefnislaus árás sem á ekkert skylt almennt við íþróttir,“ sagði María Lind. „Svona lagað á ekki að geta gerst. Þetta er íþróttinni alls ekki til framdráttar.“ Körfuknattleiksdeild KR skilaði inn greinagerð til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Þar er því haldið fram að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Leikmaður KR hafði verið stiginn út af leikmanni Hauka og bregst ósjálfrátt við með því að slemba hendinni á móti þegar hún hleypur í vörn. Við það lendir framhandleggur leikmanns KR á leikmanni Hauka.“ Enn fremur er því mótmælt að um að viöbrögð Margrétar Köru hafi ekki verið ósjálfráða enda hafi hún snúið baki í leikmann Hauka. María Lind gefur ekki mikið fyrir þessar skýringar. „Mér finnst þessi viðbrögð frá KR alger brandari og alveg út í hött.“ Körfubolti Tengdar fréttir Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar í leik Hauka og KR fyrr í þessum mánuði. Myndband af atvikinu birtist hér á Vísi í dag og má með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Dómarar leiksins ráku Margréti Köru úr húsi í leiknum og kærðu hana fyrir aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Þeim þótti sýnt að Margrét Kara hefði ráðist á Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmann Hauka, og að hún hafi sveiflað „útréttri hægri hendi með krepptum hnefa af miklu afli sem lenti harkalega á kjálka leikmanns Hauka þannig að höfuð hans kipptist til og hann féll í gólfið,“ eins og segir í lýsingu dómaranna, Kristins Óskarssonar og Jakobs Árna Ísleifssonar. Niðurstaða aganefndarinnar er sú að Margrét Kara hafi slegið leikmann Hauka í andlitið án nokkurs tilefnis. Samkvæmt reglum KKÍ var henni heimilt að dæma leikmanninn í allt að 3ja mánaða eða tólf leikja bann en komst aganefndin að þeirri niðurstöðu að alvarleiki slíkrar háttsemi kalli á tveggja leikja bann. „Til þess að vera góður íþróttamaður þarf meira til en að vera bara flinkur leikmaður,“ sagði María Lind í samtali við Vísi. „Við hlaupum samhliða og ég veit ekki fyrr en ég fæ högg í andlitið, algjörlega af tilefnislausu. Þetta var alls ekki grófur leikur og hann var mjög vel dæmdur. Lýsing dómara í þeirra skýrslu er mjög góð.“ Hún fór undir læknishendur strax að leiknum loknum og var send í bæði röntgenmyndatöku og sneiðmyndatöku. „Ég var ekki brotin, sem betur fer, en það er líklegt að það hafi blætt inn á kjálkaliðinn. Ég er enn aum í dag en þetta fór betur en á horfðist.“ „Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður og þetta kom mér algjörlega á óvart. Ég veit ekki fyrr en ég fæ kjaftshögg og það algerlega upp úr þurru.“ Hún segist ekki ánægð með niðurstöðu aganefndarinnar en körfuknattleiksdeild Hauka hefur nú ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ. „Mér finnst allt of létt tekið á þessu og ég er ekki sátt. Það þarf að taka fastar á svona atvikum enda tilefnislaus árás sem á ekkert skylt almennt við íþróttir,“ sagði María Lind. „Svona lagað á ekki að geta gerst. Þetta er íþróttinni alls ekki til framdráttar.“ Körfuknattleiksdeild KR skilaði inn greinagerð til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Þar er því haldið fram að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Leikmaður KR hafði verið stiginn út af leikmanni Hauka og bregst ósjálfrátt við með því að slemba hendinni á móti þegar hún hleypur í vörn. Við það lendir framhandleggur leikmanns KR á leikmanni Hauka.“ Enn fremur er því mótmælt að um að viöbrögð Margrétar Köru hafi ekki verið ósjálfráða enda hafi hún snúið baki í leikmann Hauka. María Lind gefur ekki mikið fyrir þessar skýringar. „Mér finnst þessi viðbrögð frá KR alger brandari og alveg út í hött.“
Körfubolti Tengdar fréttir Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum