Fleiri fréttir

Íþróttir geta verið sársaukafullar

Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að lið sitt hafi gert mistök sem kostuðu Fernando Alonso möguleikann á meistaratitli ökumanna í gær í lokamótinu í Abu Dhabi.

NBA: Lakers tapaði fyrsta heimaleiknum - sjö í röð hjá Spurs

Phoenix Suns skoraði 22 þriggja stiga körfur og varð fyrsta liðið til þess að vinna NBA-meistara Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra í Staples Center í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio Spurs vann jafnframt sinn sjöunda leik í röð með útisigri í Oklahoma City.

Íþróttaandinn færði Red Bull tvo titla

Christian Horner hjá Red Bull telur að sterkur liðsandi hjá Red Bull hafi fært þeim báða meistaratitla í Formúlu 1, en Sebastian Vettel tryggði liðinu titil ökumanna í gær. Um síðustu helgi vann liðið titil bílasmiða.

Nonni Mæju: Þeir brotnuðu hægt og rólega

„Við töluðum saman í hálfleik og ákváðum í sameiningu að rífa okkur upp," sagði Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, eftir að Snæfell sótti bæði stigin til ÍR í kvöld.

Vettel grét af gleði í endamarkinu

Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi.

Ancelotti: Þetta var vondur dagur

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var ekki í góðu skapi eftir að hans lið hafði verið flengt á heimavelli gegn Sunderland. Hann sagði að sitt lið hefði einfaldlega ekki átt góðan dag.

Alonso svekktur eftir mistök Ferrari

Fernando Alonso segir að Ferrari hafi gert mistök þegar liðið lét hann taka þjónustuhlé í mótinu í Abu Dhabi í dag, skömmu eftir að Mark Webber tók sitt hlé. Báðir féllu þeir niður listann, Alonso úr því fjórða og náði aðeins sjöunda sæti, en þurfti það fjórða til að verða meistari á eftir Sebastian Vettel sem vann sigur í mótinu og varð meistari.

Real Madrid aftur á toppinn

Real Madrid komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er það lagði Sporting Gijon, 0-1, á útivelli. Það var Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain sem skoraði eina mark leiksins.

Sunderland pakkaði Chelsea saman

Sunderland gerði sér lítið fyrir í dag og skellti Chelsea, 0-3, á Stamford Bridge. Þetta var enginn heppnissigur enda var Sunderland mun betra liðið allan leikinn.

Fyrsta tap Löwen undir stjórn Guðmundar

Rhein-Neckar Löwen mistókst að komast á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag er það sótti Flensburg heim. Flensburg hafði betur í hörkuleik, 32-31.

Haukar kallaðir HK af Grosswallstadt

Það styttist í að Haukar mæti þýska úrvalsdeildarliðinu Grosswallstadt í EHF-bikarnum en liðin mætast ytra um næstu helgi.

Tap hjá Gylfa og félögum

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Hoffenheim í dag tapaði á heimavelli gegn Freiburg. Gylfi Þór spilaði allan leikinn.

Nelson tryggði Orlando sigur

Jameer Nelson tryggði Orlando Magic sigur gegn New Jersey Nets í NBA deildinni í körfuknattleik. Leikstjórnandinn skoraði 4 sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir að Orlando tapaði sínum þriðja leik í röð. Lokatölur 91-90.

Arsenal í annað sætið

Arsenal skaust upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið lagði Everton, 1-2, á Goodison Park.

Kolbeinn tryggði AZ sigur á Ajax

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði seinna mark AZ Alkmaar í dag sem vann góðan heimasigur, 2-0, á Ajax.

Garðar bikarmeistari í Noregi

Garðar Jóhannsson og félagar í norska liðinu Strömsgodset urðu í dag bikarmeistarar er þeir lögðu B-deildarliðið Follo, 2-0, í úrslitaleik.

Sebastian Vettel heimsmeistari í Formúlu 1

Sebastian Vettel varð í dag yngsti heimsmeistari í Formúlu 1-kappakstrinum frá upphafi. Hann vann lokamótið í Abu Dhabi og það dugði honum til sigurs í stigakeppninni. Vettel er aðeins 23 ára gamall.

Löwen getur komist á toppinn í dag

Það er sannkallaður stórleikur í þýska handboltanum í dag þegar Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen mætir Flensburg. Þetta er fyrsti leikurinn í þriggja leikja hrinu hjá Löwen þar sem mikið er undir.

Myndbönd frá átta leikjum í enska boltanum

Átta leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þar sem að 2:0 sigur Stoke gegn Liverpool vakti mesta athygli. Á visir.is er hægt að sjá brot úr öllum leikjum gærdagsins og öll mörkin.

Drogba vill enda ferilinn hjá Chelsea

Didier Drogba er afar ánægður með lífið hjá Chelsea og hann hefur nú lýst því yfir að hann vilji enda ferilinn hjá félaginu.

Capello valdi fjóra nýja leikmenn

Það er talsvert af nýjum andlitum í enska landsliðshópnum sem mun mæta Frökkum í vináttulandsleik í næstu viku. Jay Bothroyd, Chris Smalling, Andy Carroll og Jordan Henderson koma allir nýir inn í hópinn hjá Fabio Capello.

Íslendingar spenntir á lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi

Íslenskir áhorfendur er á mótssvæðinu í Abu Dhabi þar sem lokamótið í Formúlu 1 fer fram í dag og fjórir ökumenn keppa um meistaratitilinn. Meðal þeirra eru hjóninn Elín Reynisdóttir og Már Ormarsson, en Már starfar sem flugumferðarstjóri í Dubai.

Jón Guðni kallaður inn í landsliðið

Ólafur Jóhannesson, A-landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur þurft að gera enn eina breytinguna á landsliðshópi sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Ísrael í næstu viku.

Moratti hefur tröllatrú á Benitez

Stórleikur dagsins í ítalska boltanum er viðureign Inter og AC Milan. Rafa Benitez, þjálfari Inter, fékk stuðningsyfirlýsingu fyrir leikinn frá stjórnarformanni félagsins.

Massa: Alonso með ásana í hendi

Felipe Massa líkir stöðu Fernando Alonso í lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi í dag við það þegar pókerspilari er með ásanna í hendi. Alonso er þriðji á ráslínu á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Alonso er efstur í stigamóti ökmanna á undan Mark Webber, en þeir og Vettel og Hamilton eiga möguleika á meistaratitlinum í dag.

Pienaar fer frítt frá Everton

David Moyes, stjóri Everton, hefur játað sig sigraðan í baráttunni um að fá Steven Pienaar til þess að skrifa undir nýjan samning við félagið. Pienaar mun því fara frítt frá félaginu næsta sumar.

Horfur á sögulegum Formúlu 1 spennutrylli

Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna.

Allt í góðu hjá Forlan og Flores

Diego Forlan hefur ítrekaður verið sagður á förum frá Atletico Madrid en sjálfur segist hann ekki vera að fara neitt þó svo áhugi stórliða á honum sé mikill.

Hvað segja keppinautar Vettels um stöðuna?

Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton.

Vettel: Gæti ekki verið í betri stöðu

Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir titilslag fjögurra ökumanna í Abu Dhabi á sunnudag. Hann stefnir á sigur og að verða yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Vettel varð aðeins 31/1000 á undan Lewis Hamilton

Forseti Sampdoria er með Cassano-vírusinn

Ricardo Garrone, forseti Sampdoria, hefur engan áhuga á því að sættast við framherjann Antonio Cassano en Sampdoria sækir nú mál fyrir dómstólum svo það geti sagt upp samningnum við leikmanninn.

Sigur hjá Þóri en tap hjá Aroni og félögum

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Hannover Burgdorf máttu þola tap, 22-25, gegn Göppingen í kvöld. Leikurinn var í járnum lengst af en Göppingen var sterkara á lokasprettinum og tryggði sér sigur.

Stoke vann sannfærandi sigur á Liverpool

Vandræðagangur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í dag er liðið tapaði fyrir Stoke, 2-0. Sigur Stoke var fyllilega sanngjarn enda var liðið mun sterkara nær allan leikinn.

Sjá næstu 50 fréttir