Handbolti

Sigfús skoraði í fyrsta leik og Emsdetten vann toppliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigfús og Patrekur.
Sigfús og Patrekur.

Sigfús Sigurðsson byrjar feril sinn hjá þýska B-deildarliðinu Emsdetten vel því hann skoraði eitt mark í óvæntum fimm marka sigri liðsins, 33-28, á toppliði Minden.

Sigfús gekk í raðir félagsins á dögunum en það er í miklum vandræðum vegna meiðsla leikmanna en fjölmargir leikmenn liðsins eru meiddir sem stendur.

Patrekur Jóhannesson er þjálfari liðsins og Hreiðar Levý Guðmundsson stendur á milli stanganna hjá þeim.

Emsdetten er í tíunda sæti 2. deildar norður eftir leikinn en Minden heldur toppsætinu þó svo það hafi tapað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×