Handbolti

Fyrsta tap Löwen undir stjórn Guðmundar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur hafði hægt um sig í dag.
Ólafur hafði hægt um sig í dag.

Rhein-Neckar Löwen mistókst að komast á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag er það sótti Flensburg heim. Flensburg hafði betur í hörkuleik, 32-31.

Staðan í hálfleik var 16-16 og leikurinn æsispennandi allt til enda. Ólafur Stefánsson skoraði eitt mark fyrir Löwen.

Þetta var fyrsta tap Löwen undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar en hann hafði stýrt liðinu í ellefu leikjum í röð án þess að tapa.

Tapið er ekki gott veganesti í næstu leiki sem eru gegn Kiel og Hamburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×