Handbolti

Löwen getur komist á toppinn í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er sannkallaður stórleikur í þýska handboltanum í dag þegar Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen mætir Flensburg. Þetta er fyrsti leikurinn í þriggja leikja hrinu hjá Löwen þar sem mikið er undir.

Næstu tveir leikir Löwen eru nefnilega gegn liðunum sem eru fyrir ofan félagið í töflunni - Kiel og Hamburg.

Löwen er sem stendur stigi á eftir báðum liðum og fer á toppinn með sigri í dag.

Það verður því mikið álag á lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar næstu vikurnar en þeir verða einnig á ferðinni í Meistaradeildinni þar sem bíða liðsins erfiðir leikir.

Guðmundi hefur gengið afar vel með liðið en það hefur ekki enn tapað leik síðan hann tók við því.

Leikur Löwen og Flensburg í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×