Fleiri fréttir

Lippi gæti þjálfað Heiðar

Flavio Briatore, annar eigandi QPR, hefur sett stefnuna á að fá Marcello Lippi, fyrrum landsliðsþjálfara Ítalíu, til félagsins takist því að komast upp í úrvalsdeildina.

Segir Edinson Cavani vera betri en Fernando Torres

Paolo Rossi, hetja Ítala á HM 1982, hefur mikla trú á 23 ára framherja Napoli-liðsins, Edinson Cavani, en Úrúgvæmaðurinn verður í sviðsljósinu þegar Napoli tekur á móti Liverpool í Evrópudeildinni annað kvöld. Rossi segir að eins og staðan sé í dag þá sé Edinson Cavani betri en Fernando Torres hjá Liverpool.

Pierluigi Casiraghi hættur með 21 árs landslið Ítala

Ítalska 21 árs landsliðinu tókst ekki að komast í úrslitakeppni EM eins og því íslenska og það voru mikil vonbrigði fyrir ítalska knattspyrnu. Pierluigi Casiraghi, þjálfari ítalska 21 árs liðsins, hefur í kjölfarið hætt sem þjálfari liðsins.

Heimsklassa þrenna Gareth Bale - myndir

Gareth Bale skoraði stórkostlega þrennu fyrir Tottenham í 3-4 tapi liðsins á móti Inter Milan á Giuseppe Meazza vellinum í Mílanó í Meistaradeildinni í kvöld.

Redknapp: Ekki hægt að finna betri vinstri vængmann í heiminum

„Við vorum komnir í mikil vandræði þegar við vorum lentir 4-0 undir og þetta hefði getað endað mjög illa. Við hefðum alveg getað endað með sjö, átta eða níu marka tap með tíu menn á móti Inter Milan," sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham eftir 3-4 tap liðsins á móti Inter í Meistaradeildinni í kvöld.

Íslandsmeistarar Vals áfram með fullt hús

Valskonur unnu öruggan ellefu marka sigur á HK, 30-19, í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en Valur er því ásamt Fram eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla sína leiki. Framkonur hafa þó leikið leik fleiri og eru því með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistarana.

Njarðvíkurkonur burstuðu Fjölni í Ljónagryfjunni

Njarðvík vann sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna þegar liðið vann 40 stiga sigur á Fjölni, 90-50, í lokaleik þriðju umferðar í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Gareth Bale: Ég var bara að reyna að koma okkur aftur inn í leikinn

„Við vorum einbeitingarlausir í upphafi leiks og erum hreinlega ekki með á hreinu hvað gerðist eiginlega," sagði Tottenham-maðurinn Gareth Bale eftir 4-3 tap á móti Inter í kvöld en Spurs-liðið var komið 3-0 undir og orðnir tíu inn á vellinum eftir aðeins 14 mínútur.

Kýpur féll um 45 sæti

Staða Kýpurs versnaði til mikilla muna þegar nýr styrkleikalisti Alþjóða knattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun.

Sigurbergur skoraði níu mörk á móti Kiel en það dugði ekki

Þrjú Íslendingalið í viðbót við Hannover-Burgdorf komust áfram í sextán liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Rhein-Neckar Löwen, Kiel og Emsdetten unnu sína leiki í 32 liða úrslitum bikarsins en öll fjögur liðin eru þjálfuð af Íslendingum.

Reynir Leósson lánaður til ÍA næsta sumar

Reynir Leósson mun spila með ÍA í 1. deild karla næsta sumar en þessi 31 árs miðvörður er því aftur á leiðinni á æskustöðvar sínar á Skaganum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hlynur með þriðju tvennuna í röð í sigri Sundsvall

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson átti báðir góðan leik í kvöld þegar Sundsvall Dragon vann þrettán stiga sigur á Helga Má Magnússyni og félögum í Uppsala Basket, 78-65. Þetta var annar sigur Sundsvall í þremur leikjum í sænsku deildinni en Uppsala hefur unnið einn leik og tapað hinum tveimur.

Albert verður áfram í Eyjum

Markvörðurinn Albert Sævarsson mun verja mark ÍBV á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Albert við Vísi í dag.

Tveimur stjörnum frá titlinum

Harry Redknapp, stjóri Spurs, segir að sitt lið sé á hárréttri leið og þess sé ekki langt að bíða að Spurs muni berjast um titilinn.

Formúla 1 á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin

Undirritaður hefur verið nýr samningur milli 365 miðla og eiganda Formúlu 1 keppninnar um áframhaldandi sjónvarpsrétt til næstu þriggja ára samkvæmt fréttatilkynningu frá 365 miðlum.

Purslow hættir hjá Liverpool

Christian Purslow mun hætta sem framkvæmdastjóri félagsins á næstu dögum. Hann yfirgefur þó ekki félagið strax heldur verður hann hinum nýju eigendum félagsins innan handar til að byrja með.

Gunnlaugur tekur við KA

Gunnlaugur Jónsson verður næsti þjálfari 1. deildarliðs KA í knattspyrnu. Þetta kemur fram á fréttavef N4 í dag.

Malbikið á nýrri braut ekki vandamál segir hönnuðurinn Tilke

Sumir Formúlu 1 ökumenn hafa áhyggjur af því að malbikið á nýju brautinni í Suður Kóreu sem verður notuð um helgina geti orðið til vandræða, þar sem hún var malbikuð fyrir skömmu. En hönnuður brautarinnar, Hermann Tilke telur að allt muni ganga upp og sleipt nýtt malbikið muni auka tilþrifin um helgina. Tilke sagði í samtali við autosport.com að í hans augum yrði það ekki vandamál.

Gerrard og Torres fara ekki með til Napoli

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, heldur sig við þann sið að hvíla lykilleikmenn í Evrópudeildinni og hann hefur ákveðið að skilja þá Steven Gerrard og Fernando Torres eftir er liðið fer til Napolí.

Gazza fær hugsanlega fangelsisdóm

Paul Gascoigne er líklega á leið í steininn eftir að hafa viðurkennt að hafa ekið fullur. Áfengismagnið í Gazza var rúmlega fjórum sinnum meira en leyfilegt er.

Ranieri tekur ekki í mál að hætta

Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er enn eina ferðina á ferlinum lentur í vandræðum með lið sitt. Það gengur hvorki né rekur hjá honum og neyðarlegt 3-1 tap fyrir Basel í Meistaradeildinni í gær fyllti mælinn hjá mörgum.

Rivers óttaðist að vera með krabbamein í hálsi

Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, var illa brugðið er hann fann eitthvað óeðlilegt í hálsinum á sér. Óttast var að hann væri með krabbamein en sýnataka um helgina leiddi í ljós að svo var ekki.

Enn fellur Ísland á FIFA-listanum

Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu er sem fyrr í frjálsu falli á FIFA-listanum. Ísland hrundi niður um tíu sæti að þessu sinni og er nú í 110. sæti.

Benitez vill fá Kuyt og Afellay

Rafa Benitez, þjálfari Inter, er á fullu að undirbúa kaup i janúar. Efstir á óskalista hans eru Hollendingarnir Dirk Kuyt og Ibrahim Afellay, leikmaður PSV, sem og Gareth Bale hjá Spurs.

Ancelotti vill ekki tjá sig um Rooney

Chelsea er eitt þeirra liða sem talið er hafa fjárhagslega burði til þess að kaupa Wayne Rooney. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, býst við síendurtekningum spurningum um Rooney næstu vikurnar.

Real Madrid og Barcelona hafa áhuga á Rooney

Þó svo yfirmenn Real Madrid segist ekki hafa áhuga á því að kaupa Wayne Rooney frá Man. Utd segist þjálfarinn, José Mourinho, hafa mikinn áhuga á leikmanninum. Hann spáir því þó að Rooney verði áfram hjá félaginu.

Ungu stjörnurnar eftirsóttar

Strákarnir i islenska U-21 árs liðinu eru eftirsóttir um þessar mundir og þrír þeirra eru á faraldsfæti um Evrópu þessa dagana.

Skemmdu heimavöll Napoli nokkrum dögum fyrir Liverpool-leikinn

Vandræðaunglingar gerðu Napólímönnum grikk á sunnudaginn þegar sex strákar brutust inn á San Paolo leikvanginn og stórskemmdu leikvöllin. Napoli tekur á móti Liverpool á fimmtudaginn í Evrópudeildinni og vonast heimamenn til þess að hægt verði að spila á vellinum.

Umfjöllun: Akureyri vann nauman sigur í Digranesinu

HK fékk Akureyri í heimsókn til sín í 32- liða úrslitum Eimskipsbikarsins í kvöld í stórleik umferðarinnar. Leiknum lauk með 30 – 29 sigri Akureyringa og bókuðu þeir með því miða sinn í 16-liða úrslitunum.

Oddur: Erum með sjálfstraustið í botni

„Þeir mættu brjálaðir til leiks, við vorum ekki með neitt vanmat enda vissum við að þeir væru búnir að vinna nokkra leiki í röð og úr varð hörkuleikur sem við erum ánægðir að klára," sagði Oddur Grétarsson leikmaður Akureyrar eftir 30-29 sigur í Digranesinu á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins.

Framkonur unnu sextán marka sigur í Fylkishöllinni

Fram vann 34-18 sigur á Fylki í Fylkishöll í kvöld í fyrsta leiknum í 4. umferð N1 deildar kvenna. Fram hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu en liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir tímabilið.

Sjá næstu 50 fréttir