Fleiri fréttir

Óskar Bjarni: Grátlegt og ekki sanngjarnt

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, þurfti að horfa upp á sína menn missa frá sér sigurinn í fyrsta úrslitaleiknum á móti Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valsliðið spilaði frábærlega fyrstu 50 mínúturnar og var þremur mörkum yfir þegar 7 mínútur voru eftir en tapaði síðustu sjö mínútunum 1-5 og þar með leiknum 22-23.

Dindane vill vera áfram á Englandi

Aruna Dindane hefur áhuga á að halda áfram að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið í láni hjá Portsmouth frá franska liðinu Lens í vetur.

Umfjöllun: Valsmenn urðu bensínlausir

Björgvin Þór Hólmgeirsson tryggði Haukum 23-22 sigur og 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu á móti Val með því að skora sigurmarkið fimm sekúndum fyrir leikslok. Haukar voru ekki líklegir til þess að vinna leikinn sjö mínútum áður þegar Valsmenn voru þremur mörkum yfir og búnir að spila frábærlega fyrstu 50 mínútur leiksins.

Unglingastarf Liverpool ónýtt!

Unglingaþjálfari Liverpool, Spánverjinn Rodolfo Borrell, segir að unglingastarf félagsins sé handónýtt. Í samtali við Liverpool Echo segir hann að það taki tvö ár að byggja upp starfið.

Magnús framlengir við Fram

Markvörðurinn Magnús Gunnar Erlendsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram.

O'Neill og Bale bestir í apríl

Martin O'Neill hjá Aston Villa hefur verið útnefndur besti knattspyrnustjóri aprílmánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Gareth Bale, Tottenham, besti leikmaðurinn.

LeBron James bestur annað árið í röð

AP-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, hafi verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð.

Kuranyi orðaður við Manchester City

Manchester City er sagt vera eitt þeirra fjögurra félaga sem hafa áhuga á að fá þýska framherjann Kevin Kuranyi í sínar raðir.

Guðmundur Steinn og Einar lánaðir í HK

HK hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni í sumar en Valur hefur ákveðið að lána þá Guðmund Stein Hafsteinsson og Einar Marteinsson til félagsins.

Patrekur: Þetta einvígi fer alla leið í oddaleik

Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum.

Sigurbergur: Verðugt verkefni gegn Val

Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, á von á hörkuspennandi leikjum í úrslitarimmu liðsins gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Rúnar: Ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0 fyrir Hauka

Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum.

Hamilton vill brúa bilið í þá fljótustu

Formúlu 1 ökumenn fengu kærkomna hvíld í vikunni eftir nokkuð annasamar vikur frá upphafi tímabilsins í mars. Þeir keppa í næstu viku í Barcelona á Spáni og Lewis Hamilton býst við framförum hjá McLaren liðinu.

Gunnar: Valsmenn eiga mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra

Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Gunnar Magnússon, þjálfara HK, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum.

Benitez vill kaupa fimm leikmenn í sumar

Rafael Benitez viðurkenndi eftir að Liverpool datt út í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær að hann þyrfti að kaupa næstum hálft nýtt byrjunarlið í sumar.

Bayern búið að áfrýja

Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að það hefur móttekið áfrýjun Bayern München við úrskurði aganefndar sambandsins um að dæma Franck Ribery í þriggja leikja bann.

Ingi Þór: Búnir að brjóta alveg svakalega íshellu

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, gerði liðið að tvöföldum meisturum á sínu fyrsta ári með liðið en til þess að hampa þeim stóra þurfti liðið að yfirvinna söguna sem var öll á móti þeim í oddaleiknum.

Hlynur: Hefði ekki sofið fram á haust hefðum við tapað aftur

Ef það var einhver sem átti það skilið að verða Íslandsmeistari í Keflavík í gær þá var það Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson sem kórónaði frábært tímabil og magnaða úrslitakeppni með enn einum stórleiknum í Keflavík í gær. Hlynur var með 21 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar og fékk loksins að taka við þeim stóra.

Webber: Red Bull þarf að gera betur

Ástralinn Mark Webber telur að Red Bull liðið sem hann ekur hjá þurfi að taka til hendinnni í mótum sem framundan eru. Hann var meðal gesta á opnun breyttrar Silverstone brautar í gær.

NBA: Dallas úr leik

San Antonio og Phoenix tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta á kostnað Dallas og Portland.

Fögnuður Snæfells - myndir

Snæfell varð í gærkvöld Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins er liðið rúllaði yfir Keflavík í oddaleik í Sláturhúsinu.

Reynir tekur við karlaliði Fram

Handknattleiksdeild Fram gekk í gær frá ráðningu á Reyni Þór Reynissyni sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann tekur við liðinu af Einari Jónssyni sem tók við keflinu af Viggó Sigurðssyni í vetur er hann var rekinn.

Nick Bradford: Völdum slæman dag til þess að spila hrikalega illa

Nick Bradford varð annað árið í röð að sætta sig við að tapa í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra tapaði hann með Grindavík aðeins einu stigi á móti KR en í kvöld steinlágu hann og félagar hans í Keflavík fyrir Snæfelli.

Árni búinn að semja við Dormagen

Handboltalið Akureyrar heldur áfram að missa leikmenn því skyttan örvhenta, Árni Þór Sigtryggsson, hefur skrifað undir samning við þýska úrvalsdeildarliðið Dormagen.

Guðjón Skúlason: Við vorum okkur bara til skammar

Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, var mjög ósáttur með leik sinna manna eftir 36 stiga tap á heimavelli á móti Snæfelli í hreinum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

Sjá næstu 50 fréttir