Pálmi Freyr: Þvílíkur tímapunktur að eiga okkar besta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2010 22:29 Pálmi Freyr Sigurgeirsson á ferðinni í kvöld. Mynd/Daníel Snæfellingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum en hann vann einnig titilinn með KR 2007 og 2009. Pálmi var með 10 stig í kvöld. „Þetta er nánast orðinn árlegur viðburður hjá mér að verða meistari en þetta er alltaf jafn yndisleg tilfinning," sagði Pálmi. „Ég held að þetta hafi besti leikurinn okkar í vetur og þetta var þvílíkur tímapunktur fyrir okkur að eiga okkar besta leik. Það er ótrúlegt að ná því í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Það sýnir bara hvað við erum góðir og við stígum upp þegar við þurfum á því að halda," sagði Pálmi. „Þetta var mjög erfið leið sem við þurfum að fara en við erum með breitt bak. Við unnum KR á útivelli og þessir strákar eins og Siggi, Hlynur og Nonni eru búnir að ganga í gegnum svo margt saman. Það var bara kominn tími á þetta hjá þeim," sagði Pálmi. „Við erum með frábært lið og það voru allir að standa sig vel í dag. Það skipti ekki máli hver kom inn af bekknum því það voru allir að spila þvílíka vörn og svo settum við skotin okkar ofan í. Sóknarleikurinn okkar bara allt annar en í leik fjögur," sagði Pálmi. „Ég vissi að við værum með mannskap sem gæti farið alla leið en það var mikið um meiðsli og við vorum að fá útlendingana seint inn. Þetta leit kannski ekki vel út hjá okkur um tíma en maður missti aldrei vonina," sagði Pálmi sem virtist vera frá út tímabilið í kringum áramót en kom svo sterkur inn til baka. „Það var búið að afskrifa mig út tímabilið en skyndilega var bakið orðið gott. Ég hef enga skýringu á því en það var bara frábært. Ég var orðinn góður fyrir bikarúrslitaleikinn og ætlaði ekki að missa af því og ætlaði heldur ekki að missa af því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er frábær tilfinning. Þetta er alveg meiriháttar, þetta er búin að vera frábær úrslitakeppni og þetta er toppurinn á þessu tímabili," sagði Pálmi að lokum.. Dominos-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Snæfellingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum en hann vann einnig titilinn með KR 2007 og 2009. Pálmi var með 10 stig í kvöld. „Þetta er nánast orðinn árlegur viðburður hjá mér að verða meistari en þetta er alltaf jafn yndisleg tilfinning," sagði Pálmi. „Ég held að þetta hafi besti leikurinn okkar í vetur og þetta var þvílíkur tímapunktur fyrir okkur að eiga okkar besta leik. Það er ótrúlegt að ná því í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Það sýnir bara hvað við erum góðir og við stígum upp þegar við þurfum á því að halda," sagði Pálmi. „Þetta var mjög erfið leið sem við þurfum að fara en við erum með breitt bak. Við unnum KR á útivelli og þessir strákar eins og Siggi, Hlynur og Nonni eru búnir að ganga í gegnum svo margt saman. Það var bara kominn tími á þetta hjá þeim," sagði Pálmi. „Við erum með frábært lið og það voru allir að standa sig vel í dag. Það skipti ekki máli hver kom inn af bekknum því það voru allir að spila þvílíka vörn og svo settum við skotin okkar ofan í. Sóknarleikurinn okkar bara allt annar en í leik fjögur," sagði Pálmi. „Ég vissi að við værum með mannskap sem gæti farið alla leið en það var mikið um meiðsli og við vorum að fá útlendingana seint inn. Þetta leit kannski ekki vel út hjá okkur um tíma en maður missti aldrei vonina," sagði Pálmi sem virtist vera frá út tímabilið í kringum áramót en kom svo sterkur inn til baka. „Það var búið að afskrifa mig út tímabilið en skyndilega var bakið orðið gott. Ég hef enga skýringu á því en það var bara frábært. Ég var orðinn góður fyrir bikarúrslitaleikinn og ætlaði ekki að missa af því og ætlaði heldur ekki að missa af því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er frábær tilfinning. Þetta er alveg meiriháttar, þetta er búin að vera frábær úrslitakeppni og þetta er toppurinn á þessu tímabili," sagði Pálmi að lokum..
Dominos-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira