Webber: Red Bull þarf að gera betur 30. apríl 2010 10:10 Mark Webber íbyggin á svip þegar hann tók þátt í mótinu í Kína á dögunum. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber telur að Red Bull liðið sem hann ekur hjá þurfi að taka til hendinnni í mótum sem framundan eru. Hann var meðal gesta á opnun breyttrar Silverstone brautar í gær. "Það gæti tekið eina mótshelgi að ná betri stöðu. Stigakerfið er þannig að staðan breytist fljótt. Í fyrra var miðhluti meistarmótsins mér í hag og það er það sem ég lít á, en með annarri niðurstöðu. Það skiptir miklu máli að sýna stöðugleika. Það geta allir skrifað ritgerð um hvað má betur fara í fyrstu fjórum mótunum. Það er ekkert lið sem keppti í fyrstu mótunum sem er með allt á hreinu. Við þurfum að skoða ýmsa hluti og lagfæra þá", sagði Webber í spjalli á autosport.com. Keppt var utan Evrópu í fyrstu mótunum, í Barein, Ástralíu, Malasíu og Kína. Næsta mót er í Barcelona og það er upphaf einskonar Evrópusyrpu, sem er þægilegra fyrir keppnisliðin þar sem ferðast þarf um styttri veg frá bækistöðvum liða, sem flest eru í Englandi. Webber skoðaði nýja útfærslu Silverstone brautarinnar í gær og telur hana henta Red Bull bílnum. "Það eru allar brautir góðar fyrir okkur, nema að gaurinn þarna uppi skrúfi frá slöngnni annað slagið", sagði Webber og vitnaði með þessum orðum í vatnsveðrið sem hefur verið í sumum mótum á þessu ári. "Bílar okkar eru fljótir alls staðar, en við verðum bara að skila okkur betur áfram á sunnudögum. Þeir sem hafa náð hagstæðum úrslitum hafa átt það skilið, eins og Jenson Button. Ég held að titilslagurinn verði harður næstu vikurnar og stöðugleikinn mun ráða miklu", sagði Webber og hann telur McLaren, Ferrari og Mercedes helstu keppinauta Red Bull. Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ástralinn Mark Webber telur að Red Bull liðið sem hann ekur hjá þurfi að taka til hendinnni í mótum sem framundan eru. Hann var meðal gesta á opnun breyttrar Silverstone brautar í gær. "Það gæti tekið eina mótshelgi að ná betri stöðu. Stigakerfið er þannig að staðan breytist fljótt. Í fyrra var miðhluti meistarmótsins mér í hag og það er það sem ég lít á, en með annarri niðurstöðu. Það skiptir miklu máli að sýna stöðugleika. Það geta allir skrifað ritgerð um hvað má betur fara í fyrstu fjórum mótunum. Það er ekkert lið sem keppti í fyrstu mótunum sem er með allt á hreinu. Við þurfum að skoða ýmsa hluti og lagfæra þá", sagði Webber í spjalli á autosport.com. Keppt var utan Evrópu í fyrstu mótunum, í Barein, Ástralíu, Malasíu og Kína. Næsta mót er í Barcelona og það er upphaf einskonar Evrópusyrpu, sem er þægilegra fyrir keppnisliðin þar sem ferðast þarf um styttri veg frá bækistöðvum liða, sem flest eru í Englandi. Webber skoðaði nýja útfærslu Silverstone brautarinnar í gær og telur hana henta Red Bull bílnum. "Það eru allar brautir góðar fyrir okkur, nema að gaurinn þarna uppi skrúfi frá slöngnni annað slagið", sagði Webber og vitnaði með þessum orðum í vatnsveðrið sem hefur verið í sumum mótum á þessu ári. "Bílar okkar eru fljótir alls staðar, en við verðum bara að skila okkur betur áfram á sunnudögum. Þeir sem hafa náð hagstæðum úrslitum hafa átt það skilið, eins og Jenson Button. Ég held að titilslagurinn verði harður næstu vikurnar og stöðugleikinn mun ráða miklu", sagði Webber og hann telur McLaren, Ferrari og Mercedes helstu keppinauta Red Bull.
Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira