Handbolti

Sigurbergur líka búinn að semja við Dormagen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson í leik með Haukum.
Sigurbergur Sveinsson í leik með Haukum. Mynd/Stefán

TSV Dormagen hefur gengið frá samningum við Haukamanninn Sigurberg Sveinsson en í gær var greint frá því að Árni Þór Sigtryggsson hefði samið við félagið.

Sigurbergur hefur lengi verið sagður á leið í atvinnumennsku og var helst orðaður við Hannover-Burgdorf enda mun Aron Kristjánsson, núverandi þjálfari Hauka, taka við liðinu í sumar.

Sigurbergur á að baki 23 leiki með A-landsliði Íslands og lék til að mynda með liðinu æfingaleik gegn Dormagen í nóvember árið 2008.

Dormagen er sem stendur í 16. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á í harðri fallbaráttu við Balingen, Düsseldorf og Minden. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×