Handbolti

Árni búinn að semja við Dormagen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Árni við undirskriftina ásamt forráðamönnum Dormagen. Mynd/Heimasíða Dormagen
Árni við undirskriftina ásamt forráðamönnum Dormagen. Mynd/Heimasíða Dormagen

Handboltalið Akureyrar heldur áfram að missa leikmenn því skyttan örvhenta, Árni Þór Sigtryggsson, hefur skrifað undir samning við þýska úrvalsdeildarliðið Dormagen.

„Ég hlakka til að spila með liðinu. Þetta er mikil áskorun fyrir mig og ég mun gera mitt allra besta til þess að sanna mig í deild þeirra besti," sagði hinn 25 ára gamli Árni í samtali við heimasíðu Dormagen.

Félagið er í þýsku Bundesligunni, situr í fallsæti sem stendur en á góða möguleika á að bjarga sér frá falli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×