Fleiri fréttir Forráðamenn Man. City svara Real Madrid fullum hálsi Dramatíkin í kringum félagaskiptin sem aldrei urðu hjá Fernando Gago halda áfram því Man. City hefur svarað ásökunum Madridarliðsins. 5.2.2010 20:00 Tölvuhakkari reyndi að stela 140 milljónum króna frá Ronaldinho Lögreglan í Barcelona er búin að kæra mann í Barcelona fyrir tilraun til þess að ræna 140 milljónum króna af brasilíska knattspyrnumanninum Ronaldinho. 5.2.2010 19:15 Kristján Finnbogason framlengir við Gróttu Kristján Finnbogason, fyrrum markvörður KR, hefur ákveðið að taka slaginn með Gróttu í 1. deildinni næsta sumar. Kristján skrifaði undir nýjan samning við félagið í dag. 5.2.2010 18:30 Stjörnumenn bæta við sig tveimur leikmönnum í körfunni Stjörnumenn hafa fengið góðan liðstyrk fyrir lokasprettinn í körfunni því liðið hefur endurheimt bakvörðinn Ólaf Jónas Sigurðsson frá Danmörku og nælt sér í 206 serbneskan miðherja að auki. Þetta kom fram á karfan.is í dag. 5.2.2010 18:00 Mourinho orðaður við Real Madrid Portúgalinn Jose Mourinho gæti staðið frammi fyrir erfiðum ákvörðunum næsta sumar. Heimildir herma nefnilega að Real Madrid vilji fá hann sem þjálfara næsta sumar. 5.2.2010 17:45 Mancini: Bridge er til í að spila Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að Wayne Bridge sé meira en til í að spila fótbolta í stað þess að velta sér upp úr kynlífshneykslinu sem hefur tröllriðið öllu á Bretlandseyjum síðustu daga. 5.2.2010 17:15 Capello tók fyrirliðabandið af John Terry - Rio verður fyrirliði Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, tjáði John Terry á 12 mínútna fundi þeirra í dag að hann yrði ekki fyrirliði enska landsliðsins áfram. 5.2.2010 16:35 Eiður: Þarf ástríðu til þess að geta spilað fótbolta Eiður Smári Guðjohnsen bíður spenntur eftir því að hefja leik með Tottenham í enska boltanum en Spurs á að spila á morgun. 5.2.2010 16:26 Mutu bjartsýnn á að sleppa við harða refsingu Rúmeninn Adrian Mutu er enn eina ferðina í vandræðum eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það er hann bjartsýnn á að fá væga refsingu. 5.2.2010 16:15 Ferguson: Hargreaves spilar aftur fyrir Manchester United á tímabilinu Owen Hargreaves verður ekki með Manchester United í Meistaradeildinni í ár þar sem Sir Alex Ferguson, stjóri liðsins, ákvað að hafa hann ekki á 25 manna leikmannalista liðsins. Ferguson segir þó að enski landliðsmiðjumaðurinn muni spila fyrir Manchester United á tímabilinu. 5.2.2010 15:30 Sky News: Terry hættir sem fyrirliði enska landsliðsins John Terry verður ekki áfram fyrirliði enska landsliðsins samkvæmt heimildum Sky News en niðurstaða fundar Terry og Fabio Capello hefur þó ekki enn verið gerð opinber. 5.2.2010 15:21 Ronaldo vonast eftir afmælisgjöf frá spænsku aganefndinni Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, á 25 ára afmæli í dag og hann á sér óska afmælisgjöf frá aganefnd spænska knattspyrnusambandsins. Ronaldo vonast eftir því að fá leikbann sitt helmingað þannig að hann geti spilað með Real á móti Espanyol á morgun. 5.2.2010 15:00 Woods orðaður við endurkomu í febrúar Sögusagnir um að stjörnukylfingurinn Tiger Woods sé að undirbúa endurkomu sína á golfvöllinn hafa farið eins og eldur í sinu síðustu daga. 5.2.2010 14:30 Reina: Hugsum nú bara um að vinna Everton Markvörðurinn Pepe Reina hjá Liverpool segir liðið einungis vera að hugsa um einn leik í einu og segir engu máli skipta hvernig liðið fari að því að vinna leikina svo framalega sem að þrjú stig skili sér í hús. 5.2.2010 14:00 Wilbek: Þeir myndu hlæja að þessu á Íslandi Landsliðsþjálfarinn Ulrik Wilbek hjá Dönum lætur sér fátt um finnast um ásakanir forráðamanna þýska félagsins Flensburgar um að hann hafi neytt línumanninn Michael Knudsen til að spila meiddann á EM í Austurríki. 5.2.2010 13:30 KSÍ skilaði hagnaði upp á tæpar 50 milljónir króna Knattspyrnusamband Íslands er búið að birta ársreikning sinn fyrir árið 2009 og það er óhætta að segja að rekstur sambandsins hafi gengið vel á síðasta ári því auk þess að greiða upp erlend skammtímalán vegna framkvæmda við skrifstofu- og fræðslusetur KSÍ þá skilaði sambandið hagnaði upp á 50 milljónir króna sem er mun betra heldur en áætlun gerði ráð fyrir. 5.2.2010 13:00 Dunleavy hættur sem þjálfari LA Clippers Körfuboltaþjálfarinn Mike Dunleavy hefur ákveðið að víkja sem þjálfari NBA-deildarliðsins LA Clippers en ESPN greindi frá þessu í gærkvöldi. 5.2.2010 12:30 Ekki pressa á Mercedes vegna Schumachers Nobert Haug hjá Mercedes segir að það sé engin sérstök pressa á liðinu, þó Michael Schumacher sé ökumaður þess. 5.2.2010 12:21 Saha verður áfram hjá Everton - semur til tveggja ára Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að framherjinn Louis Saha sé búinn að samþykkja að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Everton en núgildandi samningur hans átti að renna út í sumar. 5.2.2010 12:00 Ashton: Þýðir ekkert að vera að vorkenna sjálfum sér Dean Ashton er smátt og smátt að takast á við þá staðreynd að hafa þurft að leggja skóna á hilluna frægu aðeins 26 ára gamall en hann lýsir reynslu sinni í viðtali við Sky Sports fréttastofuna í dag. 5.2.2010 11:30 AC Milan komið í kapphlaupið um Vidic Samkvæmt heimildum Daily Telegraph þá er varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United efstur á óskalista AC Milan en knattspyrnustjórinn Leonardo fær peninga til þess að byggja upp nýtt lið á San Siro næsta sumar og er Brasilíumaðurinn þegar búinn að eyrnamerkja Serbann í þeim tilgangi. 5.2.2010 11:00 Ferrari: Engin kraftaverk í Formúlu 1 Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að Ferrari hafi unnið hörðum höndum að því að skapa öflugt ökutæki fyrir árið í ár. Liðið náði ekki tilsettum árangri í fyrra. 5.2.2010 10:43 Dregið í riðla í undankeppni EM 2012 í fótbolta Það kemur í ljós á sunnudaginn hverjir verða mótherjar karlalandsliðs Íslands í fótbolta í undankeppni EM 2012 en lokakeppnin fer fram í Póllandi og Úkraínu að þessu sinni. 5.2.2010 10:30 NBA-deildin: Cleveland vann sinn tíunda leik í röð Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem Cleveland vann 102-86 sigur gegn Miami og Portland vann 96-93 sigur gegn San Antonio. 5.2.2010 10:00 Kaupbanni á hendur Chelsea aflétt Chelsea hefur unnið áfrýjun gegn kaupbanni sem alþjóða íþróttadómstóllinn dæmdi Lundúndafélagið í í kjölfarið á félagsskiptum hins unga Gael Kakuta frá Lens árið 2007. 5.2.2010 09:30 Capello hittir Terry á fundi seinnipartinn í dag Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello hjá Englandi var mættur á Heathrow-flugvöll í London í gær þar sem þvaga fjölmiðlamanna beið hans. 5.2.2010 09:00 Ronaldinho neitar því að hafa haldið partý Margir ítalskir fjölmiðlar kenndu Ronaldinho um að AC Milan hefði tapað fyrir Inter á dögunum. Þeir héldu því fram að Brasilíumaðurinn hefði haldið heljarinnar partý nokkrum dögum fyrir leik. 4.2.2010 23:30 Umfjöllun: Betur heima setið en af stað farið Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga. 4.2.2010 22:33 Pálmar: Akureyri spilar hundleiðinlegan handbolta „Þeir skutu illa á mig og þá komst ég í gang og var að halda mér," sagði Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson sem átti stórleik í marki FH í kvöld gegn Akureyri en hann varði 24 skot í leiknum. 4.2.2010 22:24 Rúnar: Erfitt að spila lélegri handboltaleik en þetta Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var ekkert sérstaklega kátur með frammistöðu sinna manna í kvöld enda gat Akureyrarliðið nákvæmlega ekki neitt í leiknum. 4.2.2010 22:17 Ólafur: Nýttum fríið betur en þeir Bronsmaðurinn Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu hjá Akureyringum í kvöld en náði þó að skora fimm mörk og öll úr hröðum upphlaupum er Akureyringar náðu ekki að taka hann úr umferð. 4.2.2010 22:08 Þorleifur: Erum að einbeita okkur að því að bæta vörnina Þorleifur Ólafsson átti flottan leik í vörn og sókn með Grindavík í kvöld þegar liðið vann 17 stiga sigur á KR, 84-67, í Iceland Express deild karla í körfubolta. 4.2.2010 22:04 N1-deild karla: Úrslit og markaskorarar kvöldsins Haukar sitja sem fyrr á toppi N1-deildar karla eftir fimm marka sigur á botnliði Fram, 30-25. 4.2.2010 21:50 Friðrik: Við lifðum á vörn í þessum leik Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með varnarleik sinna manna í 17 stiga sigri á toppliði KR í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. 4.2.2010 21:49 Fannar: Við leyfðum þeim að gera það sem þeir vildu Fannar Ólafsson fór útaf með fimm villur í kvöld og gat lítið hjálpað til þegar leikur liðsins fór af sporinu í seinni hálfleik í 17 stiga tapi á móti Grindavík í kvöld. 4.2.2010 21:47 IE-deild karla: Góðir sigrar hjá Grindavík og Snæfelli Grindavík er að vakna til lífsins í Iceland Express-deild karla og liðið sendi sterk skilaboð í kvöld er það lagði Íslandsmeistara KR af velli í Röstinni. 4.2.2010 20:59 Sullivan: Eigendur Chelsea og City hafa slæm áhrif á fótboltann David Sullivan, nýr eigandi West Ham, er ekki ánægður með kollega sína hjá Chelsea og Manchester City og gagnrýnir þá fyrir „brjálaða“ kaupstefnu sína og alltof háan launakostnað sem hafi áhrif á önnur félög. 4.2.2010 20:45 N1-deild karla: FH valtaði yfir Akureyri Leikur FH og Akureyrar í Kaplakrika í kvöld var leikur kattarins að músinni. Andlausir Akureyringar áttu aldrei neitt í heimamenn og máttu þakka fyrir að tapa aðeins með átta marka mun, 33-25. 4.2.2010 20:19 Robinho rappaði af kæti á Kynningarhátíðinni hjá Santos - myndband Brasilíumaðurinn Robinho hefur tekið gleði sína að nýju ef marka má myndband á myndbandavefnum Youtube. Robinho sést þar skemmta sér og öðrum með því að rappa þegar hann var kynntur til leiks sem nýr leikmaður Santos. 4.2.2010 19:15 James: Vil bara standa mig vel og fara svo á HM Enski landsliðsmarkvörðurinn David James hjá Portsmouth er í sérstakri stöðu þar sem hann er með klausu í samningi sínum við félagið að ef hann spili 25 leiki eða fleiri á þessu tímabili þá þurfi félagið að bjóða honum nýjan og betri samning. 4.2.2010 18:30 Leikmaður Aston Villa seldi miða á úrslitaleikinn á Fésbókinni Nathan Baker, leikmaður Aston Villa, hefur verið dæmdur í bann frá úrslitaleik Manchester United og Aston Villa í enska deildarbikarnum, eftir að hafa gerst uppvís að því að selja fimm miða á leikinn í gegnum Fésbókina sína. 4.2.2010 17:45 Umboðsmaður: Ekkert enn ákveðið með Jovanovic og Liverpool Framtíð hins eftirsótta Milan Jovanovic er enn óráðin ef marka má nýlegt viðtal við umboðsmann hans Zoran Stojadinovic í spænskum fjölmiðlum. 4.2.2010 17:00 Ibrahimovic ískaldur fyrir framan markið í síðustu leikjum Zlatan Ibrahimovic hefur ekki alveg náð að fylgja eftir frábærri byrjun með spænska liðinu Barcelona en Svíinn hefur ekki skorað nema einu sinni í síðustu níu leikjum Barcelona í öllum keppnum. 4.2.2010 17:00 Ásgeir Örn samdi við Faaborg HK í Danmörku Landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að fá nýja vinnu en hann samdi í dag við danska B-deildarliðið Faaborg HK. 4.2.2010 16:57 Buffon enn á ný orðaður við Manchester United Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hjá Juventus hefur reglulega verið orðaður við Englandsmeistara Manchester United undanfarin ár sem líklegur eftirmaður Edwin Van der Sar. 4.2.2010 16:30 Sjá næstu 50 fréttir
Forráðamenn Man. City svara Real Madrid fullum hálsi Dramatíkin í kringum félagaskiptin sem aldrei urðu hjá Fernando Gago halda áfram því Man. City hefur svarað ásökunum Madridarliðsins. 5.2.2010 20:00
Tölvuhakkari reyndi að stela 140 milljónum króna frá Ronaldinho Lögreglan í Barcelona er búin að kæra mann í Barcelona fyrir tilraun til þess að ræna 140 milljónum króna af brasilíska knattspyrnumanninum Ronaldinho. 5.2.2010 19:15
Kristján Finnbogason framlengir við Gróttu Kristján Finnbogason, fyrrum markvörður KR, hefur ákveðið að taka slaginn með Gróttu í 1. deildinni næsta sumar. Kristján skrifaði undir nýjan samning við félagið í dag. 5.2.2010 18:30
Stjörnumenn bæta við sig tveimur leikmönnum í körfunni Stjörnumenn hafa fengið góðan liðstyrk fyrir lokasprettinn í körfunni því liðið hefur endurheimt bakvörðinn Ólaf Jónas Sigurðsson frá Danmörku og nælt sér í 206 serbneskan miðherja að auki. Þetta kom fram á karfan.is í dag. 5.2.2010 18:00
Mourinho orðaður við Real Madrid Portúgalinn Jose Mourinho gæti staðið frammi fyrir erfiðum ákvörðunum næsta sumar. Heimildir herma nefnilega að Real Madrid vilji fá hann sem þjálfara næsta sumar. 5.2.2010 17:45
Mancini: Bridge er til í að spila Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að Wayne Bridge sé meira en til í að spila fótbolta í stað þess að velta sér upp úr kynlífshneykslinu sem hefur tröllriðið öllu á Bretlandseyjum síðustu daga. 5.2.2010 17:15
Capello tók fyrirliðabandið af John Terry - Rio verður fyrirliði Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, tjáði John Terry á 12 mínútna fundi þeirra í dag að hann yrði ekki fyrirliði enska landsliðsins áfram. 5.2.2010 16:35
Eiður: Þarf ástríðu til þess að geta spilað fótbolta Eiður Smári Guðjohnsen bíður spenntur eftir því að hefja leik með Tottenham í enska boltanum en Spurs á að spila á morgun. 5.2.2010 16:26
Mutu bjartsýnn á að sleppa við harða refsingu Rúmeninn Adrian Mutu er enn eina ferðina í vandræðum eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það er hann bjartsýnn á að fá væga refsingu. 5.2.2010 16:15
Ferguson: Hargreaves spilar aftur fyrir Manchester United á tímabilinu Owen Hargreaves verður ekki með Manchester United í Meistaradeildinni í ár þar sem Sir Alex Ferguson, stjóri liðsins, ákvað að hafa hann ekki á 25 manna leikmannalista liðsins. Ferguson segir þó að enski landliðsmiðjumaðurinn muni spila fyrir Manchester United á tímabilinu. 5.2.2010 15:30
Sky News: Terry hættir sem fyrirliði enska landsliðsins John Terry verður ekki áfram fyrirliði enska landsliðsins samkvæmt heimildum Sky News en niðurstaða fundar Terry og Fabio Capello hefur þó ekki enn verið gerð opinber. 5.2.2010 15:21
Ronaldo vonast eftir afmælisgjöf frá spænsku aganefndinni Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, á 25 ára afmæli í dag og hann á sér óska afmælisgjöf frá aganefnd spænska knattspyrnusambandsins. Ronaldo vonast eftir því að fá leikbann sitt helmingað þannig að hann geti spilað með Real á móti Espanyol á morgun. 5.2.2010 15:00
Woods orðaður við endurkomu í febrúar Sögusagnir um að stjörnukylfingurinn Tiger Woods sé að undirbúa endurkomu sína á golfvöllinn hafa farið eins og eldur í sinu síðustu daga. 5.2.2010 14:30
Reina: Hugsum nú bara um að vinna Everton Markvörðurinn Pepe Reina hjá Liverpool segir liðið einungis vera að hugsa um einn leik í einu og segir engu máli skipta hvernig liðið fari að því að vinna leikina svo framalega sem að þrjú stig skili sér í hús. 5.2.2010 14:00
Wilbek: Þeir myndu hlæja að þessu á Íslandi Landsliðsþjálfarinn Ulrik Wilbek hjá Dönum lætur sér fátt um finnast um ásakanir forráðamanna þýska félagsins Flensburgar um að hann hafi neytt línumanninn Michael Knudsen til að spila meiddann á EM í Austurríki. 5.2.2010 13:30
KSÍ skilaði hagnaði upp á tæpar 50 milljónir króna Knattspyrnusamband Íslands er búið að birta ársreikning sinn fyrir árið 2009 og það er óhætta að segja að rekstur sambandsins hafi gengið vel á síðasta ári því auk þess að greiða upp erlend skammtímalán vegna framkvæmda við skrifstofu- og fræðslusetur KSÍ þá skilaði sambandið hagnaði upp á 50 milljónir króna sem er mun betra heldur en áætlun gerði ráð fyrir. 5.2.2010 13:00
Dunleavy hættur sem þjálfari LA Clippers Körfuboltaþjálfarinn Mike Dunleavy hefur ákveðið að víkja sem þjálfari NBA-deildarliðsins LA Clippers en ESPN greindi frá þessu í gærkvöldi. 5.2.2010 12:30
Ekki pressa á Mercedes vegna Schumachers Nobert Haug hjá Mercedes segir að það sé engin sérstök pressa á liðinu, þó Michael Schumacher sé ökumaður þess. 5.2.2010 12:21
Saha verður áfram hjá Everton - semur til tveggja ára Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að framherjinn Louis Saha sé búinn að samþykkja að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Everton en núgildandi samningur hans átti að renna út í sumar. 5.2.2010 12:00
Ashton: Þýðir ekkert að vera að vorkenna sjálfum sér Dean Ashton er smátt og smátt að takast á við þá staðreynd að hafa þurft að leggja skóna á hilluna frægu aðeins 26 ára gamall en hann lýsir reynslu sinni í viðtali við Sky Sports fréttastofuna í dag. 5.2.2010 11:30
AC Milan komið í kapphlaupið um Vidic Samkvæmt heimildum Daily Telegraph þá er varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United efstur á óskalista AC Milan en knattspyrnustjórinn Leonardo fær peninga til þess að byggja upp nýtt lið á San Siro næsta sumar og er Brasilíumaðurinn þegar búinn að eyrnamerkja Serbann í þeim tilgangi. 5.2.2010 11:00
Ferrari: Engin kraftaverk í Formúlu 1 Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að Ferrari hafi unnið hörðum höndum að því að skapa öflugt ökutæki fyrir árið í ár. Liðið náði ekki tilsettum árangri í fyrra. 5.2.2010 10:43
Dregið í riðla í undankeppni EM 2012 í fótbolta Það kemur í ljós á sunnudaginn hverjir verða mótherjar karlalandsliðs Íslands í fótbolta í undankeppni EM 2012 en lokakeppnin fer fram í Póllandi og Úkraínu að þessu sinni. 5.2.2010 10:30
NBA-deildin: Cleveland vann sinn tíunda leik í röð Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem Cleveland vann 102-86 sigur gegn Miami og Portland vann 96-93 sigur gegn San Antonio. 5.2.2010 10:00
Kaupbanni á hendur Chelsea aflétt Chelsea hefur unnið áfrýjun gegn kaupbanni sem alþjóða íþróttadómstóllinn dæmdi Lundúndafélagið í í kjölfarið á félagsskiptum hins unga Gael Kakuta frá Lens árið 2007. 5.2.2010 09:30
Capello hittir Terry á fundi seinnipartinn í dag Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello hjá Englandi var mættur á Heathrow-flugvöll í London í gær þar sem þvaga fjölmiðlamanna beið hans. 5.2.2010 09:00
Ronaldinho neitar því að hafa haldið partý Margir ítalskir fjölmiðlar kenndu Ronaldinho um að AC Milan hefði tapað fyrir Inter á dögunum. Þeir héldu því fram að Brasilíumaðurinn hefði haldið heljarinnar partý nokkrum dögum fyrir leik. 4.2.2010 23:30
Umfjöllun: Betur heima setið en af stað farið Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga. 4.2.2010 22:33
Pálmar: Akureyri spilar hundleiðinlegan handbolta „Þeir skutu illa á mig og þá komst ég í gang og var að halda mér," sagði Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson sem átti stórleik í marki FH í kvöld gegn Akureyri en hann varði 24 skot í leiknum. 4.2.2010 22:24
Rúnar: Erfitt að spila lélegri handboltaleik en þetta Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var ekkert sérstaklega kátur með frammistöðu sinna manna í kvöld enda gat Akureyrarliðið nákvæmlega ekki neitt í leiknum. 4.2.2010 22:17
Ólafur: Nýttum fríið betur en þeir Bronsmaðurinn Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu hjá Akureyringum í kvöld en náði þó að skora fimm mörk og öll úr hröðum upphlaupum er Akureyringar náðu ekki að taka hann úr umferð. 4.2.2010 22:08
Þorleifur: Erum að einbeita okkur að því að bæta vörnina Þorleifur Ólafsson átti flottan leik í vörn og sókn með Grindavík í kvöld þegar liðið vann 17 stiga sigur á KR, 84-67, í Iceland Express deild karla í körfubolta. 4.2.2010 22:04
N1-deild karla: Úrslit og markaskorarar kvöldsins Haukar sitja sem fyrr á toppi N1-deildar karla eftir fimm marka sigur á botnliði Fram, 30-25. 4.2.2010 21:50
Friðrik: Við lifðum á vörn í þessum leik Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með varnarleik sinna manna í 17 stiga sigri á toppliði KR í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. 4.2.2010 21:49
Fannar: Við leyfðum þeim að gera það sem þeir vildu Fannar Ólafsson fór útaf með fimm villur í kvöld og gat lítið hjálpað til þegar leikur liðsins fór af sporinu í seinni hálfleik í 17 stiga tapi á móti Grindavík í kvöld. 4.2.2010 21:47
IE-deild karla: Góðir sigrar hjá Grindavík og Snæfelli Grindavík er að vakna til lífsins í Iceland Express-deild karla og liðið sendi sterk skilaboð í kvöld er það lagði Íslandsmeistara KR af velli í Röstinni. 4.2.2010 20:59
Sullivan: Eigendur Chelsea og City hafa slæm áhrif á fótboltann David Sullivan, nýr eigandi West Ham, er ekki ánægður með kollega sína hjá Chelsea og Manchester City og gagnrýnir þá fyrir „brjálaða“ kaupstefnu sína og alltof háan launakostnað sem hafi áhrif á önnur félög. 4.2.2010 20:45
N1-deild karla: FH valtaði yfir Akureyri Leikur FH og Akureyrar í Kaplakrika í kvöld var leikur kattarins að músinni. Andlausir Akureyringar áttu aldrei neitt í heimamenn og máttu þakka fyrir að tapa aðeins með átta marka mun, 33-25. 4.2.2010 20:19
Robinho rappaði af kæti á Kynningarhátíðinni hjá Santos - myndband Brasilíumaðurinn Robinho hefur tekið gleði sína að nýju ef marka má myndband á myndbandavefnum Youtube. Robinho sést þar skemmta sér og öðrum með því að rappa þegar hann var kynntur til leiks sem nýr leikmaður Santos. 4.2.2010 19:15
James: Vil bara standa mig vel og fara svo á HM Enski landsliðsmarkvörðurinn David James hjá Portsmouth er í sérstakri stöðu þar sem hann er með klausu í samningi sínum við félagið að ef hann spili 25 leiki eða fleiri á þessu tímabili þá þurfi félagið að bjóða honum nýjan og betri samning. 4.2.2010 18:30
Leikmaður Aston Villa seldi miða á úrslitaleikinn á Fésbókinni Nathan Baker, leikmaður Aston Villa, hefur verið dæmdur í bann frá úrslitaleik Manchester United og Aston Villa í enska deildarbikarnum, eftir að hafa gerst uppvís að því að selja fimm miða á leikinn í gegnum Fésbókina sína. 4.2.2010 17:45
Umboðsmaður: Ekkert enn ákveðið með Jovanovic og Liverpool Framtíð hins eftirsótta Milan Jovanovic er enn óráðin ef marka má nýlegt viðtal við umboðsmann hans Zoran Stojadinovic í spænskum fjölmiðlum. 4.2.2010 17:00
Ibrahimovic ískaldur fyrir framan markið í síðustu leikjum Zlatan Ibrahimovic hefur ekki alveg náð að fylgja eftir frábærri byrjun með spænska liðinu Barcelona en Svíinn hefur ekki skorað nema einu sinni í síðustu níu leikjum Barcelona í öllum keppnum. 4.2.2010 17:00
Ásgeir Örn samdi við Faaborg HK í Danmörku Landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að fá nýja vinnu en hann samdi í dag við danska B-deildarliðið Faaborg HK. 4.2.2010 16:57
Buffon enn á ný orðaður við Manchester United Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hjá Juventus hefur reglulega verið orðaður við Englandsmeistara Manchester United undanfarin ár sem líklegur eftirmaður Edwin Van der Sar. 4.2.2010 16:30