Fleiri fréttir

Kristján Finnbogason framlengir við Gróttu

Kristján Finnbogason, fyrrum markvörður KR, hefur ákveðið að taka slaginn með Gróttu í 1. deildinni næsta sumar. Kristján skrifaði undir nýjan samning við félagið í dag.

Stjörnumenn bæta við sig tveimur leikmönnum í körfunni

Stjörnumenn hafa fengið góðan liðstyrk fyrir lokasprettinn í körfunni því liðið hefur endurheimt bakvörðinn Ólaf Jónas Sigurðsson frá Danmörku og nælt sér í 206 serbneskan miðherja að auki. Þetta kom fram á karfan.is í dag.

Mourinho orðaður við Real Madrid

Portúgalinn Jose Mourinho gæti staðið frammi fyrir erfiðum ákvörðunum næsta sumar. Heimildir herma nefnilega að Real Madrid vilji fá hann sem þjálfara næsta sumar.

Mancini: Bridge er til í að spila

Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að Wayne Bridge sé meira en til í að spila fótbolta í stað þess að velta sér upp úr kynlífshneykslinu sem hefur tröllriðið öllu á Bretlandseyjum síðustu daga.

Ferguson: Hargreaves spilar aftur fyrir Manchester United á tímabilinu

Owen Hargreaves verður ekki með Manchester United í Meistaradeildinni í ár þar sem Sir Alex Ferguson, stjóri liðsins, ákvað að hafa hann ekki á 25 manna leikmannalista liðsins. Ferguson segir þó að enski landliðsmiðjumaðurinn muni spila fyrir Manchester United á tímabilinu.

Ronaldo vonast eftir afmælisgjöf frá spænsku aganefndinni

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, á 25 ára afmæli í dag og hann á sér óska afmælisgjöf frá aganefnd spænska knattspyrnusambandsins. Ronaldo vonast eftir því að fá leikbann sitt helmingað þannig að hann geti spilað með Real á móti Espanyol á morgun.

Reina: Hugsum nú bara um að vinna Everton

Markvörðurinn Pepe Reina hjá Liverpool segir liðið einungis vera að hugsa um einn leik í einu og segir engu máli skipta hvernig liðið fari að því að vinna leikina svo framalega sem að þrjú stig skili sér í hús.

Wilbek: Þeir myndu hlæja að þessu á Íslandi

Landsliðsþjálfarinn Ulrik Wilbek hjá Dönum lætur sér fátt um finnast um ásakanir forráðamanna þýska félagsins Flensburgar um að hann hafi neytt línumanninn Michael Knudsen til að spila meiddann á EM í Austurríki.

KSÍ skilaði hagnaði upp á tæpar 50 milljónir króna

Knattspyrnusamband Íslands er búið að birta ársreikning sinn fyrir árið 2009 og það er óhætta að segja að rekstur sambandsins hafi gengið vel á síðasta ári því auk þess að greiða upp erlend skammtímalán vegna framkvæmda við skrifstofu- og fræðslusetur KSÍ þá skilaði sambandið hagnaði upp á 50 milljónir króna sem er mun betra heldur en áætlun gerði ráð fyrir.

Saha verður áfram hjá Everton - semur til tveggja ára

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að framherjinn Louis Saha sé búinn að samþykkja að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Everton en núgildandi samningur hans átti að renna út í sumar.

AC Milan komið í kapphlaupið um Vidic

Samkvæmt heimildum Daily Telegraph þá er varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United efstur á óskalista AC Milan en knattspyrnustjórinn Leonardo fær peninga til þess að byggja upp nýtt lið á San Siro næsta sumar og er Brasilíumaðurinn þegar búinn að eyrnamerkja Serbann í þeim tilgangi.

Ferrari: Engin kraftaverk í Formúlu 1

Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að Ferrari hafi unnið hörðum höndum að því að skapa öflugt ökutæki fyrir árið í ár. Liðið náði ekki tilsettum árangri í fyrra.

Kaupbanni á hendur Chelsea aflétt

Chelsea hefur unnið áfrýjun gegn kaupbanni sem alþjóða íþróttadómstóllinn dæmdi Lundúndafélagið í í kjölfarið á félagsskiptum hins unga Gael Kakuta frá Lens árið 2007.

Ronaldinho neitar því að hafa haldið partý

Margir ítalskir fjölmiðlar kenndu Ronaldinho um að AC Milan hefði tapað fyrir Inter á dögunum. Þeir héldu því fram að Brasilíumaðurinn hefði haldið heljarinnar partý nokkrum dögum fyrir leik.

Umfjöllun: Betur heima setið en af stað farið

Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga.

Pálmar: Akureyri spilar hundleiðinlegan handbolta

„Þeir skutu illa á mig og þá komst ég í gang og var að halda mér," sagði Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson sem átti stórleik í marki FH í kvöld gegn Akureyri en hann varði 24 skot í leiknum.

Ólafur: Nýttum fríið betur en þeir

Bronsmaðurinn Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu hjá Akureyringum í kvöld en náði þó að skora fimm mörk og öll úr hröðum upphlaupum er Akureyringar náðu ekki að taka hann úr umferð.

Friðrik: Við lifðum á vörn í þessum leik

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með varnarleik sinna manna í 17 stiga sigri á toppliði KR í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld.

N1-deild karla: FH valtaði yfir Akureyri

Leikur FH og Akureyrar í Kaplakrika í kvöld var leikur kattarins að músinni. Andlausir Akureyringar áttu aldrei neitt í heimamenn og máttu þakka fyrir að tapa aðeins með átta marka mun, 33-25.

James: Vil bara standa mig vel og fara svo á HM

Enski landsliðsmarkvörðurinn David James hjá Portsmouth er í sérstakri stöðu þar sem hann er með klausu í samningi sínum við félagið að ef hann spili 25 leiki eða fleiri á þessu tímabili þá þurfi félagið að bjóða honum nýjan og betri samning.

Buffon enn á ný orðaður við Manchester United

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hjá Juventus hefur reglulega verið orðaður við Englandsmeistara Manchester United undanfarin ár sem líklegur eftirmaður Edwin Van der Sar.

Sjá næstu 50 fréttir