Fleiri fréttir

Kærkominn sigur Real Madrid

Bernd Schuster, stjóri Real Madrid, gat leyft sér að anda léttar eftir að hans menn unnu 1-0 sigur á Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Inter lagði Juventus

Inter vann í kvöld góðan 1-0 sigur á Juventus með marki Sulley Muntari í síðari hálfleik.

Markalaust hjá Aston Villa og Man Utd

Aston Villa og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildin. Sem þýðir að öll þrjú efstu lið deildarinnar gerðu markalaus jafntefli í sínum leikjum.

Fyrsti þjálfarinn látinn fjúka

Í dag var fyrsta þjálfarnum í NBA-deildinni sagt upp störfum á tímabilinu. PJ Carlesimo, þjálfari Oklahoma City Thunder, var látinn taka poka sinn eftir skelfilega byrjun liðsins á tímabilinu.

Haukar í Evrópukeppni bikarhafa

Haukar luku keppni í þriðja sæti síns riðils í Meistaradeild Evrópu þó svo að liðið hafi tapað fyrir ungverska liðinu Veszprem á útivelli í dag, 34-25.

KR vann stórsigur á Fjölni

Lokaleikur 7. umferðar í Iceland Express deild kvenna fór fram í kvöld er KR vann stóran sigur á Fjölni, 80-47, á heimavelli.

Bröndby slátraði SönderjyskE

Stefán Gíslason og félagar í Bröndby unnu í dag stórsigur á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í dag, 6-0.

Hoffenheim hélt toppsætinu

Nýliðar og spútniklið Hoffenheim hélt toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í dag með 3-1 útisigri á Köln. Leverkusen tapaði hins vegar sínum leik en Bayern vann sinn.

Fjórði sigur Hearts í röð

Hearts vann í dag sinn fjórða sigur í röð í skosku úrvalsdeildinni er liðið vann 2-1 sigur á Falkirk á heimavelli í dag.

Reading tapaði óvænt á heimavelli

Reading tapaði í dag óvænt fyrir Southampton á heimavelli í ensku B-deildinni í dag. Wolves endurheimti sex stiga forystu sína á toppi deildarinnar.

Webber missir af mótinu á Wembley

Ástralinn Mark Webber átti að vera meðal keppenda í meistaramóti ökumanna Wembley 14. desember. Hann átti að vera í úrvali Formúlu 1 ökumanna í mótinu, en hann fótbrotnaði í dag í Ástralíu í þríþrautarkeppni sem hann tók þátt í. Webber lenti framan á bíl á reiðhjóli.

Grétar búinn að skora eitt og leggja upp annað

Grétar Rafn Steinsson hefur farið mikinn í leik Middlesbrough og Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fyrra mark liðsins og lagði svo það síðara upp en staðan í hálfleik er 2-0.

HK vann góðan sigur á FH

FH-ingum mistókst að saxa forskot Vals á toppi N1-deildar karla er liðið tapaði fyrir HK á útivelli í dag, 32-28.

Lemgo vann Nordhorn

Lemgo vann í dag mjög góðan sigur á Nordhorn, 35-33, á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Tap fyrir Rússum

Ísland tapaði í dag fyrir Rússlandi á æfingamóti í Noregi, 33-20. Staðan í hálfleik var 15-13, Rússum í vil.

United, Real og Barca á eftir Benzema

Umboðsmaður Karim Benzema segir að forráðamenn Lyon hafi rætt við Manchester United, Real Madrid og Barcelona um mögulega sölu á framherjanum Karim Benzema.

Ferdinand hlakkar til að mæta West Ham

Sunderland mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni á morgun en það verður í fyrsta sinn sem Anton Ferdinand mætir sínu gamla félagi á vellinum.

Hiddink segir að Gomes þurfi tíma

Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink segir að forráðamenn Tottenham verði að gefa markverðinum Heurelho Gomes tíma til að aðlagast knattspyrnunni í Englandi.

Zach Randolph skipt frá New York til LA Clippers

Það hefur verið mikið að gera á skrifstofunni hjá New York Knicks í kvöld og ef marka má heimildir ESPN er félagið nú að leggja lokahönd á önnur stór leikmannaskipti.

Úrvalsdeildarliðin áfram í bikarnum

Nokkrir leikir fóru fram í Subway bikarnum í körfubolta í kvöld. Úrvalsdeildarliðin Stjarnan, Tindastóll og Skallagrímur unnu sína leiki og tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitunum.

Róbert skoraði átta gegn sínum gömlu félögum

Gummersbach vann í kvöld öruggan sigur á Fram 38-27 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í handbolta, en leikið var ytra. Þýska liðið hafði tveggja marka forystu í hálfleik en stakk af í þeim síðari.

Ísland tapaði stórt fyrir Noregi

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í kvöld 36-15 fyrir því norska á Möbelringen mótinu sem fram fer í Noregi.

Gallas sviptur fyrirliðabandinu

Varnarmaðurinn William Gallas hefur verið sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal og verður ekki í hóp liðsins sem mætir Manchester City um helginia eftir því sem fram kemur á Sky í dag.

Adebayor styður Fabregas sem næsta fyrirliða

Emmanuel Adebayor sagði í viðtali við vefsíðu Sky að Cesc Fabregas gæti orðið næsti fyrirliði Arsenal. Fabregas er 21. árs en hann hefur leikið yfir 200 leiki í búningi Arsenal og skorað 27 mörk.

Vignir dæmdur í eins leiks bann

Aganefnd evrópska handboltasambandsins hefur úrskurðað Vigni Svavarsson í eins leiks bann hjá íslenska landsliðinu. Vignir fær bannið fyrir grófa og óíþróttamannslega framkomu í leik Noregs og Íslands þann 1. nóvember.

Jónas Grani á leið frá FH

Ljóst er að sóknarmaðurinn Jónas Grani Garðarsson verður ekki áfram í herbúðum FH en þetta staðfesti hann við vefsíðuna Fótbolti.net. Hann hyggst halda áfram í boltanum en mun ekki endurnýja samning við Íslandsmeistarana.

Steinar Nilsen þjálfar Brann

Steinar Nilsen hefur verið ráðinn þjálfari Íslendingaliðsins Brann í norska boltanum. Nilsen er 36 ára og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Brann.

Hamilton í hóp ökumanna á Wembley

Bretinn Lewis Hamilton verður í hópi ökumanna sem kemur við sögu á stórmóti kappakstursökumanna á Wembley 14. desember. Þar verður keppt á malbikaðri braut sem lögð verður yfir grasvöllinn.

FH og Haukar drógust saman - Fram og Valur mætast

Í hádeginu var dregið í átta liða úrslit Eimskips-bikars karla í handbolta. Tveir stórleikir verða á dagskránni en FH og Haukar mætast í Hafnarfjarðarslag og þá mætast Fram og Valur.

Brown frá í fimm vikur

Wes Brown, varnarmaður Manchester United, leikur ekki næstu fimm vikurnar vegna ökklameiðsla sem hafa verið að hrjá hann. Þessi 29 ára leikmaður lék síðast í 1-1 jafntefli gegn Everton þann 25. október.

Telur að Gallas haldi bandinu

Nigel Winterburn, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Arsene Wenger muni ekki taka fyrirliðabandið af William Gallas þrátt fyrir ummæli hans um samherja sína.

Ramos hefur áhuga á að snúa aftur til Englands

Spánverjinn Juande Ramos segist hafa áhuga á því að snúa aftur í knattspyrnustjórn í ensku úrvalsdeildinni. Hann var rekinn frá Tottenham í síðasta mánuði en liðið vann 21 af 54 leikjum undir hans stjórn.

City með risatilboð í Buffon?

Þær sögusagnir gerast æ háværari að Manchester City sé með í undirbúningi risatilboð í Gianluigi Buffon, markvörð Juventus á Ítalíu. Ekkert hefur verið staðfest í þessum efnum en ítalskir fjölmiðlar telja þetta líklegt.

Juventus ætlar að byggja nýjan völl

Ítalska stórliðið Juventus hefur kynnt áætlanir um byggingu á nýjum 40 þúsund sæta leikvangi. Juventus verður þá fyrsta félagið í ítölsku A-deildinni til að eignast aðalleikvang.

Of dýrt fyrir Bodö/Glimt að halda Birki

Ólíklegt er talið að norska liðið Bodö/Glimt geti haldið Birki Bjarnasyni sem var á lánssamningi hjá liðinu á nýliðnu tímabili frá Viking í Stafangri. Forráðamenn Bodö/Glimt telja verðmiðann á Birki of háan.

Hólmfríður til Kristianstad

Hólmfríður Magnúsdóttir er orðin fjórði Íslendingurinn í herbúðum sænska liðsins Kristianstad. Hún tók þá ákvörðun í gær að ganga til liðs við félagið frá KR en Fótbolti.net greindi frá því.

Sjá næstu 50 fréttir