Hamilton í hóp ökumanna á Wembley 21. nóvember 2008 13:00 Bretar munu fagna Lewis Hamilton á Wembley 14. desember, en þá verður hann meðal atriða á stórmóti kappakstursökumanna. mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton verður í hópi ökumanna sem kemur við sögu á stórmóti kappakstursökumanna á Wembley 14. desember. Þar verður keppt á malbikaðri braut sem lögð verður yfir grasvöllinn. Hamilton mun aka Formúlu 1 bíl á brautinni og mun auk þess spyrna Mercedes Benz sportbíl gegn sprettharðasta reiðhjólamanni Breta. Atriði með Hamilton verður meðal sýningaratriða á mótinu, þar sem fjöldi Formúlu 1 ökumanna keppir í útsláttakeppni á ýmis konar farartækjum á samhliða braut á malbiki. Þetta mót hefur verið haldið í mörg ár og er einskonar uppskeruhátið fyrir ökumenn og meðal keppenda verður Michael Shumachher, Seabstian Vettel, David Coulthard og Jenson Button úr röðum ökumanna. Heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastian Loeb mætir á svæðið og heldur uppi heiðri Frakklands en mótið er einskonar liðakeppni á milli landa. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en auk kappaksturs er fjöldi sýningaratrið á mótinu þar sem áhættuökumenn koma við sögu. "Ég get ekki keppt í mótinu, þar sem ég þarf að vera viðstaddur útnefningu BBC á íþrótttamanni ársins", sagði Hamilton, en skipuleggjendur mótsins fögnuðu því þó að hann mætir og verður viðburðurinn notaður sem vettvangur fyrir Breta að fagna meistaratitili Hamiltons. Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton verður í hópi ökumanna sem kemur við sögu á stórmóti kappakstursökumanna á Wembley 14. desember. Þar verður keppt á malbikaðri braut sem lögð verður yfir grasvöllinn. Hamilton mun aka Formúlu 1 bíl á brautinni og mun auk þess spyrna Mercedes Benz sportbíl gegn sprettharðasta reiðhjólamanni Breta. Atriði með Hamilton verður meðal sýningaratriða á mótinu, þar sem fjöldi Formúlu 1 ökumanna keppir í útsláttakeppni á ýmis konar farartækjum á samhliða braut á malbiki. Þetta mót hefur verið haldið í mörg ár og er einskonar uppskeruhátið fyrir ökumenn og meðal keppenda verður Michael Shumachher, Seabstian Vettel, David Coulthard og Jenson Button úr röðum ökumanna. Heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastian Loeb mætir á svæðið og heldur uppi heiðri Frakklands en mótið er einskonar liðakeppni á milli landa. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en auk kappaksturs er fjöldi sýningaratrið á mótinu þar sem áhættuökumenn koma við sögu. "Ég get ekki keppt í mótinu, þar sem ég þarf að vera viðstaddur útnefningu BBC á íþrótttamanni ársins", sagði Hamilton, en skipuleggjendur mótsins fögnuðu því þó að hann mætir og verður viðburðurinn notaður sem vettvangur fyrir Breta að fagna meistaratitili Hamiltons.
Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira