Fleiri fréttir

Samdráttur hjá Valsmönnum

Knattspyrnudeild Vals mun væntanlega ekki hafa erlenda leikmenn í sínum röðum á næsta ári og á það við um bæði karla- og kvennaflokka félagsins.

Sjúkralisti Hollendinga lengist

Hollendingar verða án nokkurra lykilmanna þegar liðið tekur á móti Íslendingum í undankeppni HM á laugardaginn.

Klinsmann óttast ekki að verða rekinn

Jurgen Klinsmann þjálfari Bayern Munchen óttast ekki að verða rekinn frá félaginu þó það hafi ekki byrjað eins illa í úrvalsdeildinni í meira en þrjá áratugi.

Nistelrooy: Ronaldo kemur til Real

Ruud van Nistelrooy segir að Cristiano Ronaldo muni ganga til liðs við Real Madrid, annað hvort í sumar eða næsta sumar.

Yfirgnæfandi líkur á að Bailey fari heim

Að sögn Óla Björns Björgvinssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, eru yfirgnæfandi líkur á því að Damon Bailey, bandarískur leikmaður liðsins, verði leystur undan samningi sínum við félagið.

Erlendir leikmenn Keflavíkur sendir heim

Nú hefur meirihluti félaga í Iceland Express deild karla gripið til aðgerða vegna fjárhagskreppunnar hér á landi. Keflavík hefur ákveðið að senda sína erlendu leikmenn heim á leið.

Framtíð Formúlu 1 í hættu vegna kostnaðar

Forseti FIA, Max Mosley telur að framtíð Formúlu 1 sé í hættu, leiti forráðamenn keppnisliða ekki leiða til að minnka rekstrarkostnað. FIA vill að keppnislið komu með hugmyndir til að minnka kostnað verulega fyrir árið 2010.

Selfyssingar gætu komist í úrvalsdeildina

Ef Fram og Fjölnir verða sameinuð og tefla fram einu liði í efstu deild karla í knattspyrnu á næsta ári er ljóst að þar með losnar sæti fyrir eitt lið.

Jói Kalli fékk ekki verðlaunin

Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki valinn leikmaður septembermánaðar í ensku B-deildinni en hann var einn fjögurra sem var tilnefndur.

Kemur til greina að banna skuldsett félög

Svo gæti farið að mjög skuldsett knattspyrnufélög verði útilokuð frá Evrópukeppnunum í knattspyrnu, að sögn David Taylor, framkvæmdarstjóra Knattspyrnusambands Evrópu.

Ísland á uppleið

Ísland færðist upp um fjögur sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem birtur var í dag. Ísland er í 103. sæti listans.

West Ham verður að selja til að kaupa

Ásgeir Friðgeirsson, varastjórnarformaður West Ham, segir að það sé ljóst að ef Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri liðsins, vill fá nýja leikmenn til félagsins verður hann að selja aðra til að eiga fyrir því.

Fimm eiga möguleika á titlinum

Þriðja síðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram í Japan um helgina og fyrstu æfingar verða á aðfaranótt föstudags. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á titlinum.

Stjarnan segir upp samningi Sovic

Stjórn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur tekið þá ákvörðun að rifta samningi við Nemanja Sovic. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Njarðvík segir upp erlendum leikmönnum

Stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fundaði í kvöld um ástandið sem hefur skapast á undanförnum dögum. Er skemmst frá því að segja að ákveðið var að segja upp samningum við þá erlendu leikmenn sem voru á mála hjá félaginu.

Pavlyuchenko frá í þrjár vikur

Roman Pavlyuchenko, leikmaður Tottenham, leikur ekki meira þennan mánuðinn vegna meiðsla. Þessi rússneski sóknarmaður þurfti að yfirgefa völlinn í tapinu gegn Hull um helgina.

Ranieri nýtur trausts

Jean-Claude Blanc, stjórnarmaður hjá Juventus, segir að þjálfarinn Claudio Ranieri hafi fullan stuðning hjá stjórn félagsins. Framtíð Ranieri hefur verið talin í lausu lofti vegna dapurs gengis hjá Juventus að undanförnu.

ÍR vann Aftureldingu

Topplið 1. deildarinnar í handbolta mættust í kvöld í 32-liða úrslitum Eimskips-bikarsins. ÍR tók á móti Aftureldingu í Austurberginu og vann eins marks sigur.

Fabregas dreymir um Barcelona

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal sagði í viðtali við útvarpsstöð í heimalandi sínu að hann ætli sér að skoða sín mál eftir leiktímabilið.

Þórir: Sum félög eiga í vandræðum

Blóðugur niðurskurður er framundan í íþróttahreyfingunni. Framkvæmdastjóri KSÍ sagði í fréttum Stöðvar 2 að sum íþróttafélög ættu í vandræðum en KSÍ standi ágætlega og eigi engin hlutabréf.

Þjálfari Brann hættir eftir tímabilið

Mons Ivar Mjelde mun hætta sem þjálfari norska liðsins Brann eftir tímabilið. Þetta var ákvörðun stjórnar félagsins þar sem gengi liðsins hefur ekki verið eftir væntingum.

Skrtel gæti snúið aftur fyrir jól

Meiðsli varnarmannsins Martin Skrtel hjá Liverpool eru ekki eins slæm og óttast var í fyrstu. Ljóst er að hann þarf ekki að gangast undir aðgerð á hné og gæti snúið aftur á knattspyrnuvöllinn fyrir jól.

Palacios orðaður við Man Utd

Ensku götublöðin segja að Manchester United hyggist gera tilboð í Wilson Palacios, leikmann Wigan. Sir Alex Ferguson er talinn vera mjög hrifinn af þessum 24 ára miðjumanni.

Þjálfaraskipti hjá Recreativo Huelva

Spænska liðið Recreativo Huelva skipti í dag um þjálfara. Maolo Zambrano var rekinn úr starfi vegna dapurs árangurs að undanförnu en Lucas Alcaraz tekur við starfi hans.

Skallagrímur að missa þjálfarann

Hafsteinn Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms, segir að mestar líkur séu á því að erlendir leikmenn félagsins verði sendir heim.

18 mót í Formúlu 1 á næsta ári

FIA gaf í dag út dagatal fyrir Formúlu 1 mótaröðina á næsta ári. Átjan mót verða á dagskrá og nýr mótsstaður í Abu Dhabi verður í lok ársins.

Toppliðin í körfunni uggandi

„Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur.

FSu í góðri stöðu

Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari FSu, segir að liðið standi mjög vel hvað varðar það umrót sem hefur átt sér stað í körfuboltahreyfingunni undanfarna daga.

Hallgrímur til GAIS á reynslu

Hallgrímur Jónasson, leikmaður Keflavíkur, mun halda til Svíþjóðar um helgina og æfa með úrvalsdeildarfélaginu GAIS.

Að gefnu tilefni

Það skal skýrt tekið fram að Sinisa Kekic tengist á engan hátt fréttaflutningi af meintri hagræðingu úrslits í leik HK og Grindavíkur.

Fall Landsbankans hefur ekki áhrif á West Ham

Eftir því sem kemur fram á BBC hefur fall Landsbankans ekki áhrif á stöðu West Ham en Björgólfur Guðmundsson, fyrrum formaður bankaráðs Landsbankans og einn af aðaleigendum bankans, er eigandi West Ham.

Agger ætlar að nýta tækifærið

Daniel Agger er ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliði Liverpool á nýjan leik en sagði að ástæður þess séu allt annað en af hinu góða.

HK gat ekki staðfest ásakirnar

Samkvæmt yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu HK í dag var ekki hægt að staðfesta þær ásakanir um að leikmaður félagsins hafi reynt að hagræða úrslitum leiks HK og Grindavíkur í sumar.

Ekki hægt að segja upp öllum útlendingum fyrir norðan

Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð.

Ferrari breytir um herfræði í lokamótunum

Ferrari hefur ákveðið að hætta notkun ljósabúnaðar sem átti þátt í því að Felipe Massa fékk engin stig í síðasta móti. Mikil hætta skapaðist þegar þjónustumaður gerði mistök og ræsti Massa af stað þó þjónusuhléi væri ekki lokið.

Blikar segja upp erlendum leikmönnum

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur ákveðið, rétt eins og ÍR og Snæfell, að segja upp samningum þeirra erlendu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu.

Hermann og félagar fengu AC Milan

Dregið var í riðlakepppni UEFA-bikarkeppninnar í dag og lentu Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth í riðli með ítölsku risunum í AC Milan.

Allardyce gagnrýnir Ashley

Sam Allardyce, fyrrum stjóri Newcastle, segir að Mike Ashley, eigandi félagsins, hafi aðeins keypt Newcastle til að hagnast á því.

Sjá næstu 50 fréttir