Handbolti

Kiel í sterkri stöðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson átti góðan leik þrátt fyrir tap Ciudad Real í dag.
Ólafur Stefánsson átti góðan leik þrátt fyrir tap Ciudad Real í dag. Nordic Photos / AFP
Kiel vann í dag sigur á Ciudad Real, 29-27, í fyrri viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Leikurinn fór fram á Spáni og stendur því Kiel afar vel að vígi fyrir síðari viðureignina sem fer fram í Þýskalandi um næstu helgi.

Kiel hafði forystu í hálfleik, 14-13, en Ciudad Real náði frumkvæðinu snemma í síðari hálfleik. Þjóðverjarnir náðu hins vegar undirtökunum aftur síðasta stundarfjórðunginn og unnu góðan tveggja marka sigur.

Ólafur Stefánsson átti þó góðan leik í liði Ciudad Real og skoraði sjö mörk auk þess sem hann átti fjölda stoðsendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×