Fleiri fréttir

Bryant verðmætasti leikmaðurinn

Kobe Bryant, stórstjarna LA Lakers, var í gær formlega útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni. Hann fór fyrir liði sínu sem náði besta árangrinum í Vesturdeildinni.

Boston vann nauman sigur á Cleveland í fyrsta leik

Deildarmeistarar Boston Celtics unnu í nótt nauman 76-72 sigur á Cleveland í fyrsta leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Harður varnarleikur og barátta einkenndi leikinn og voru flestar stórstjörnunar langt frá sínu besta í sóknarleiknum.

Joaquin til Everton?

Joaquin gæti farið til Everton í sumar. Þessi vængmaður Valencia vill yfirgefa spænska liðið eftir tímabil vonbrigða og David Moyes vill fá hann. Joaquin er einnig á óskalista ítalska liðsins Roma.

Ian Wright gerir upp tímabilið

Breska blaðið The Sun fékk markahrókinn fyrrverandi Ian Wright til að gera upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Lokaumferðin verður leikin um næstu helgi. Hér að neðan má sjá val Ian Wright í hinum ýmsu flokkum.

Byrjunarlið kvennalandsliðsins

Íslenska kvennlandsliðið leikur seinni vináttulandsleikinn gegn Finnlandi á morgun kl. 15:30 og verður leikið í Lahti á leikvelli sem notaður verður í úrslitakeppni EM 2009.

Þrettán mörk í fjórum leikjum

Þrettán mörk voru skoruð í þeim fjórum leikjum sem fram fóru í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Schalke komst upp í annað sæti deildarinnar með 3-0 útisigri gegn Bochum.

Hefur engan áhuga á gjaldkeranum

„Ef maður fer í þetta þá fer maður af fullum krafti. Það er alveg ákveðið," sagði Hlynur Sigmarsson í viðtali við Stöð 2 í kvöld. Mjög líklegt er að Hlynur muni bjóða sig fram sem næsti formaður HSÍ.

Guardiola líklegastur til að taka við Barcelona

Josep Guardiola, fyrrum fyrirliði Barcelona, er talinn líklegastur til að taka við sem þjálfari liðsins í sumar. Reiknað er með að Frank Rijkaard muni taka pokann sinn eftir tímabilið.

KR í appelsínugult

KR kynnti í dag nýjan varabúning félagsins sem það mun nota í Landsbankadeildinni í sumar. Nýr varabúningur félagsins er framleiddur af Nike en hann er appelsínugulur.

Wade æfir með einkaþjálfara Jordan

Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat vinnur nú hörðum höndum að því að ná fyrri styrk eftir erfið meiðsli undanfarin tvö ár.

Scolari orðaður við City á ný

Orðrómur þess efnis að Luiz Felipe Scolari muni taka við Sven-Göran Eriksson sem stjóri Manchester City í sumar er nú kominn á flug á ný. Fréttamiðlar í Portúgal segja að Scolari muni taka við City eftir að hann lýkur verkefni sínu með landslið Portúgal á EM í sumar.

Englendingar ætla í undanúrslit

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út áætlanir sínar með landsliðið á HM 2010 og EM 2012 og ætlar Fabio Capello að koma liðinu í það minnsta í undanúrslit á öðru hvoru mótinu.

Lehmann sendi frá sér kveðjuyfirlýsingu

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal hefur verið iðinn við að gefa út umdeildar yfirlýsingar í tíð sinni hjá félaginu. Hann lék sinn síðasta leik á Emirates um helgina og sendi stjóra sínum litla pillu af því tilefni í viðtali við Daily Star í dag.

Antonio Valencia er leikmaður 37. umferðar

Vængmaðurinn Antonio Valencia sló í gegn um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Wigan í óvæntum 2-0 útisigri liðsins á Aston Villa. Sigurinn þýddi að sæti Wigan í úrvalsdeildinni er tryggt, þrátt fyrir að það hefði aðeins fengið 9 stig í fyrstu 16 umferðunum.

Keegan tekur til í herbúðum Newcastle

Kevin Keegan hefur ákveðið að láta þrjá af leikmönnum Newcastle fara í sumar. Þetta eru þeir Peter Ramage, James Troisi og Stephen Carr. Þeir eru allir samningslausir í sumar.

Mourinho fékk risatilboð í fyrra

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, segist sjá eftir því að hafa ekki gengið að góðu tilboði frá evrópsku toppliði sem hann fékk í lok síðustu leiktíðar. Mourinho hætti hjá Chelsea í september í fyrra og hefur verið atvinnulaus síðan.

Super Aguri dregur sig úr keppni

Lið Super Aguri hefur dregið sig úr keppni í Formúlu 1 vegna fjárhagsörðugleika. Japanska liðið verður því ekki með í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi.

10 bestu kaupin á Englandi

Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu leikmannakaupin í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það kemur ef til vill ekki á óvart að þar er Fernando Torres hjá Liverpool í toppsætinu.

Vill að Fabregas fari fram á sölu

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segist ekki vilja valda vandræðum í herbúðum annara félaga og hefur því komið þeim skilaboðum til Cesc Fabregas hjá Arsenal að hann fari fram á sölu svo hann geti farið til Real.

Nani biðst afsökunar

Vængmaðurinn Nani hjá Manchester United hefur beðist afsökunar á því að hafa skallað West Ham manninn Lucas Neill í leik liðanna á laugardaginn, en Nani var vikið af leikvelli fyrir uppátækið.

Ekki erfitt að lokka Flamini frá Arsenal

Ariedo Braida, yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan, segir að það hafi hreint ekki verið erfitt að lokka Mathieu Flamini frá Arsenal. Hann á þó ekki von á að geta gert það sama við Didier Drogba hjá Chelsea.

NBA: Meistararnir 2-0 undir gegn New Orleans

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt. Detroit náði 2-0 forystu gegn Orlando og New Orleans vann öruggan sigur á meisturum San Antonio.

Adam Scott í þriðja sætið

Það voru ekki miklar breytingar á nýjum heimslista í golfi sem kynntur var á mánudag. Ástralinn Adam Scott komst þó uppfyrir Suður-Afríkumanninn Ernie Els í þriðja sætinu.

Sigmundur missir af fyrstu leikjum Þróttar

Sigmundur Kristjánsson mun missa af byrjun Íslandsmótsins vegna meiðsla á hné. Fótbolti.net greinir frá þessu. Sigmundur gekk til liðs við Þrótt, uppeldisfélag sitt, frá KR í vetur.

Inter þarf að sýna hugrekki

Eftir að hafa tapað í grannaslagnum gegn AC Milan hefur Massimo Moratti, forseti Ítalíumeistara Inter, biðlað til leikmanna sinna að sýna hugrekki svo liðið tryggi sér ítalska meistaratitilinn.

Keegan fær nóg til að eyða

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur fengið loforð frá stjórn félagsins um að hann fái nægt fé til leikmannakaupa til að geta lokkað stórstjörnur til félagsins.

Viktor spilar ekki með Þrótti í sumar

Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason mun ekki geta leikið með Þrótti í Landsbankadeildinni í sumar. Þessi efnilegi leikmaður er með brotinn hryggjarlið í baki en þetta kom fram á vefsíðunni Fótbolti.net.

Terry hefur trú á Wigan

John Terry, varnarmaður Chelsea, segist bjartsýnn á að Wigan geti tekið stig af Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Fimmta jafntefli GAIS

GAIS gerði í kvöld markalaust jafntefli við Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Eyjólfur Héðinsson og Jóhann B. Guðmundsson komu báðir inn sem varamenn í liði GAIS.

Tvöfalt hjá kvennaliði Arsenal

Kvennalið Arsenal vann FA bikarinn í dag með fyrirhafnarlitlum 4-1 sigri gegn kvennaliði Leeds. Arsenal er algjört yfirburðarlið í ensku kvennafótbolta og vann einnig Englandsmeistaratitilinn.

Hans Mathiesen í Keflavík

Danski miðjumaðurinn Hans Mathiesen er genginn í raðir Keflvíkinga. Landsbankadeildin hefst næsta laugardag en Keflvíkingar taka þá á móti Íslandsmeisturum Vals.

Flamini kominn í AC Milan

Mathieu Flamini hefur gengið frá fjögurra ára samningi við ítalska félagið AC Milan.

Chelsea heldur í vonina

Chelsea á enn möguleika á að vinna enska meistaratitilinn eftir 2-0 útisigur á Newcastle í leik liðanna í dag. Michael Ballack og Florent Malouda skoruðu mörk þeirra bláu í dag og nú er ljóst að baráttan á toppi og botni deildarinnar heldur áfram fram á lokadag deildarinnar.

Justin Shouse í Stjörnuna

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur samið við leikstjórnandann Justin Shouse um að leika með liðinu næsta vetur. Þetta staðfesti Gunnar Sigurðsson formaður kkd Stjörnunnar í samtali við Vísi.

Skammast sín fyrir klæðskiptingahneykslið

Framherjinn Ronaldo segist skammast sín mikið eftir klæðskiptingahneykslið á dögunum og segir þetta vera stærstu mistök sem hann hafi gert á knattspyrnuferlinum.

Mellberg táraðist í kveðjuleiknum

Sænski varnarjaxlinn Olof Mellberg spilaði um helgina sinn síðasta leik á Villa Park þegar lið hans Aston Villa tapaði fyrir Wigan. Mellberg er á leið til Juventus í sumar, en hann var hylltur af stuðningsmönnum Villa eftir leikinn.

Aðgöngumiðar í stað vegabréfa

Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir fólki sem er með miða á úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í kring um úrslitaleikinn í Moskvu þann 21. maí. Þetta er einsdæmi að sögn talsmanns skipuleggjenda viðburðarins.

Okkur vantaði 1,5 milljarð til að klára þetta

"Það var gaman að sjá að þetta gekk upp hjá þeim," sagði Gunnar Þór Gíslason, fyrrum stjórnarformaður Stoke City þegar Vísir náði tali af honum í dag. Gunnar fór fyrir Stoke City Holdings sem seldi félagið árið 2006 eftir nokkurrra ára baráttu við að koma liðinu í hóp þeirra bestu.

Jón og Pálína best hjá Keflavík

Jón Norðdal Hafsteinsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru um helgina útnefnd bestu leikmenn vetrarins á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki.

D´Antoni í viðræðum við New York og Chicago

Nú þykir líklegt að Mike D´Antoni þjálfari Phoenix muni hætta hjá félaginu í sumar. Útvarpsstöð í Phoenix greindi frá því í gærkvöld að þjálfarinn hefði fengið leyfi frá stjórn félagsins um að ræða við Chicago og New York, en þessi félög eru bæði þjálfaralaus.

38 milljóna bónus bíður leikmanna United

Breska blaðið Daily Mail fullyrðir að hver leikmaður Manchester United muni fá 38 milljónir króna í bónus ef liðinu tekst að vinna sigur í bæði ensku deildinni og Evrópukeppninni í vor.

Roy Keane er samur við sig

Roy Keane, stjóri Sunderland, hefur tekið fyrir það að leikmenn hans haldi á einn eða annan hátt upp á að hafa haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni eftir lokaleikinn gegn Arsenal á heimavelli um næstu helgi.

Nolan: Leyfið Diouf að fara

Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, hvetur stjórn félagsins til að leyfa sóknarmanninum El-Hadji Diouf að fara frá félaginu í sumar. Senegalinn hefur farið fram á að verða seldur frá Bolton óháð því hvort liðið fellur úr úrvalsdeildinni eður ei.

Sjá næstu 50 fréttir