Fleiri fréttir

Rafa hrifinn af Rafinha

Rafael Benítez hefur sent njósnara sína til að fylgjast með brasilíska bakverðinum Rafinha. Leikmaðurinn hefur leikið með Schalke í Þýskalandi síðan 2005 og vakið athygli fyrir góðan leik.

Frank Bruno vill aðstoða Gascoigne

Frank Bruno, fyrrum hnefaleikakappi, segist finna til með Paul Gascoigne eftir að þessi fyrrum enski landsliðsmaður var handtekinn fyrir undarlega hegðun á hóteli.

Aston Villa vann Reading

Aston Villa heldur áfram í baráttu sinni fyrir fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið vann í dag 2-1 sigur á útivelli gegn Reading sem er í vondri stöðu í fallsæti.

Wenger dregur ummælin til baka

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur dregið ummæli sín um Martin Taylor leikmann Birmingham til baka. Wenger sagði upphaflega að Taylor ætti aldrei að fara inn á fótboltavöll aftur.

Beckham bjó til bæði mörkin

David Beckham og félagar hans í bandaríska liðinu LA Galaxy höfnuðu í þriðja sæti á móti sem fram fór á Hawai. Beckham lagði upp bæði mörk liðsins þegar það vann Sidney frá Ástralíu 2-1 í bronsleiknum.

Chelsea sigurstranglegra

Juande Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham, er bjartsýnn fyrir viðureignina gegn Chelsea í úrslitum enska deildabikarsins. Leikurinn hefst klukkan 15:00 í dag og verður í beinni útsendingu á Sýn.

Woods mætir Cink í úrslitum

Tiger Woods og Stewart Cink munu mætast í úrslitum í heimsmeistarakeppninni í holukeppni. Woods sigraði síðast í þessu móti fyrir fjórum árum en Cink hefur aldrei komist svona langt.

NBA í nótt: Miami tapaði enn einu sinni

Philadelphia sá til þess í nótt að Miami tapaði ellefta leik sínum í röð í NBA deildinni. Philadelphia vann 101-96 eftir framlengdan leik á útivelli.

Klárlega einn af leikjum ársins í N1-deildinni

Fram og Haukar mætast í toppbaráttuleik N1-deildar karla í handbolta í Framhúsinu í Safamýri kl. 16:00 í dag. Liðin skildu jöfn 29-29 í Framhúsinu í lok september og Haukarnir unnu 26-20 tæpum mánuði síðar að Ásvöllum í N1-deildinni fyrr í vetur.

Harmleikur Handknattleikssambandsins

Að fylgjast með framgöngu Handknattleikssambands síðustu daga og vikur er eins og að fylgjast með hádramatískum harmleik. Það er fyrir löngu orðið átakanlegt að fylgjast með klaufagangnum í kringum ráðningu landsliðsþjálfara og sér ekki fyrir endann á þeirri vitleysu.

Nýliðar vekja athygli

Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku og meðal ökumanna verður Michael Schumacher.

Woods mætir meistaranum

Tiger Woods komst í dag í undanúrslit í heimsmeistarakeppninni í holukeppni sem fer fram í Arizona í Bandaríkjunum.

United minnkaði forskot Arsenal

Manchester United vann stórsigur á Newcastle á útivelli í dag, 5-1, og minnkaði þar með forskot Arsenal á toppi deildarinnar í þrjú stig.

Henry og Deco hvíldir - Eiður með

Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun.

Guðjón Valur með sjö mörk

Guðjón Valur skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach sem vann þriggja marka sigur á Balingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 33-30.

Eggert átti þátt í sigurmarki Hearts

Hearts vann í dag 1-0 útisigur á Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir Hearts og átti þátt í sigurmarkinu.

Wenger vill Taylor í lífstíðarbann

Arsene Wenger segir að brot Martin Taylor á Eduardo Da Silva í dag hafi verið gerð með ásetningi og að fyrir vikið eigi hann að vera dæmdur í lífstíðarbann.

Jafntefli í meiðslaleik Eduardo

Birmingham og Arsenal gerðu 2-2 jafntefli í leiknum sem verður minnst fyrir hrottalega tæklingu Martin Taylor á Eduardo Da Silva, leikmanni Arsenal.

Pavel með sex stig í tapleik

Pavel Ermolinskij skoraði sex stig fyrir Huelva sem tapaði fyrir Bruesa í spænsku B-deildinni í körfubolta í gær.

Tiger áfram eftir bráðabana

Tiger Woods komst áfram í fjórðungsúrslit heimsmeistarakeppninnar í holukeppni sem fer fram í Arizona í Bandaríkjunum.

NBA í nótt: Toppliðin töpuðu

Topplið bæði Austur- og Vesturdeildarinnar, Boston Celtics og New Orleans Hornets, töpuðu sínum leikjum í NBA-deildinni í nótt.

Guðmundur betri kostur en Viggó

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði hefur ákveðnar skoðanir á landsliðsþjálfaramálum íslenska landsliðsins. Hann mælir með Óskari Bjarna Óskarssyni í starfið en segir fleiri kosti koma til greina.

HK burstaði Val

HK tók Val í kennslustund í Digranesinu í leik kvöldsins í N1 deild karla í handbolta. HK menn sigruðu 31-23 eftir að hafa verið yfir 19-12 í hálfleik. Tomas Eitutis skoraði 11 mörk fyrir HK og Ólafur Ragnarsson 6, en Arnór Malmquist skoraði 7 mörk fyrir Val.

Boltinn er hjá HSÍ

Aron Kristjánsson er afar ósáttur við ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í þættinum Utan Vallar á Sýn í gærkvöld þar sem hann gagnrýndi Aron og Dag Sigurðsson harðlega fyrir m.a. "slæma viðskiptahætti og kjarkleysi" í viðræðum sínum við HSÍ þar sem ráða átti landsliðsþjálfara.

Þorbergur talaði ekki fyrir hönd stjórnar HSÍ

Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, segir að ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í þættinum Utan Vallar á Sýn í gærkvöldi hafi verið óheppileg, en tekur fram að hann hafi ekki verið að tala fyrir munn stjörnar HSÍ þegar hann skaut föstum skotum að Aron Kristjánssyni og Degi Sigurðssyni.

Vorum fjórum til fimm skrefum á eftir þeim

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna var ekki ánægður eftir átta marka tap liðsins gegn HK í Digranesi í kvöld. "Þeir voru miklu betri í dag, þeir voru allir heitir og Petkevicius var að verja allan tímann."

Miðar kosta allt að 200 þúsund krónum

Þeir sem vilja fá góð sæti á úrslitaleik Tottenham og Chelsea í deildarbikarnum á Wembley á sunnudaginn verða að vera tilbúnir að opna budduna.

Chelsea ætlar ekki að bjóða í Ronaldinho

Stjórnarformaður Chelsea segir félagið ekki ætla að reyna að klófesta Brasilíumanninn Ronaldinho frá Barcelona í sumar, en viðurkennir að það hafi um tíma komið til greina.

Van Basten tekur við Ajax

Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Marco van Basten hefur samþykkt að taka við liði Ajax í heimalandi sínu á næstu leiktíð. Van Basten lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Hollendinga eftir Evrópumótið í sumar og tekur þá við stjórnartaumunum hjá gamla félaginu sínu.

Chicago - Denver í beinni á Sýn í nótt

Leikur Chicago Bulls og Denver Nuggets í NBA deildinni verður sýndur beint á Sýn í nótt klukkan eitt eftir miðnætti Hér er á ferðinni viðureign tveggja liða sem eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Ronaldo vonast til að spila aftur

Brasilíumaðurinn Ronaldo segir að ferli sínum sé ekki lokið en hann gekkst undir aðgerð vegna alvarlegra meiðsla á hné nýverið.

Íslenskir þjálfarar úr myndinni?

Vísir hafði samband við þrjá þjálfara í efstu deild karla en enginn þeirra hefur heyrt neitt í HSÍ varðandi ráðningu nýs landsliðsþjálfara.

Patrekur vill vinna með Bogdan

Patrekur Jóhannesson segir að Bogdan Kowalczyk hafi réttu hugmyndirnar um hvað nýr landsliðsþjálfari þurfi að gera eins og sá síðarnefndi lýsir í viðtali við Vísi í dag.

Þremenningarnir þögulir

Þeir Dagur Sigurðsson, Geir Sveinsson og Aron Kristjánsson vilja ekkert segja um það sem kom fram hjá Þorbergi Aðalsteinssyni, stjórnarmanni HSÍ, í Utan vallar á Sýn í gær.

Formaður HSÍ vill ekkert segja

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ, vill ekkert segja að svo stöddu um ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í Utan vallar á Sýn í gær.

Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi

Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina.

Þorbergur í Utan vallar

Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður í HSÍ, gagnrýndi þá sem höfnuðu starfi landsliðsþjálfara harkalega í þættinum Utan vallar á Sýn í gær.

Ramos hrósaði Robinson

Juande Ramos hrósaði mjög markverðinum Paul Robinson fyrir frammistöðu hans í leik Tottenham og Slavia Prag í gær.

Bolton kvartar undan spænsku lögreglunni

Bolton hefur sent Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA) formlega kvörtun vegna framkomu spænsku lögreglunnar í garð stuðningsmanna Bolton á leiknum gegn Atletico Madrid í gær.

Sjá næstu 50 fréttir