Patrekur vill vinna með Bogdan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2008 14:58 Patrekur Jóhannsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta. Patrekur Jóhannesson segir að Bogdan Kowalczyk hafi réttu hugmyndirnar um hvað nýr landsliðsþjálfari þurfi að gera eins og sá síðarnefndi lýsir í viðtali við Vísi í dag. Bogdan sagði í viðtali vera reiðubúinn að hjálpa íslenska landsliðinu enda hafi hann fylgst vel með því þó hann hafi síðast þjálfað liðið árið 1990. Hann er með skýrar hugmyndir um hvað landsliðið þurfi að gera til að ná árangri. Patrekur hefur áður lýst yfir sams konar skoðunum og segir að lykilatriði sé að hugsa lengra fram í tímann heldur bara til næsta móts. „Ef HSÍ fer þá leið að ræða við Bogdan gæti ég vel hugsað mér að koma að málinu. Ég hef ekki mikla reynslu en er nú að útskrifast í vor sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á handboltaþjálfun. Sjálfur stefni ég að því að fara í þjálfun í meistaraflokki hér heima." „Eins og hann segir er hitinn og þunginn á aðalþjálfaranum en það þyrfti að vera með mann sem er í góðu sambandi við félögin og leikmenn hér heima. Ég myndi svo sannarlega skoða þetta vel ef til mín yrði leitað." Patrekur talar þýsku, rétt eins og Bogdan, og þekkir vitanlega mjög vel til landsliðsins enda stutt síðan að hann hætti að leika með því sjálfur. „Bogdan hefur verið að starfa sem þjálfari og hefur greinilega fylgst vel með íslenskum handknattleik. Eins og hann segir þá þarf HSÍ að mynda sér skýra stefnu. Eins og til dæmis með B-liðið. Það á ekki að fara í slík verkefni fyrst korteri fyrir mót. Það þarf að festa þessa hluti nákvæmlega niður." „Það þarf að mynda afrekshóp leikmanna sem leika hér á landi og eru að banka á landsliðsdyrnar. Sá hópur á að æfa meira þannig að það líkist meira atvinnumannaþjálfun. Þetta eru framtíðarmenn og það þarf nauðsynlega að mynda afreksstefnu í kringum þá. Ég veit að það hefur ekki verið gert." Patrekur segist vera með fleiri hugmyndir sem hann hefur fest niður á blað. „Það var alltaf planið hjá mér að setjast niður með nýjum landsliðsþjálfara og kynna honum mínar hugmyndir. Ég er auðvitað ekki búinn að gera það enda ekki búið að ráða neinn." „En ég veit auðvitað ekki hvort það sé áhugi fyrir því að ráða Bogdan. Það hefur verið rætt um að fá erlendan þjálfara og ég veit ekki hvaða nöfn hafa verið nefnd í því samhengi. En ef það yrði talað við hann væri ég til að koma að því." Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Patrekur Jóhannesson segir að Bogdan Kowalczyk hafi réttu hugmyndirnar um hvað nýr landsliðsþjálfari þurfi að gera eins og sá síðarnefndi lýsir í viðtali við Vísi í dag. Bogdan sagði í viðtali vera reiðubúinn að hjálpa íslenska landsliðinu enda hafi hann fylgst vel með því þó hann hafi síðast þjálfað liðið árið 1990. Hann er með skýrar hugmyndir um hvað landsliðið þurfi að gera til að ná árangri. Patrekur hefur áður lýst yfir sams konar skoðunum og segir að lykilatriði sé að hugsa lengra fram í tímann heldur bara til næsta móts. „Ef HSÍ fer þá leið að ræða við Bogdan gæti ég vel hugsað mér að koma að málinu. Ég hef ekki mikla reynslu en er nú að útskrifast í vor sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á handboltaþjálfun. Sjálfur stefni ég að því að fara í þjálfun í meistaraflokki hér heima." „Eins og hann segir er hitinn og þunginn á aðalþjálfaranum en það þyrfti að vera með mann sem er í góðu sambandi við félögin og leikmenn hér heima. Ég myndi svo sannarlega skoða þetta vel ef til mín yrði leitað." Patrekur talar þýsku, rétt eins og Bogdan, og þekkir vitanlega mjög vel til landsliðsins enda stutt síðan að hann hætti að leika með því sjálfur. „Bogdan hefur verið að starfa sem þjálfari og hefur greinilega fylgst vel með íslenskum handknattleik. Eins og hann segir þá þarf HSÍ að mynda sér skýra stefnu. Eins og til dæmis með B-liðið. Það á ekki að fara í slík verkefni fyrst korteri fyrir mót. Það þarf að festa þessa hluti nákvæmlega niður." „Það þarf að mynda afrekshóp leikmanna sem leika hér á landi og eru að banka á landsliðsdyrnar. Sá hópur á að æfa meira þannig að það líkist meira atvinnumannaþjálfun. Þetta eru framtíðarmenn og það þarf nauðsynlega að mynda afreksstefnu í kringum þá. Ég veit að það hefur ekki verið gert." Patrekur segist vera með fleiri hugmyndir sem hann hefur fest niður á blað. „Það var alltaf planið hjá mér að setjast niður með nýjum landsliðsþjálfara og kynna honum mínar hugmyndir. Ég er auðvitað ekki búinn að gera það enda ekki búið að ráða neinn." „En ég veit auðvitað ekki hvort það sé áhugi fyrir því að ráða Bogdan. Það hefur verið rætt um að fá erlendan þjálfara og ég veit ekki hvaða nöfn hafa verið nefnd í því samhengi. En ef það yrði talað við hann væri ég til að koma að því."
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni