Þorbergur talaði ekki fyrir hönd stjórnar HSÍ 22. febrúar 2008 18:37 Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ MYND/Pjetur Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, segir að ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í þættinum Utan Vallar á Sýn í gærkvöldi hafi verið óheppileg, en tekur fram að hann hafi ekki verið að tala fyrir munn stjörnar HSÍ þegar hann skaut föstum skotum að Aron Kristjánssyni og Degi Sigurðssyni. Vísir náði tali af Guðmundi í kvöld þegar hann var nýkominn af fundi hjá stjórn HSÍ. Við spurðum hann fyrst út í ummæli Þorbergs þegar hann gagnrýndi Dag og Aron fyrir slæma viðskiptahætti í viðræðum sínum við HSÍ. "Þetta voru ekki mín orð og þetta var ekki talað fyrir hönd stjórnar HSÍ - alls ekki - og ég hef ekkert nema gott um þá (Dag og Aron) að segja. Ég skil þeirra afstöðu mjög vel, þeir voru báðir í krefjandi störfum sem þeir vildu ekki gefa frá sér. Ég get ekki tekið undir þetta sem Þorbergur sagði í gær," sagði Guðmundur. Við spurðum hann hvort um trúnaðarbrest væri að ræða í ljósi þess að Þorbergur tíundaði nokkuð atriði í samningaviðræðunum í þættinum í gær. "Þetta var hlutur sem við fórum yfir á fundinum í dag og vil kannski ekki tjá mig mikið um það. Það er ljóst að þarna var farið djúpt ofan í samningaferilinn, án þess þó að farið væri beint ofan í samningana sjálfa og það var mjög óheppilegt og það var ekki gert fyrir hönd stjórnar. Það eru bara þrír menn sem hafa heimild til að fara í þessar viðræður og semja. Það eru þeir þrír sem hafa heimild til að fjalla um þetta. Það eru formaður, framkvæmdastjórinn og formaður landsliðsnefndar, þannig að þetta var mjög óheppilegt," sagði Guðmundur. Þorbergur sagði að kandídatarnir sem HSÍ hefðu rætt við hefðu einfaldlega ekki þorað að taka verkefnið að sér. Við spurðum Guðmund hvort hann væri á sömu skoðun. "Nei, það geri ég ekki - langur vegur frá. Eins og ég sagði áðan, voru þessir menn í krefjandi störfum og standa við þá samninga sem þeir gerðu þar. Mér finnst það virðingarvert." En er Guðmundur búinn að ræða við Þorberg eftir yfirlýsingar hans í gær? "Þorbergur er auðvitað í stjórninni og var á þessum fundi í dag. Ég vona að þetta mál dragi ekki frekari dilk á eftir sér en þegar er orðið. Við ræddum þetta mál og þetta er hreinskiptin stjórn. Þetta var rætt hreint út. Svona mál verða kannski ekki gerð upp á einum fundi en við fórum langt með það," sagði Guðmundur. Við spurðum hann hvort menn væru tilbúnir að gleyma þessari uppákomu, eða hvort hreinlega kæmi til greina að setja Þorberg af á einhvern hátt. "Menn auðvitað gleyma þessu ekki, en stjórnin hefur ekkert með það að gera hverjir sitja í stjórn. Hún er kosin saman af æðra valdi, þinginu. Við höfum ekki neina heimild til að breyta því. Ég treysti mér til að starfa með Þorbergi áfram. Honum var greinilega heitt í hamsi í gær og hann sagði meira en hann átti að segja og mátti segja, en Þorbergur er auðvitað gamall keppnismaður," sagði Guðmundur og bætti við að hann ætti ekki von á að þessi uppákoma yrði til að skemma fyrir HSÍ í áframhaldandi ferli við ráðningu á landsliðsþjálfara. Að lokum spurðum við Guðmund fregna af þjálfaraleitinni. "Það er ekkert að frétta af því máli sem við getum gefið upp á þessari stundu. Við erum búnir að sjá á eftir þremur efnilegum mönnum en við finnum vonandi einhvern sem er jafngóður. Við horfum dálítið mikið til útlanda og það er ekki stór fjöldi manna sem hefur reynslu og eru hæfir í þetta verkefni og því erum við farnir að horfa dálítið út, þó séu vissulega einhverjir eftir á Íslandi," sagði Guðmundur. Íslenski handboltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, segir að ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í þættinum Utan Vallar á Sýn í gærkvöldi hafi verið óheppileg, en tekur fram að hann hafi ekki verið að tala fyrir munn stjörnar HSÍ þegar hann skaut föstum skotum að Aron Kristjánssyni og Degi Sigurðssyni. Vísir náði tali af Guðmundi í kvöld þegar hann var nýkominn af fundi hjá stjórn HSÍ. Við spurðum hann fyrst út í ummæli Þorbergs þegar hann gagnrýndi Dag og Aron fyrir slæma viðskiptahætti í viðræðum sínum við HSÍ. "Þetta voru ekki mín orð og þetta var ekki talað fyrir hönd stjórnar HSÍ - alls ekki - og ég hef ekkert nema gott um þá (Dag og Aron) að segja. Ég skil þeirra afstöðu mjög vel, þeir voru báðir í krefjandi störfum sem þeir vildu ekki gefa frá sér. Ég get ekki tekið undir þetta sem Þorbergur sagði í gær," sagði Guðmundur. Við spurðum hann hvort um trúnaðarbrest væri að ræða í ljósi þess að Þorbergur tíundaði nokkuð atriði í samningaviðræðunum í þættinum í gær. "Þetta var hlutur sem við fórum yfir á fundinum í dag og vil kannski ekki tjá mig mikið um það. Það er ljóst að þarna var farið djúpt ofan í samningaferilinn, án þess þó að farið væri beint ofan í samningana sjálfa og það var mjög óheppilegt og það var ekki gert fyrir hönd stjórnar. Það eru bara þrír menn sem hafa heimild til að fara í þessar viðræður og semja. Það eru þeir þrír sem hafa heimild til að fjalla um þetta. Það eru formaður, framkvæmdastjórinn og formaður landsliðsnefndar, þannig að þetta var mjög óheppilegt," sagði Guðmundur. Þorbergur sagði að kandídatarnir sem HSÍ hefðu rætt við hefðu einfaldlega ekki þorað að taka verkefnið að sér. Við spurðum Guðmund hvort hann væri á sömu skoðun. "Nei, það geri ég ekki - langur vegur frá. Eins og ég sagði áðan, voru þessir menn í krefjandi störfum og standa við þá samninga sem þeir gerðu þar. Mér finnst það virðingarvert." En er Guðmundur búinn að ræða við Þorberg eftir yfirlýsingar hans í gær? "Þorbergur er auðvitað í stjórninni og var á þessum fundi í dag. Ég vona að þetta mál dragi ekki frekari dilk á eftir sér en þegar er orðið. Við ræddum þetta mál og þetta er hreinskiptin stjórn. Þetta var rætt hreint út. Svona mál verða kannski ekki gerð upp á einum fundi en við fórum langt með það," sagði Guðmundur. Við spurðum hann hvort menn væru tilbúnir að gleyma þessari uppákomu, eða hvort hreinlega kæmi til greina að setja Þorberg af á einhvern hátt. "Menn auðvitað gleyma þessu ekki, en stjórnin hefur ekkert með það að gera hverjir sitja í stjórn. Hún er kosin saman af æðra valdi, þinginu. Við höfum ekki neina heimild til að breyta því. Ég treysti mér til að starfa með Þorbergi áfram. Honum var greinilega heitt í hamsi í gær og hann sagði meira en hann átti að segja og mátti segja, en Þorbergur er auðvitað gamall keppnismaður," sagði Guðmundur og bætti við að hann ætti ekki von á að þessi uppákoma yrði til að skemma fyrir HSÍ í áframhaldandi ferli við ráðningu á landsliðsþjálfara. Að lokum spurðum við Guðmund fregna af þjálfaraleitinni. "Það er ekkert að frétta af því máli sem við getum gefið upp á þessari stundu. Við erum búnir að sjá á eftir þremur efnilegum mönnum en við finnum vonandi einhvern sem er jafngóður. Við horfum dálítið mikið til útlanda og það er ekki stór fjöldi manna sem hefur reynslu og eru hæfir í þetta verkefni og því erum við farnir að horfa dálítið út, þó séu vissulega einhverjir eftir á Íslandi," sagði Guðmundur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni