Fleiri fréttir

Gamla konan með fjórða sigurleikinn í röð

Juventus vann sinn fjórða sigur í röð í ítölsku Serie A deildinni þegar liðið lagði erkifjendur sína í Inter á heimavelli í kvöld. Lokatölur 2-0 og Gamla konan fer því upp fyrir Inter í töflunni.

Fyrsta tap Manchester United kom gegn Chelsea

Chelsea vann góðan útisigur á Manchester United í úrvalsdeild kvenna á Englandi í dag. Með sigrinum lyfti Chelsea sér upp í annað sæti deildarinnar en tapið var það fyrsta hjá United á tímabilinu.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR

Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28.

Dagný skýtur föstum skotum á KSÍ

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gagnrýnir Knattspyrnusamband Ísland í færslu á Instagram í dag og segir að hún og Glódís Perla Viggósdóttir bíði enn eftir viðurkenningu fyrir að hafa spilað 100 landsleiki á meðan leikmenn karlalandsliðsins hafi fengið sínar.

Tryggvi Snær í sigur­liði Zaragoza gegn Real Madrid

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og skelltu stórliði Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Þá unnu Elvar Már Friðriksson og félagar í Rytas sigur á toppliði Zalgiris Kaunas.

Haukar úr leik eftir stórt tap á Kýpur

Haukar eru úr leik í European Cup í handknattleik eftir annað tap gegn kýpverska liðinu Anorthosis Famagusta í dag. Lokatölur 36-28 en Hauka töpuðu fyri leiknum í gær 26-22.

Panathinaikos tapaði stigum eftir tíu sigurleiki í röð

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir Panathinaikos sem gerði jafntefli gegn Olympiacos í grísku deildinni í dag. Panathinaikos jafnaði metin úr vítaspyrnu á þrettándu mínútu uppbótartíma leiksins.

Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið

Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu.

Flottur leikur Viktors Gísla í sigri Nantes

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Nantes sem vann þrettán marka sigur á Cretail í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Viggó Sigurðsson og félagar í Leipzig töpuðu naumlega gegn Göppingen í þýsku deildinni.

Jónatan: Getum ekki notað álagið sem afsökun

Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn Aftureldingu í Olís-deildinni í dag. Hann segir að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í leiknum.

Lazio hafði betur í Rómarslagnum

Lazio hafði betur í slag Rómarliðanna í ítalska boltanum í dag. Felipe Anderson skoraði eina mark leiksins og sigurinn þýðir að Lazio fer upp fyrir nágranna sína í töflunni.

Brynjólfur og félagar enn í fallsæti

Brynjólfur Andersen og félagar í norska liðinu Kristiansund eru enn í fallsæti norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en næstsíðasta umferðin fór fram í dag.

Nökkvi Þeyr skoraði og lagði upp

Nökkvi Þeyr Þórisson átti flottan leik fyrir Beerschot í næstefstu deild í Belgíu í dag. Hann skoraði og lagði upp í 3-1 sigri liðsins gegn Lommel. Þá var Dagný Brynjarsdóttir í liði West Ham sem vann sigur í miklum markaleik á Englandi.

Willum Þór og Hákon Arnar á skotskónum

Willum Þór Willumsson reyndist hetja Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann tryggði liðinu stig með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Í Danmörku heldur slæmt gengi Lyngby áfram en liðið tapaði 3-0 fyrir Danmerkurmeisturum FCK á útivelli í dag. Hákon Arnar Haraldsson skoraði annað mark FCK í dag.

Newcastle fór létt með Southampton

Newcastle United vann öruggan 4-1 útisigur á Southampton og heldur áfram að láta sig dreyma um sæti í Meistaradeild Evrópu. Þá kom Crystal Palace til baka gegn West Ham United.

Man United tapaði loks á Villa Park

Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Umfjöllun: ÍBV-Donbas 45-20 | Stór, stórsigur Eyjamanna gegn Donbas

ÍBV tók á móti Donbas í 2. umferð EHF European Cup í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn unnu góðan sigur í gær og voru fyrir leik dagsins svo gott sem komnir með annan fótinn inn í 3. umferðina. Leikurinn í dag var eins og góð æfing fyrir Eyjaliðið sem vann með tuttugu og fimm mörkum, 45-20.

Stefán Teitur hóf endur­komu Sil­ke­borg

Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrra mark Silkeborg í 2-1 sigri á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Mikael Anderson var í byrjunarliði AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Viborg.

Pereira hetja PSG í fjar­veru Messi

Lionel Messi er farinn í frí til að vera í sem bestu formi á heimsmeistaramótinu sem hefst í Katar eftir aðeins tvær vikur. Lið hans París Saint-Germian er hins vegar enn að spila og stóð í ströngu gegn Lorient í dag. Unnu meistararnir nauman 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Danilo Pereira þegar skammt var til leiksloka.

Skytturnar á toppinn eftir sigur á Brúnni

Ótrúlegt gengi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en liðið vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Chelsea. Sigurmarkið skoraði varnarmaðurinn Gabriel um miðbik síðari hálfleiks.

„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“

Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu.

„Alltaf gaman að spila á móti ein­hverjum sem maður þekkir“

Þó Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård séu sænskir meistarar og tímabilinu í Svíþjóð sé lokið þá getur hún ekki leyft sér að slaka á þar sem Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi. Þar er Rosengård í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Benfica.

„Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila saman“

Farið var yfir slaka frammistöðu KR gegn Hetti á heimavelli í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi á föstudaginn var. Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi leikmaður KR og margfaldur Íslandsmeistari, segir að það sé eins og leikmönnum finnist ekki gaman að spila saman.

„Eitt mest stressandi augna­blik lífs míns“

Norska markamaskínan Erling Braut Håland tryggði Manchester City dramatískan sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Norðmaðurinn viðurkenndi að taugarnar hafi verið þandar þegar hann stillti boltanum upp.

Sjá næstu 50 fréttir