Körfubolti

Tryggvi Snær í sigur­liði Zaragoza gegn Real Madrid

Smári Jökull Jónsson skrifar
Tryggvi Snær sést hér í leik gegn Real Madrid á síðasta tímabili.
Tryggvi Snær sést hér í leik gegn Real Madrid á síðasta tímabili. Vísir/Getty

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og skelltu stórliði Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Þá unnu Elvar Már Friðriksson og félagar í Rytas sigur á toppliði Zalgiris Kaunas.

Það var gott kvöld hjá Íslendingunum tveimur sem báðir fögnuðu sigri með sínum liðum. Tryggvi Snær lék í rúmar fjórtán mínútur fyrir Zaragoza, skoraði 11 stig og tók 4 fráköst í 94-89 sigri liðsins gegn Real Madrid.

Fyrir leikinn var Zaragoza ekki búið að vinna leik í fyrstu sex umferðunum í deildinni á meðan Real Madrid var með fimm sigra og sat í toppsætinu ásamt Tenerife og Barcelona.

Elvar Már Friðriksson skoraði 10 stig og gaf 5 stoðsendingar þegar lið hans Rytas vann 89-85 sigur á toppliði Zalgiris Kaunas í Litháísku deildinni. Þetta var fyrsta tap Kaunas á tímabilinu en fimmti sigur Rytas í fyrstu átta umferðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×