„Umspilið verður krefjandi en skemmtilegt og við ætlum að nýta tímann vel“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. nóvember 2022 17:05 Arnar Pétursson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Ísland vann Ísrael 24-33 og tryggði sér þáttöku í umspili um laust sæti á HM 2023. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn og þessar tvær vikur sem landsliðið hefur verið saman og leikið fjóra leiki. „Ég er sáttur við unnum leikinn með níu mörkum en þetta var erfið fæðing þar sem Ísrael spilaði langar sóknir og við létum stundum svæfa okkur sem endaði með að við fengum á okkur ódýr mörk en heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Arnar Pétursson ánægður með sigurinn. Arnar var ánægður með áhlaup Íslands um miðjan seinni hálfleik þar sem Ísland gerði fjögur mörk í röð og sleit Ísrael endanlega frá sér. „Mér fannst góður hraði í okkur á þeim kafla þar sem við keyrðum hratt á þær. Þetta var góður kafli sem við nýttum mjög vel.“ Arnar var mjög ánægður með þessa tvo leiki Íslands í forkeppni HM og næst tekur umspil við. „Ég er mjög sáttur með þessar tvær vikur sem við áttum núna og líka vikuna sem við vorum meðal annars í Vestmannaeyjum um daginn. Þetta er búið að vera að hluta til nýjar áherslur sem við höfum verið að fara í gegnum og ég er mjög ánægður með ferðina til Færeyja og núna eru fimm mánuðir í eitthvað af bestu liðum heims þannig við þurfum að nýta tímann vel.“ Ísland vann alla fjóra leikina og Arnar var ánægður með hvernig stelpurnar tóku í áherslur hans. „Mér finnst okkur hafa tekist að komast hærra í varnarleiknum og við erum ekki að standa á sex metrunum. Við erum að reyna að taka meira frumkvæði varnarlega og á móti betri liðum þurfum við að mæta hærra á völlinn. Mér fannst við líka ná betri tökum á hlaupunum upp völlinn sem er nauðsynlegt.“ Eftir fimm mánuði fer Ísland í umspil og mætir að öllum líkindum afar sterkum andstæðingi. „Í umspilinu mætum við eitthvað af sterkustu þjóðum heims þannig er umspilið fyrir HM. Við getum mætt eitthvað af liðunum sem eru að spila á EM núna og það verður krefjandi og erfitt en skemmtilegt verkefni sem bíður okkar,“ sagði Arnar Pétursson að lokum. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
„Ég er sáttur við unnum leikinn með níu mörkum en þetta var erfið fæðing þar sem Ísrael spilaði langar sóknir og við létum stundum svæfa okkur sem endaði með að við fengum á okkur ódýr mörk en heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Arnar Pétursson ánægður með sigurinn. Arnar var ánægður með áhlaup Íslands um miðjan seinni hálfleik þar sem Ísland gerði fjögur mörk í röð og sleit Ísrael endanlega frá sér. „Mér fannst góður hraði í okkur á þeim kafla þar sem við keyrðum hratt á þær. Þetta var góður kafli sem við nýttum mjög vel.“ Arnar var mjög ánægður með þessa tvo leiki Íslands í forkeppni HM og næst tekur umspil við. „Ég er mjög sáttur með þessar tvær vikur sem við áttum núna og líka vikuna sem við vorum meðal annars í Vestmannaeyjum um daginn. Þetta er búið að vera að hluta til nýjar áherslur sem við höfum verið að fara í gegnum og ég er mjög ánægður með ferðina til Færeyja og núna eru fimm mánuðir í eitthvað af bestu liðum heims þannig við þurfum að nýta tímann vel.“ Ísland vann alla fjóra leikina og Arnar var ánægður með hvernig stelpurnar tóku í áherslur hans. „Mér finnst okkur hafa tekist að komast hærra í varnarleiknum og við erum ekki að standa á sex metrunum. Við erum að reyna að taka meira frumkvæði varnarlega og á móti betri liðum þurfum við að mæta hærra á völlinn. Mér fannst við líka ná betri tökum á hlaupunum upp völlinn sem er nauðsynlegt.“ Eftir fimm mánuði fer Ísland í umspil og mætir að öllum líkindum afar sterkum andstæðingi. „Í umspilinu mætum við eitthvað af sterkustu þjóðum heims þannig er umspilið fyrir HM. Við getum mætt eitthvað af liðunum sem eru að spila á EM núna og það verður krefjandi og erfitt en skemmtilegt verkefni sem bíður okkar,“ sagði Arnar Pétursson að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira