Fleiri fréttir

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik“

ÍBV vann 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og tryggði sér því öruggt sæti í Bestu deildinni að ári. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur í leikslok. 

Sagði úr­slitin frá­bær og rauða spjaldið lík­lega verð­skuldað

Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 1-3 | ÍBV með þriðja sigurinn í röð

Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddi 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Manchester-liðin skoruðu fjögur

Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta er nú lokið. Manchester United og City unnu sína leiki bæði 4-0. Þá unnu Englandsmeistarar Chelsea 3-1 útisigur á Everton.

Sagði lið sitt hafa átt skilið að vinna

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna í dag en sagði að lærisveinar hans hefðu átt að koma boltanum í netið.

Svava Rós nálgast norska meistara­titilinn | Berg­lind Rós drap titil­vonir Kristian­stad

Svava Rós Guðmundsdóttir nældi sér í gult spjald þegar Brann vann öruggan 3-0 sigur í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Sigurinn þýðir að Brann er hársbreidd frá norska meistaratitlinum. Þá skoraði Berglind Rós Ágústsdóttir í 3-2 sigri Örebro á Kristianstad, segja má að tapaði hafi endanlega gert út um vonir Kristianstad að verða sænskur meistari.

Mount sá um lærisveina Gerrard

Mason Mount skoraði bæði mörk Chelsea í 0-2 útisigri liðsins á lærisveinum Steven Gerrard í Aston Villa.

Carrag­her: Liver­pool þarf að stöðva De Bru­yne frekar en Haaland

Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, telur að sínir fyrrum liðsfélagar þurfa að leggja meiri áherslu á að stöðva Kevin De Bruyne, leikmann Manchester City, frekar en samherja De Bruyne og markahæsta leikmann úrvalsdeildarinnar, Erling Haaland.

„Rudiger er stríðsmaður“

Antonio Rudiger, leikmaður Real Madrid, er tilbúinn í slaginn fyrir stærsta leik spænskrar knattspyrnu, El Cláscio á milli Barcelona og Real, sem hefst síðar í dag þrátt fyrir þungt höfuðhögg sem Rudgier fékk fyrir í vikunni.

Tíu hlauparar eftir í Elliðaárdal

Það eru tíu keppendur eftir í íslenska landsliðinu sem keppir í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal en fimm keppendur heltust úr lestinni eftir nóttina og nú í morgunsárið.

Pogba nálgast fulla heilsu | Gæti náð HM

Paul Pogba, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, gæti snúið aftur til æfinga fyrr en áætlað var. Pogba fór í aðgerð í síðasta mánuði vegna meiðsla í hægra hné.

„Brekka fyrir okkur“

Leiknir og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í botnslag Bestu deildar karla í dag. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ósáttur með niðurstöðuna.

LAVA lagði Dusty!

Dusty og LAVA settu endapunktinn við þennan fyrsta Ofurlaugardag Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO.

KA/Þór vann öruggan sigur á Selfossi

KA/Þór vann fimm marka sigur á Selfossi í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 27-22. Leikið var á Akureyri en sigur heimakvenna virtist aldrei í hættu.

Sjá næstu 50 fréttir