Furious fantagóður í sigri Breiðabliks á NÚ

Snorri Rafn Hallsson skrifar
furious

Leikurinn fór fram í Inferno kortinu, þar sem eina tap NÚ á tímabilinu kom í leiknum gegn SAGA. NÚ hafði betur í hnífalotunni og hóf leikinn í vörn.

Furious var fljótur að koma sprengjunni niður fyrir Breiðablik í fyrstu lotu en Bjarni jafnaði um hæl fyrir NÚ. Breiðablik tók næstu lotur án þess að verða fyrir miklum skaða frá NÚ. Uppstilling liðsins var til fyrirmyndar og Lillehh einstaklega hittinn gegn blönkum leikmönnum NÚ.

Eftir 5 lotur í röð til Breiðabliks hafði NÚ loks efni á að kaupa vappa og reyksprengjur sem eru mjög mikilvægar í Inferno og skilaði þreföld fella frá Bl1ck NÚ sínu öðru stigi í leiknum. NÚ komst þó aldrei almennilega inn í leikinn í fyrri hálfleik og léku klaufalega gegn Wnkr, Lillehh og félögum sem voru afar beittir.

Staða í hálfleik: Breiðablik 12 – 3 NÚ

NÚ voru öllu sprækari í síðari hálfleik þar sem Pandaz virtist loks mættur til leiks. Frábærar fellur frá Furious héldu efnahag NÚ í skefjum þó liðið ynni fyrstu þrjár lotur hálfleiksins. Leikmenn Breiðabliks voru þó blankir sjálfir og tókst því ekki að vopnast nægilega vel á meðan NÚ raðaði hverri lotunni inn á fætur annarri.

Furious tókst að nappa vappanum af NÚ í stöðunni 13–10. Það var einmitt það sem liðið þurfti á að halda og senda NÚ í spar, en Bjarni bjargaði næstu lotu fyrir horn og mjög ójafn leikurinn orðinn virkilega spennandi. Síðustu tvær loturnar féllu með Breiðabliki og stóðu þeir því uppi sem sigurvegarar.

Lokastaða: Breiðablik 16 – 11 NÚ

Það er greinilegt að Inferno er ekki kort sem hentar NÚ vel og eftir tapið eiga þeir á hætta að missa toppliðin frá sér. Breiðablik vann hreinlega fleiri einvígi og með sigrinum styrkja þeir stöðu sína um miðja deildina.

Næstu leikir liðanna:

  • Dusty – NÚ, þriðjudaginn 25/10, klukkan 19:30.
  • Breiðablik – SAGA, þriðjudaginn 25/10, klukkan 20:30.

Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


Tengdar fréttir

Furious frábær í Vertigo

Það var sannkölluð botnbarátta þegar TEN5ION mætti Breiðabliki í gærkvöldi. Breiðablik hafði einungis unnið einn leik í fjórum umferðum og TEN5ION engan.

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira