Fleiri fréttir

Elías Rafn stóð á milli stanganna í jafntefli

Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í mark danska liðsins Midtjylland þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðanna í annarri umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. 

Bayern München styrkir hjarta varnarinnar

Þýska fótboltafélagið Bayern München hefur gengið frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Matthijs de Ligt en miðvörðurinn kemur í Bæjaraland frá Juventus. 

Conte sækir enn einn leikmanninn til Tottenham

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur heldur áfram að bæta við sig leikmönnum í félagsskiptaglugganum sem nú er tæplega hálfnaður. Djed Spence er kominn til liðsins frá Middlesbrough, en hann er sjötti leikmaðurinn sem kemur til liðsins í sumar.

Martial nýtur sín vel undir stjórn Erik ten Hag

Manchester United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en liðið hafði í dag betur gegn Crystal Palace í æfingaleik liðanna sem spilaður var í Melbourne í Ástralíu. 

Hættir eftir fíaskóið á EM

Martin Sjögren og aðstoðarmaður hans, Anders Jacobson, eru hættir þjálfun norska kvennalandsliðsins í fótbolta þrátt fyrir að hafa í fyrra skrifað undir samning við norska knattspyrnusambandið sem gilda átti fram yfir HM á næsta ári.

Nýliðarnir fá reynslubolta frá Spáni

Nýliðar Hattar hafa samið við leikstjórnandan Obie Trotter um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta. Trotter kemur frá HLA Alicante á Spáni.

KR og Aberdeen vinna saman

KR-ingar hafa skrifað undir samstarfssamning til tveggja ára við skoska knattspyrnufélagið Aberdeen. Samningurinn felur í sér ýmsa ráðgjöf og þjónustu fyrir sigursælasta félag íslenskrar knattspyrnusögu.

Forsetinn setur stefnuna á HM

„Við tökum þetta á HM,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Twitter-síðu sinni og þakkar stelpunum í íslenska landsliðinu í fótbolta fyrir framgöngu þeirra á Evrópumótinu í Englandi.

Evrópubikarkeppnin sendir Eyjamenn til Ísrael

ÍBV mun leika gegn ísraelska liðinu Holon HC í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Dregið var í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í morgun.

Sjáðu mörkin úr jafn­teflinu gegn Frakk­landi

Ísland féll úr leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi þar sem Belgía vann nauman 1-0 sigur á Ítalíu. Hefði þeim leik einnig lokið með jafntefli hefði Ísland komist í 8-liða úrslit. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikj Íslands og Frakklands.

Tökumaður þvældist fyrir í úrslitahlaupi á HM

Keppendur í úrslitum 3.000 metra hindrunarhlaups þurftu að glíma við nýja og óvænta hindrun á sjálfu heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum í nótt. Myndatökumaður hafði gleymt sér á hlaupabrautinni.

Niðurstaða Íslands einsdæmi í sögu EM

Íslenska landsliðið þarf að halda heim á leið frá Englandi í dag þrátt fyrir að vera eitt af sex liðum sem ekki tapaði einum einasta leik í riðlakeppninni á EM kvenna í fótbolta.

Myndasyrpa: Kveðjustund Íslands á EM

Þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik á EM féll Ísland úr keppni í gærkvöld eftir 1-1 jafntefli við Frakkland í þriðja og síðasta leik sínum.

Haller greindist með æxli í eistum

Sébastien Haller, arftaki Erlings Haaland hjá þýska knattspyrnufélaginu Dortmund, hefur yfirgefið æfingabúðir liðsins í Sviss eftir að hafa greinst með æxli í eistum.

Svein­dís Jane: Við stóðum okkur virki­lega vel í dag

Sveindís Jane Jónsdóttir var eins og liðsfélagar sínir svekkt með niðurstöðuna eftir EM. Hún þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lok leiks en hafði átt skalla í slá í fyrri hálfleik. Leikurinn endaði 1-1 og Ísland á leiðinni heim eftir góða frammistöðu í heild.

Ingibjörg: Mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka

Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með að detta út af EM eftir jafntefli við Frakka fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en sökum þess að Belgar unnu þá þurfa Íslendingar að fara heim. Ingibjörg gat þó tekið mikinn lærdóm af mótinu og var spennt fyrir HM.

„Skildum allt eftir út á vellinum“

„Það eru orð að sönnu. Þetta er ótrúlega súrt, þetta svíður,“ sagði Sandra Sigurðardóttir um sín fyrstu viðbrögð eftir úrslit kvöldsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta þar sem Ísland féll úr leik eftir hetjulegt jafntefli við Frakkland.

„Tek mikinn lær­dóm og reynslu með mér“

„Það var þungt yfir hópnum, þetta var mjög svekkjandi. Markmiðið var að komast áfram en það tókst ekki,“ sagði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í viðtali eftir 1-1 jafntefli Íslands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta í kvöld.

Ein­kunnir: Margar sem spiluðu vel en Gló­dís Perla bar af

Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin.

Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“

Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram.

Belgía í átta liða úrslit

Belgía vann Ítalíu 1-0 í hinum leik D-riðils í kvöld. Hefði leikurinn endað með jafntefli hefði Ísland farið áfram en því miður vann Belgía og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum.

Zinchen­ko á leiðinni til Arsenal

Skytturnar halda áfram að kaupa varamenn af Englandsmeisturum Manchester City. Næstur inn er hinn fjölhæfi Oleksandr Zinchenko. Hann mun kosta 30 milljónir punda en heildarkaupverðið gæti numið 32 milljónum þegar fram líða stundir.

Val­geir Lund­dal og fé­lagar aftur á toppinn

Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn af bekknum er BK Häcken vann 5-1 útisigur á Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Danmörku kom Aron Elís Þrándarson einnig inn af bekknum en lið hans OB tapaði 0-2 fyrir Nordsjælland.

Sjá næstu 50 fréttir