Fleiri fréttir

Segir að stelpurnar verði að þora í kvöld

Landsliðsþjálfarinn biður um hugrekki frá sínum leikmönnum í leiknum mikilvæga á móti Frakklandi á EM í Englandi í kvöld en þar ræðst það hvort íslenska liðið komist í átta liða úrslit keppninnar.

Bayern dreymir um Kane til að taka við af Lewandowski

Nú þegar pólska markamaskínan Robert Lewandowski er að ganga í raðir Barcelona frá Bayern München eru forráðamenn félagsins sagðir dreyma um enska framherjann Harry Kane til að fylla í skarðið.

Valsmenn ráða Ólaf aftur til starfa

Ólafur Jóhannesson er orðinn þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta á nýjan leik en hann var í dag ráðinn í stað Heimis Guðjónssonar.

Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu

Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins.

Heimir hættur hjá Val

Heimir Guðjónsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Þetta kom fram í tilkynningu frá Valsmönnum nú rétt í þessu.

Sjáðu stórbrotið mark Ólafs Karls

Ólafur Karl Finsen skoraði stórkostlegt mark, vafalítið það fallegasta í sumar, þegar Stjarnan vann ÍA 3-0 í Bestu deildinni í fótbolta á Akranesi í gær.

Sjáðu sigurmark og suss Þorleifs í Bandaríkjunum

Þorleifur Úlfarsson reyndist hetja Houston Dynamo í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í gær þegar hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn San Jose Earthquakes korteri fyrir leikslok.

„Þið elskið að spyrja út í þetta“

Fyrirliðastaðan hefur verið aðeins til umræðu í íslenskum fjölmiðlum á þessu Evrópumóti og þá sérstaklega af hverju að fyrirliði liðsins í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hafi ekki bara misst fyrirliðastöðuna til Söru heldur einnig varafyrirliðastöðuna til Glódísar Perlu Viggósdóttur.

„Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín“

Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við foreldra Hallberu Guðnýjar Gísladóttur og Elísu Viðarsdóttur í Manchester í gær, á meðan beðið er með óþreyju eftir leik Íslands og Frakklands á EM sem fram fer í Rotherham í kvöld.

„Já, ég sagði 35 ára“

Shelly-Ann Fraser-Pryce gerði nokkuð sem engri manneskju hefur tekist þegar hún, 35 ára gömul, varð í nótt heimsmeistari í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Oregon í Bandaríkjunum.

„Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning“

„Þetta er stórkostlegt, loksins fengum við smá sigurvímu. Við gerðum þetta aðeins spennandi svona eins og þetta á að vera,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir fyrsta sigur ÍBV í Bestu deild karla í dag er liðið tók á móti Val. Lokatölur 3-2. 

Valdimar og Jónatan á skotskónum í Noregi

Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson, samherjar hjá Sogndal, skoruðu báðir mark í 3-3 jafntefli Sogndal á útivelli gegn Ranheim í næst efstu deild í Noregi í dag.

Óli Valur lék sinn fyrsta leik í Svíþjóð með Aroni

Óli Valur Ómarsson spilaði í 8 mínútur með Aroni Bjarnasyni hjá Sirius í sigri liðsins gegn Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Óli Valur spilaði alls rúmar 14 mínútur í sínum fyrsta leik með liðinu. Davíð Kristján Ólafsson og Sveinn Aron Guðjohnsen fengu einnig mínútur með sínum liðum í Svíþjóð.

Sjá næstu 50 fréttir