Fleiri fréttir

Emil aftur í fótbolta eftir hjartastoppið

Þremur mánuðum eftir að hafa verið lífgaður við á knattspyrnuvellinum, þar sem hjarta hans stöðvaðist í hátt í fjórar mínútur, er Emil Pálsson farinn að geta æft fótbolta að nýju.

Valieva fær að keppa þrátt fyrir lyfjaprófið

Hin 15 ára gamla Kamila Valieva hefur fengið leyfi til að halda áfram að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking þrátt fyrir að hafa greinst með bannað, árangursaukandi hjartalyf.

Áttundi í röð hjá Boston

Boston Celtics halda fluginu áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í röð í gær með 105-95 sigri gegn Atlanta Hawks.

Svona gekk Super Bowl leikurinn fyrir sig í nótt

Los Angeles Rams sigraði Ofurskálina 2022 eftir nauman sigur á Cincinnati Bengals, lokatölur 23-20. Rams lentu í miklum vandræðum eftir að Odell Beckham Jr. meiddist en Cooper Kupp steig upp þegar mest á reyndi og sá til þess að Hrútarnir eru meistarar.

De Jong bjargvættur Barcelona

Luke de Jong skoraði seint í uppbótartíma og jafnaði fyrir Barcelona sem gerðu 2-2 jafntefli við nágranna sína í Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Juventus jafnaði á lokasekúndunum gegn Atalanta

Juventus og Atalanta skildu jöfn í gríðarlega mikilvægum leik í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin eru að keppa um fjórða sæti deildarinnar sem gefur þáttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.

Körfuboltakvöld: Bestu tilþrif umferðarinnar

Að venju var farið yfir bestu tilþrif umferðarinnar í Subway Körfuboltakvöldi. Troðslur, fallegar sendingar og skemmtileg skot fylla tilþrifin að þessu sinni. Þau má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Þurfum kannski að hafa aðeins meira kontról á okkar leik

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var eðlilega svekktur með þriggja marka tap sinna manna gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi gerst sekir um of mörg aulamistök.

ÍBV úr leik í EHF bikarnum

ÍBV datt fyrr í kvöld út úr átta liða úrslitum EHF bikars kvenna í handbolta eftir að hafa tapað seinni leiknum fyrir Malaga, 34-27. ÍBV tapaði einnig fyrri leiknum í gær stórt og voru lokatölur í einvíginu 68-50. 

Leicester og West Ham gerðu jafntefli

West Ham mætti í heimsókn til Leicester í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Fyrirfram var búist við fjörugum og spennandi leik en liðin eru þó á ólíkum stað í töflunni. Leceister um miðja deild en West Ham að berjast um meistaradeildarsæti. Leiknum leik með jafntefli, 2-2.

Valencia tapaði fyrir Breogan

Spænska úrvalsdeildarliðið Valencia Basket, sem Martin Hermannsson leikur með, þurfti að sætta sig við tap í deildinni í dag þegar að liðið lá á útivelli gegn Breogan. Lokatölur í leiknum urðu 99-82.

Naumur sigur Liverpool á Turf Moor

Liverpool minnkaði forskot Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar aftur niður í níu stig eftir 0-1 sigur á Burnley á Turf Moor í dag.

Schalke misstígur sig í toppbaráttunni

Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Schalke 04 og lék allan leikinn með fyrirliðabandið á upphandleggnum í 2-1 tapi gegn Dusseldorf í næst efstu deild Þýskalands í dag.

Manchester City vann nágrannaslaginn

Áhorfendamet var slegið á Manchester City Academy stadium þegar Manchester City vann Manchester United í ensku ofurdeildinni í dag, 1-0.

Hópslagsmál í portúgölsku deildinni

Porto og Sporting Lisabon skyldu jöfn í toppslag portúgölsku deildarinnar á föstudaginn, 2-2. Porto heldur því sex stiga forskoti sínu á toppi deildarinnar. Leikurinn fór fram á Estádio do Dragão, heimavelli Porto, en gestirnir frá Lisabon komust tveimur mörkum yfir áður en að heimamenn jöfnuðu. Alls fóru fimm rauð spjöld á loft í leiknum.

LeBron James bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í nótt

Golden State Warriors vann tveggja stiga sigur á heimavelli gegn LA Lakers, 117-115. Þrátt fyrir að klikka á tveimur vítum til að jafna leikinn þegar 2,4 sekúndur voru eftir þá fær LeBron James allar fyrirsagnirnar eftir leikinn þar sem hann bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í leiknum.

Snýr aftur í Olís-deildina eftir 999 daga fjarveru

Þann 22. maí árið 2019 skoraði Sverrir Pálsson eitt mark í tíu marka sigri Selfyssinga gegn Haukum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta. Sigurinn tryggði Selfyssingum fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, en Sverrir hefur ekki leikið keppnisleik í handbolta síðan. Í kvöld verður þó breyting á því.

Dagskráin í dag: Sófasunnudagur sem endar á Ofurskál

Sprotrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sannkallaðan sófasunnudag í dag, en alls er 21 bein útsending framundan. Að sjálfsögðu geymum við það besta þangað til síðast, en leikurinn um sjálfa Ofurskálina slær botninn í dagskrá dagsins.

„Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður“

„Við ætlum að kíkja á Ragnar Örn Bragason, Breiðhyltinginn knáa sem er búinn að búa sér til heimili í Þorlákshöfn,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi, en Ragnar átti stórgóðan leik í öruggum sigri Þórsara gegn Keflvíkingum í gærkvöldi.

Tryggvi skoraði 13 í tapi

Tryggvi Sbær Hlinason og félagar hans í Zaragoza máttu þola 21 stigs tap er liðið heimsótti Manresa í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 94-73, en Tryggvi skoraði 13 stig fyrir gestina.

Sjá næstu 50 fréttir