Fleiri fréttir

Napoli og Inter skildu jöfn í toppslagnum

Ítalíumeistarar Inter heimsóttu Napoli í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en liðin sitja nú í eftu tveimur sætum deildarinnar.

Eyjakonur í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn

ÍBV heimsótti Costa del Sol Malaga í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta á Spáni í dag. Eyjakonur þurftu að sætta sig við ellefu marka tap, 34-23, en Malaga er ríkjandi meistari keppninnar.

„Gott að hafa pabba á kústinum“

Sigurjón Guðmundsson varði átján skot í marki HK í sigrinum á Fram, 28-23. Hann var að vonum kátur í leikslok enda fyrsti sigur HK-inga í vetur.

Madrídingar misstigu sig í toppbaráttunni

Topplið Real Madrid þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið heimsótti Villareal á erfiðan útivöll í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Viktor og félagar enn taplausir á toppnum | Sandra fór á kostum í sigri Álaborgar

Íslendingar voru í eldlínunni í fjórum leikjum danska handboltans í dag, bæði karla- og kvennamegin. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG eru enn taplausir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir eins marks sigur gegn Bjerringbro/Silkeborg og Sandra Erlingsdóttir skoraði níu mörk í stórsigri Álaborgar.

FH-ingar hófu Lengjubikarinn á sigri | Tíu leikmenn KV héldu út

Fimm leikir voru á dagskrá í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. FH-ingar unnu góðan 2-0 sigur gegn Selfyssingum í riðli fjögur og KV vann góðan 1-0 útisigur á Fjölni í riðli tvö, þrátt fyrir að spila allan seinni hálfleikinn manni færri.

Shaw: Sagan er að endurtaka sig

Luke Shaw, bakvörður Manchester United, var hálf niðurlútur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var þriðji leikur United í röð í öllum keppnum þar sem liðið missir niður 1-0 forystu í síðari hálfleik.

Vallea veikti sigurdraum Þórs

15. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með leik Þórs og Vallea. Þar hafði Vallea betur, 16–13 til að styrkja stöðu sína í toppbaráttunni.

Oli­ver á láni til ÍA

Oliver Stefánsson hefur samið um að leika með uppeldisfélagi sínu ÍA í efstu deild karla í knattspyrnu í sumar. Hann kemur á láni frá sænska félaginu IFK Norrköping. ÍA greindi frá á samfélagsmiðlum sínum.

Fylgist með þessum í ítalska boltanum

Í tilefni af því að ítalski boltinn er kominn heim, á Stöð 2 Sport, fer Vísir yfir tíu leikmenn sem fótboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í ítölsku úrvalsdeildinni.

FH vill fá hægri bak­vörð Kefla­víkur

FH vantar hægri bakvörð eftir að Hörður Ingi Gunnarsson var seldur til Sogndal í Noregi. Hafnfirðingar horfa til Keflavíkur í leit að leikmanni til að fylla skarð Harðar Inga.

Sturla Snær keppir ekki í nótt

Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig.

Of­fram­boð á sóknar­þenkjandi mönnum í Víkinni

Einhverstaðar stendur „sókn er besta vörnin“ og það virðist sem nokkur lið í efstu deild karla í knattspyrnu stefni á að fara eftir þeirri hugmyndafræði í sumar. Íslandsmeistarar Víkings eru þar á meðal.

Stjörnu­fans á fjö­miðla­torgi Super Bowl

Í aðdraganda Super Bowl, úrslitaleiks NFL-deildarinar, er miðdepill athyglinnar í ráðstefnuhöll Los Angeles. Alla vikuna hafa þar allir stærstu fjölmiðlar Bandaríkjanna – og reyndar þótt víðar væri leitað – haldið til og framleitt efni fyrir sína miðla.

Hegðun í stúkunni fer versnandi | Neysla kókaíns vanda­­­mál

Öryggisverðir og lögregla hafa þurft að hafa mun meiri afskipti af stuðningsfólki enskra knattspyrnuliða á þessari leiktíð en á sama tíma fyrir tveimur árum. Það virðist sem fólk kunni einfaldlega ekki að haga sér eftir að hafa ekki mátt mæta á völlinn sökum kórónuveirunnar. Þá mætir nú fjöldi ungra karlmanna á knattspyrnuleiki eftir að hafa fengið sér vel í nös af kókaíni.

Sevilla heldur pressunni á Real Madríd

Sevilla vann 2-0 sigur á Elche í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn þýðir að Sevilla heldur pressunni á Real Madríd á toppi deildarinnar.

Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði.

„Maður getur alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig“

Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, átti afar góðan leik í 12 stiga sigri Breiðabliks á Grindavík í kvöld, 104-92. Hilmar gerði 26 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Alls 31 framlagspunktar hjá Hilmari en hann þakkar varnarleik og skotnýtingu, sérstaklega Everage Lee Richardson, fyrir sigurinn í kvöld. 

Willum Þór á­fram í Hvíta-Rúss­landi

Miðjumaðurinn Willum Þór Þórsson verður í herbúðum BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi út þetta ár. Hann er loks orðinn góður af meiðslum sem hafa plagað hann undanfarið og ætlar sér stóra hluti á árinu.

Ísak Berg­mann sá um Blika: Sjáðu mörkin

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvívegis er FC Kaupmannahöfn lagði Breiðablik í markaleik á æfingamótinu Atlantic Cup sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 4-3 Kaupmannahafnarliðinu í vil.

Sjá næstu 50 fréttir