Halldór eftir tap fyrir Njarðvík: Við vorum hér í kvöld með 7-8 einstaklinga á meðan þær voru með eitt grjóthart lið Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 13. febrúar 2022 21:32 Halldór segir Njarðvík hafa verið miklu betra lið í leiknum. Vísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli eftir stórt tap hans stúlkna gegn Njarðvík á útivelli í kvöld. Hann vildi meina að í kvöld hefðu mætt einstaklingar til leiks hjá Fjölni, sem kann ekki góðri lukki að stýra þegar andstæðingarnir eru „grjóthart lið“ eins og hann komst sjálfur að orði: „Njarðvík var bara mikið betra lið hér í dag og eru búnar að vera það í vetur þegar við höfum mætt þeim. Við erum bara ekki nógu góðar, það er bara svoleiðis. Við þurfum bara að gera miklu betur. Við vorum hér í kvöld með 7-8 einstaklinga meðan þær voru með eitt grjóthart lið.“ Þrátt fyrir að hafa unnið sex leiki í röð fyrir þessa tvo tapleiki sem nú eru komnir í hús, vildi Halldór ekki taka undir að það hefði verið góður gangur á liðinu hans fram til þessa. Árið 2022 væri í raun alveg ómögulegt og hann óskaði þess heitast að eiga tímavél og fara eins og tvo mánuði aftur í tímann. „Það hefur náttúrulega ekki verið að ganga vel. Við töpuðum seinasta, þetta var þriðji leikurinn okkar á árinu 2022 og við höfum bara ekki mætt í þessa leiki. Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að árið væri aftur 2021 og gætum verið að spila þann körfubolta sem við vorum að spila. Þetta er hreinlega ekki sama lið og ég var með í höndunum hér fyrir stuttu. Við þurfum bara að fara í alvöru naflaskoðun um hvað við ætlum að gera ef við ætlum að reyna að gera atlögu að þessum efstu sætum. Við höfðum smá vald á því að geta náð 1. sætinu en það er bara algjörlega farið og lið fara bara að sjá það að við séum „up for grabs“. Það er eitthvað sem við sem einstaklingar í liðinu þurfum bara að taka alvöru umræðu um, tala um það hvað við ætlum að gera.“ Þrátt fyrir ákveðið vonleysi eftir þessa frammistöðu viðurkenndi Halldór þó að Fjölnir væri ennþá í bullandi séns í toppbaráttunni. „Sem betur fer eigum við leik á miðvikudaginn til að koma til baka. Við erum ennþá í jöfnum sætum með Val og Njarðvík, öll með 5 töp en við hefðum geta verið að setja okkur í góða stöðu á toppnum með því að mæta í þennan leik en það eru bara allir hausarnir einhversstaðar annarsstaðar, ég veit ekki hvar. En ég get bara ekki beðið eftir að komast inná æfingar, þar er greinilega vandamálið. Við komum inn í þennan leik og ætlum að tuða í hvert einasta skipti sem þar sem við fáum ekki akkúrat það sem við viljum. Við höldum að við séum með eitthvað í áskrift hjá dómurunum. Það er bara margt sem við þurfum að laga og vonandi gerist það í næsta leik.“ Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira
„Njarðvík var bara mikið betra lið hér í dag og eru búnar að vera það í vetur þegar við höfum mætt þeim. Við erum bara ekki nógu góðar, það er bara svoleiðis. Við þurfum bara að gera miklu betur. Við vorum hér í kvöld með 7-8 einstaklinga meðan þær voru með eitt grjóthart lið.“ Þrátt fyrir að hafa unnið sex leiki í röð fyrir þessa tvo tapleiki sem nú eru komnir í hús, vildi Halldór ekki taka undir að það hefði verið góður gangur á liðinu hans fram til þessa. Árið 2022 væri í raun alveg ómögulegt og hann óskaði þess heitast að eiga tímavél og fara eins og tvo mánuði aftur í tímann. „Það hefur náttúrulega ekki verið að ganga vel. Við töpuðum seinasta, þetta var þriðji leikurinn okkar á árinu 2022 og við höfum bara ekki mætt í þessa leiki. Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að árið væri aftur 2021 og gætum verið að spila þann körfubolta sem við vorum að spila. Þetta er hreinlega ekki sama lið og ég var með í höndunum hér fyrir stuttu. Við þurfum bara að fara í alvöru naflaskoðun um hvað við ætlum að gera ef við ætlum að reyna að gera atlögu að þessum efstu sætum. Við höfðum smá vald á því að geta náð 1. sætinu en það er bara algjörlega farið og lið fara bara að sjá það að við séum „up for grabs“. Það er eitthvað sem við sem einstaklingar í liðinu þurfum bara að taka alvöru umræðu um, tala um það hvað við ætlum að gera.“ Þrátt fyrir ákveðið vonleysi eftir þessa frammistöðu viðurkenndi Halldór þó að Fjölnir væri ennþá í bullandi séns í toppbaráttunni. „Sem betur fer eigum við leik á miðvikudaginn til að koma til baka. Við erum ennþá í jöfnum sætum með Val og Njarðvík, öll með 5 töp en við hefðum geta verið að setja okkur í góða stöðu á toppnum með því að mæta í þennan leik en það eru bara allir hausarnir einhversstaðar annarsstaðar, ég veit ekki hvar. En ég get bara ekki beðið eftir að komast inná æfingar, þar er greinilega vandamálið. Við komum inn í þennan leik og ætlum að tuða í hvert einasta skipti sem þar sem við fáum ekki akkúrat það sem við viljum. Við höldum að við séum með eitthvað í áskrift hjá dómurunum. Það er bara margt sem við þurfum að laga og vonandi gerist það í næsta leik.“
Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira