Halldór eftir tap fyrir Njarðvík: Við vorum hér í kvöld með 7-8 einstaklinga á meðan þær voru með eitt grjóthart lið Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 13. febrúar 2022 21:32 Halldór segir Njarðvík hafa verið miklu betra lið í leiknum. Vísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli eftir stórt tap hans stúlkna gegn Njarðvík á útivelli í kvöld. Hann vildi meina að í kvöld hefðu mætt einstaklingar til leiks hjá Fjölni, sem kann ekki góðri lukki að stýra þegar andstæðingarnir eru „grjóthart lið“ eins og hann komst sjálfur að orði: „Njarðvík var bara mikið betra lið hér í dag og eru búnar að vera það í vetur þegar við höfum mætt þeim. Við erum bara ekki nógu góðar, það er bara svoleiðis. Við þurfum bara að gera miklu betur. Við vorum hér í kvöld með 7-8 einstaklinga meðan þær voru með eitt grjóthart lið.“ Þrátt fyrir að hafa unnið sex leiki í röð fyrir þessa tvo tapleiki sem nú eru komnir í hús, vildi Halldór ekki taka undir að það hefði verið góður gangur á liðinu hans fram til þessa. Árið 2022 væri í raun alveg ómögulegt og hann óskaði þess heitast að eiga tímavél og fara eins og tvo mánuði aftur í tímann. „Það hefur náttúrulega ekki verið að ganga vel. Við töpuðum seinasta, þetta var þriðji leikurinn okkar á árinu 2022 og við höfum bara ekki mætt í þessa leiki. Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að árið væri aftur 2021 og gætum verið að spila þann körfubolta sem við vorum að spila. Þetta er hreinlega ekki sama lið og ég var með í höndunum hér fyrir stuttu. Við þurfum bara að fara í alvöru naflaskoðun um hvað við ætlum að gera ef við ætlum að reyna að gera atlögu að þessum efstu sætum. Við höfðum smá vald á því að geta náð 1. sætinu en það er bara algjörlega farið og lið fara bara að sjá það að við séum „up for grabs“. Það er eitthvað sem við sem einstaklingar í liðinu þurfum bara að taka alvöru umræðu um, tala um það hvað við ætlum að gera.“ Þrátt fyrir ákveðið vonleysi eftir þessa frammistöðu viðurkenndi Halldór þó að Fjölnir væri ennþá í bullandi séns í toppbaráttunni. „Sem betur fer eigum við leik á miðvikudaginn til að koma til baka. Við erum ennþá í jöfnum sætum með Val og Njarðvík, öll með 5 töp en við hefðum geta verið að setja okkur í góða stöðu á toppnum með því að mæta í þennan leik en það eru bara allir hausarnir einhversstaðar annarsstaðar, ég veit ekki hvar. En ég get bara ekki beðið eftir að komast inná æfingar, þar er greinilega vandamálið. Við komum inn í þennan leik og ætlum að tuða í hvert einasta skipti sem þar sem við fáum ekki akkúrat það sem við viljum. Við höldum að við séum með eitthvað í áskrift hjá dómurunum. Það er bara margt sem við þurfum að laga og vonandi gerist það í næsta leik.“ Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
„Njarðvík var bara mikið betra lið hér í dag og eru búnar að vera það í vetur þegar við höfum mætt þeim. Við erum bara ekki nógu góðar, það er bara svoleiðis. Við þurfum bara að gera miklu betur. Við vorum hér í kvöld með 7-8 einstaklinga meðan þær voru með eitt grjóthart lið.“ Þrátt fyrir að hafa unnið sex leiki í röð fyrir þessa tvo tapleiki sem nú eru komnir í hús, vildi Halldór ekki taka undir að það hefði verið góður gangur á liðinu hans fram til þessa. Árið 2022 væri í raun alveg ómögulegt og hann óskaði þess heitast að eiga tímavél og fara eins og tvo mánuði aftur í tímann. „Það hefur náttúrulega ekki verið að ganga vel. Við töpuðum seinasta, þetta var þriðji leikurinn okkar á árinu 2022 og við höfum bara ekki mætt í þessa leiki. Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að árið væri aftur 2021 og gætum verið að spila þann körfubolta sem við vorum að spila. Þetta er hreinlega ekki sama lið og ég var með í höndunum hér fyrir stuttu. Við þurfum bara að fara í alvöru naflaskoðun um hvað við ætlum að gera ef við ætlum að reyna að gera atlögu að þessum efstu sætum. Við höfðum smá vald á því að geta náð 1. sætinu en það er bara algjörlega farið og lið fara bara að sjá það að við séum „up for grabs“. Það er eitthvað sem við sem einstaklingar í liðinu þurfum bara að taka alvöru umræðu um, tala um það hvað við ætlum að gera.“ Þrátt fyrir ákveðið vonleysi eftir þessa frammistöðu viðurkenndi Halldór þó að Fjölnir væri ennþá í bullandi séns í toppbaráttunni. „Sem betur fer eigum við leik á miðvikudaginn til að koma til baka. Við erum ennþá í jöfnum sætum með Val og Njarðvík, öll með 5 töp en við hefðum geta verið að setja okkur í góða stöðu á toppnum með því að mæta í þennan leik en það eru bara allir hausarnir einhversstaðar annarsstaðar, ég veit ekki hvar. En ég get bara ekki beðið eftir að komast inná æfingar, þar er greinilega vandamálið. Við komum inn í þennan leik og ætlum að tuða í hvert einasta skipti sem þar sem við fáum ekki akkúrat það sem við viljum. Við höldum að við séum með eitthvað í áskrift hjá dómurunum. Það er bara margt sem við þurfum að laga og vonandi gerist það í næsta leik.“
Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum