Fleiri fréttir

Oli­ver á láni til ÍA

Oliver Stefánsson hefur samið um að leika með uppeldisfélagi sínu ÍA í efstu deild karla í knattspyrnu í sumar. Hann kemur á láni frá sænska félaginu IFK Norrköping. ÍA greindi frá á samfélagsmiðlum sínum.

Fylgist með þessum í ítalska boltanum

Í tilefni af því að ítalski boltinn er kominn heim, á Stöð 2 Sport, fer Vísir yfir tíu leikmenn sem fótboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í ítölsku úrvalsdeildinni.

FH vill fá hægri bak­vörð Kefla­víkur

FH vantar hægri bakvörð eftir að Hörður Ingi Gunnarsson var seldur til Sogndal í Noregi. Hafnfirðingar horfa til Keflavíkur í leit að leikmanni til að fylla skarð Harðar Inga.

Sturla Snær keppir ekki í nótt

Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig.

Of­fram­boð á sóknar­þenkjandi mönnum í Víkinni

Einhverstaðar stendur „sókn er besta vörnin“ og það virðist sem nokkur lið í efstu deild karla í knattspyrnu stefni á að fara eftir þeirri hugmyndafræði í sumar. Íslandsmeistarar Víkings eru þar á meðal.

Stjörnu­fans á fjö­miðla­torgi Super Bowl

Í aðdraganda Super Bowl, úrslitaleiks NFL-deildarinar, er miðdepill athyglinnar í ráðstefnuhöll Los Angeles. Alla vikuna hafa þar allir stærstu fjölmiðlar Bandaríkjanna – og reyndar þótt víðar væri leitað – haldið til og framleitt efni fyrir sína miðla.

Hegðun í stúkunni fer versnandi | Neysla kókaíns vanda­­­mál

Öryggisverðir og lögregla hafa þurft að hafa mun meiri afskipti af stuðningsfólki enskra knattspyrnuliða á þessari leiktíð en á sama tíma fyrir tveimur árum. Það virðist sem fólk kunni einfaldlega ekki að haga sér eftir að hafa ekki mátt mæta á völlinn sökum kórónuveirunnar. Þá mætir nú fjöldi ungra karlmanna á knattspyrnuleiki eftir að hafa fengið sér vel í nös af kókaíni.

Sevilla heldur pressunni á Real Madríd

Sevilla vann 2-0 sigur á Elche í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn þýðir að Sevilla heldur pressunni á Real Madríd á toppi deildarinnar.

Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði.

„Maður getur alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig“

Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, átti afar góðan leik í 12 stiga sigri Breiðabliks á Grindavík í kvöld, 104-92. Hilmar gerði 26 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Alls 31 framlagspunktar hjá Hilmari en hann þakkar varnarleik og skotnýtingu, sérstaklega Everage Lee Richardson, fyrir sigurinn í kvöld. 

Willum Þór á­fram í Hvíta-Rúss­landi

Miðjumaðurinn Willum Þór Þórsson verður í herbúðum BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi út þetta ár. Hann er loks orðinn góður af meiðslum sem hafa plagað hann undanfarið og ætlar sér stóra hluti á árinu.

Ísak Berg­mann sá um Blika: Sjáðu mörkin

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvívegis er FC Kaupmannahöfn lagði Breiðablik í markaleik á æfingamótinu Atlantic Cup sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 4-3 Kaupmannahafnarliðinu í vil.

Hólmar á Hlíðarenda

Valsmenn hafa fengið mikinn liðsstyrk í miðverðinum sterka Hólmari Erni Eyjólfssyni sem skrifað hefur undir samning til þriggja ára við félagið.

Tvíburarnir frá Sandgerði á Selfoss

Tvíburasysturnar Katla María og Íris Una Þórðardætur eru gengnar í raðir Selfoss frá Fylki. Þær skrifuðu undir tveggja ára samning við Selfoss.

KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar

Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta.

Gaupi gekk á Gumma Gumm: Hefur ekki klárað mót síðan á ÓL 2012

Íslenska handboltalandsliðið náði sjötta sætinu á Evrópumótinu í síðasta mánuði sem er besti árangur liðsins í langan tíma. Liðið náði þessu þrátt fyrir að besti handboltamaður Íslands undanfarin ár hafi misst af meirihluta leikja íslenska liðsins.

„Dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing“

„Ég hefði alltaf haldið að við myndum fá bikarinn afhentan eftir leikinn því ég held að það sé nú þannig í langflestum öðrum keppnum,“ segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði nýrra Reykjavíkurmeistara Þróttar í fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir