Fleiri fréttir

Emma Raducanu: Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér

Emma Raducanu sló óvænt í gegn aðeins átján ára gömul þegar hún vann Opna bandaríska risamótið í tennis í fyrra og varð um leið á augabragði ein stærsta íþróttastjarna Breta. Nú er hún að kynnast óhugnanlegu hliðum frægðarinnar.

„Þetta er smábrot af því sem mun koma“

Markvörðurinn ungi Viktor Gísli Hallgrímsson segir að framtíðin sé mjög björt hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Það að liðið hafi náð 6. sæti á nýafstöðnu Evrópumóti sé aðeins forsmekkurinn að því sem koma skuli.

Everton keypti Dele Alli en Liverpool rann út á tíma

Dele Alli er orðinn leikmaður Everton og er því laus úr kuldanum hjá Tottenham. Everton náði að klára kaupin á síðustu klukkutímum félagaskiptagluggans í gær en ekki er sömu sögu að segja af nágrönnum þeirra í Liverpool.

María á sex mánuði eftir ólifaða ef hún fær ekki rétta meðferð

María Guðmundsdóttir, fyrrum landsliðskona og Íslandsmeistari í skíðaíþróttum, greindist nýverið með alvarlegt en á sama tíma mjög sjaldgæft krabbamein. María sem er 28 ára eyddi jólunum á sjúkrahúsi með áður ótúskýrða verki en er nú búinn að fá greiningu.

Lögmál leiksins: Umræða um Atlanta Hawks

Atlanta Hawks hefur unnið sjö leiki í röð eftir sigur gegn Los Angeles Lakers. Mikil umræða skapaðist um liðið í þættinum Lögmál leiksins. Liðið er í 10. sæti austur deildarinnar í NBA.

Gerðum vel í að keyra upp hraðann í seinni hálfleik

Njarðvík valtaði yfir Val í Origo-höllinni og tyllti sér á toppinn í leiðinni. Leikurinn endaði með nítján stiga sigri gestanna 69-88. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður eftir leik.

Igor Kopishinsky til Hauka

Haukar hafa styrkt liðið sitt enn frekar fyrir komandi átök í Olís-deildinni í vor en liðið var rétt í þessu að tilkynna að úkraínski hornamaðurinn Igor Kopishinsky hafi samið við liðið.

Aron endaði með silfur á Asíumótinu

Aroni Kristjánssyni tókst ekki að rjúfa sigurgöngu Katar á Asíumótinu í handbolta en fer heim frá Sádi-Arabíu með silfurmedalíu sem þjálfari Barein.

Jón Arnór aftur í KR-treyjuna

Það kann að vekja nostalgíugleði í hjörtum KR-inga að Jón Arnór Stefánsson, einn albesti körfuknattleikmaður Íslands frá upphafi, hafi í dag fengið félagaskipti frá Val yfir í KR.

Lampard tekinn við Everton

Everton kynnti í dag Frank Lampard til leiks sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2024.

Metaregn hjá Matthildi á RIG um helgina

Matthildur Óskarsdóttir lofaði því þegar hún var valin Íþróttakona Seltjarnarness fyrir árið 2021 að 2022 yrði alveg geggjað ár. Hún er strax byrjuð að standa við þau stóru orð.

Sjá næstu 50 fréttir