Danir ánægðir með son Palickas og sendu honum áritaða treyju frá Landin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2022 12:00 Aston Landin fær þessa árituðu treyju bráðum í hendurnar. Sonur Andreas Palicka, markvarðar Evrópumeistara Svía, á von á áritaðri treyju frá Niklas Landin, landsliðsmarkverði Dana. Aston, níu ára sonur Andreas Palicka, fór á kostum í viðtali þegar tekið var á móti sænsku Evrópumeisturunum á flugvellinum í Stokkhólmi í gær. Guttinn var að vonum ánægður með pabba sinn en gat ekki stillt sig um að skjóta aðeins á hann. Aston var meðal annars spurður hvernig það væri að sjá pabba koma heim með gullmedalíu um hálsinn. „Skrítið. Vanalega kemur hann heim með silfur eða brons,“ svaraði Aston. Aðspurður sagði hann að pabbi sinn væri mjög góður markvörður en þó ekki betri en Landin. Danir höfðu greinilega gaman að svörum stráksins. Þeir hrósuðu honum fyrir viðtalið og á Twitter-síðu danska handknattleikssambandsins sögðust þeir ætla að senda honum áritaða treyju frá Landin í pósti. Og þá óskuðu þeir grönnum sínum til hamingju með gullverðlaunin. Fantastisk interview Aston, der er en @Niklas_Landin trøje på vej til dig! @SvenskHandboll kan I måske hjælpe med kontakt? Og kæmpestort tillykke med guldet herfra pic.twitter.com/MeGdn29rAk— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) February 1, 2022 Landin og Palicka eiga það sameiginlegt að hafa spilað með Kiel og Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Landin leikur með Kiel í dag en Palicka með Redberglids í heimalandinu. Eftir tímabilið fer hann svo til Paris Saint-Germain. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Aston, níu ára sonur Andreas Palicka, fór á kostum í viðtali þegar tekið var á móti sænsku Evrópumeisturunum á flugvellinum í Stokkhólmi í gær. Guttinn var að vonum ánægður með pabba sinn en gat ekki stillt sig um að skjóta aðeins á hann. Aston var meðal annars spurður hvernig það væri að sjá pabba koma heim með gullmedalíu um hálsinn. „Skrítið. Vanalega kemur hann heim með silfur eða brons,“ svaraði Aston. Aðspurður sagði hann að pabbi sinn væri mjög góður markvörður en þó ekki betri en Landin. Danir höfðu greinilega gaman að svörum stráksins. Þeir hrósuðu honum fyrir viðtalið og á Twitter-síðu danska handknattleikssambandsins sögðust þeir ætla að senda honum áritaða treyju frá Landin í pósti. Og þá óskuðu þeir grönnum sínum til hamingju með gullverðlaunin. Fantastisk interview Aston, der er en @Niklas_Landin trøje på vej til dig! @SvenskHandboll kan I måske hjælpe med kontakt? Og kæmpestort tillykke med guldet herfra pic.twitter.com/MeGdn29rAk— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) February 1, 2022 Landin og Palicka eiga það sameiginlegt að hafa spilað með Kiel og Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Landin leikur með Kiel í dag en Palicka með Redberglids í heimalandinu. Eftir tímabilið fer hann svo til Paris Saint-Germain.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira