Fleiri fréttir

Heimir kemur inn og minnkar álagið á Jónatani

Heimir Örn Árnason hefur bæst við þjálfarateymi karlaliðs KA í handbolta. Jónatan Magnússon, aðalþjálfari liðsins, hefur verið í hléi frá störfum í vikunni en kveðst áfram verða aðalþjálfari liðsins.

Ójafnasti leikur NBA sögunnar fór fram í nótt

Phoenix Suns liðið hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sínum átjánda sigri í röð en stærsta fréttin var kannski stærsti sigur sögunnar sem vannst í Memphis. Átta leikja sigurganga meistaranna endaði líka í nótt.

Ronaldo fyrstur í 800 mörk

Cristiano Ronaldo gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt 800. mark á ferlinum í 3-2 sigri Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Carrick segir skilið við United: „Hundrað prósent mín ákvörðun“

Eftir 3-2 sigur Manchester United gegn Arsenal í kvöld hefur Michael Carrick ákveðið að yfirgefa félagið. Carrick stýrði liðinu í þremur leikjum eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara á dögunum, en Ralf Rangnick tekur við sem bráðabirgðastjóri út tímabilið.

Mikilvægur sigur United í stórleiknum

Manchester United vann í kvöld mikilvægan 3-2 sigur er liðið tók á móti Arsenal á Old Trafford í seinasta leik liðsins áður en Ralf Rangnick tekur við stjórnartaumunum.

Kielce enn á toppnum þrátt fyrir tap

Íslendingaliðið frá Póllandi, Vive Kielce, þurfti að sætta sig við fimm marka tap er liðið heimsótti Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27, en Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Kielce.

Danir fóru illa með Túnis | Japan valtaði yfir Paragvæ

Þá er öllum sjö leikjum dagsins á HM kvenna í handbolta lokið, en nú rétt í þessu lauk seinni þrem leikjum kvöldsins. Danir unnu 18 marka sigur gegn Túnis, Ungverjar tóku öll völd í seinni hálfleik gegn Slóvakíu og Japanir völtuðu yfir Paragvæ með 23 marka mun.

Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið: „Kannski ekki það gáfulegasta“

„Þetta var nú bara svona á milli vina,“ sagði bardagakappinn Gunnar Nelson í samtali við Stöð 2 um glímu sína við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og Hafþór er oftast kallaður. Gunnar fór yfir þau meiðsli sem hlutust af þessari glímu, sem og það sem framundan er hjá kappanum.

Lærisveinar Aðalsteins enn taplausir í Sviss

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu góðan fimm marka sigur gegn Bern, 32-27, er liðin mættust í svissnesku deildinni í handbolta í kvöld. Kadetten er því enn taplaust eftir13 umferðir í deildinni.

Viggó og Andri fjarlægjast fallsvæðið | Enn eitt tap Daníels og félaga

Af þeim þremur leikjum sem voru að klárast í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur þeirra. Viggó Kristjánsson var markahæsti maður Stuttgart er liðið vann fjögurra marka sigur gegn Minden, 35-31, og Daníel Þór Ingason og félagar hans í Balingen töpuðu sínum ellefta leik á tímabilinu gegn Leipzig, .

Aðeins í handbremsu en gefa allt í úrslitin

Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var ánægð hvernig til tókst í undanúrslitum á EM í hópfimleikum í kvöld. Hún segir að íslenska liðið hafi aðeins verið handbremsuna á en hún verði tekin af í úrslitunum á laugardaginn.

Fjórir öruggir sigrar á HM í handbolta

Nú rétt í þessu lauk fjórum leikjum á HM kvenna í handbolta. Leikirnir unnust allir nokkuð örugglega, en minnsti sigur kvöldsins var fimm marka sigur Brasilíu gegn Króatíu í G-riðli, 30-25.

Þórir svarar Dönum: „Ættu að hafa meiri trú á eigin liði“

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, segir að það sé nánast regla að talað sé um Noreg sem sigurstranglegasta liðið á stórmóti. Hann hvetur Dani til að hafa trú á eigin liði í stað þess að setja Noreg á einhvern stall.

Mo Salah nálgast met Jamie Vardy

Liverpool liðið hefur getað treyst á framlag frá Mohamed Salah síðustu mánuði og nú er svo komið að hann nálgast met í ensku úrvalsdeildinni.

Sjö úr Olís-deildinni í stóra EM-hópnum

Guðmundur Guðmundsson hefur skilað lista yfir þá 35 leikmenn sem einir koma til greina í lokahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem fer á EM í janúar.

Töpuðu gegn botnliðinu án Arons

Aron Einar Gunnarsson, sem mætti til skýrslutöku á Íslandi vegna lögreglurannsóknar í vikunni, var ekki með Al Arabi þegar liðið tapaði deildabikarleik gegn Al Gharafa í dag.

Mikilvægt að hann hafi svipaða sýn en jánki ekki öllu

Arnar Þór Viðarsson kemur til Íslands í næstu viku og kynnir stjórn KSÍ óskir sínar um nýjan aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla, í stað Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnar vill að sama skapi efla alla greiningarvinnu fyrir landslið KSÍ og stækka starfslið sitt.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.