Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins enn taplausir í Sviss

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen eru í góðum málum í svissnesku deildinni í handbolta.
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen eru í góðum málum í svissnesku deildinni í handbolta. Getty/Andreas Gora

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu góðan fimm marka sigur gegn Bern, 32-27, er liðin mættust í svissnesku deildinni í handbolta í kvöld. Kadetten er því enn taplaust eftir13 umferðir í deildinni.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og mikið skorað. Þegar komið var að hálfleikshléinu var aðeins eitt mark sem skildi liðin að og staðan 17-16, Kadetten í vil.

Heimamenn í Kadetten byggðu hægt og rólega upp forskot í seinni hálfleik og unnu að lokum góðan fimm marka sigur, 32-27.

Liðið situr sem fastast á toppi deildarinnar með 25 stig af 26 mögulegum eftir 13 leiki, ellefu stigum meira en Bern sem situr í sjötta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×