Fleiri fréttir

Viðar Örn skoraði í tapi

Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Vålerenga er liðið tapaði 2-1 gegn Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Stigalausir Mosfellingar stríddu toppliðinu

Stigalaust lið Aftureldingar tapaði gegn toppliði Fram í Olís-deild kvenna í kvöld er liðin mættust í Mosfellsbæ. Lokatölur 29-25, en það tók Framara rúmar 50 mínútur að hrista Mosfellinga af sér.

Ýmir hafði betur í Íslendingaslag

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan 11 marka sigur, 34-23, er liðið tók á móti Daníel Þór Ingasyni og félögum hans í HBW Balingen-Weilstetten í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 

Öruggur Meistaradeildarsigur Orra Freys og félaga

Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í norska liðinu Elverum fóru til Hvíta-Rússlands þar sem þeir heimsóttu Meshkov Brest í sjöttu umferð Meistaradeildarinnar í handbolta. Orri Freyr og félagar náðu yfirhöndinni snemma og unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27.

Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli.

„Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja?“

Lokasóknin er vikulegur þáttur á Stöð 2 Sport þar sem farið er yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni og þar á meðal ræddu menn magnaða samvinnu hjá þeim Joe Burrow og Ja'Marr Chase í liði Cincinnati Bengals.

Mergjað mark í MLS í nótt

Dairon Asprilla skoraði stórkostlegt mark í leik Portland Timbers og San Jose Earthquakes í MLS-deildinni í nótt.

Ráku Koeman í flugvélinni

Forráðamenn Barcelona voru ekkert að tvínóna við hlutina eftir tapið fyrir Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í gær og ráku Ronald Koeman í flugvélinni á leiðinni frá Madríd til Barcelona.

Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann

Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins.

Stærsta tap Bayern í 45 ár

Bayern München tapaði óvænt 5-0 er liðið mætti Borussia Mönchengladbach í þýsku bikarkeppninni í kvöld, en þetta var stærsta tap félagsins síðan í október 1976.

Madrídingar halda í toppsætið eftir jafntefli

Real Madrid og Osasuna gerðu í kvöld markalaust jafntefli þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stigið dugði Madrídingum til að endurheimta toppsæti deildarinnar.

Liverpool tryggði sér sæti í átta liða úrslitum

Liverpool heimsótti B-deildarlið Preston North End í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Rauði herinn mætti með miki breytt lið frá stórsigri sínum gegn Manchester United um liðna helgi, en það kom ekki að sök og liðið fer áfram eftir 2-0 sigur.

Alfons og félagar höfðu betur í toppslagnum

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt unnu í kvöld mikilvægan 2-0 sigur geg Molde í toppslag norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Eftir sigurinn eru nú fjögur stig sem skilja liðin að.

Þrjú töp í seinustu fjórum hjá Barcelona

Barcelona þurfti að sætta sig við 1-0 tap er liðið heimsótti Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var þriðja tap Barcelona í seinustu fjórum deildarleikjum liðsins.

Martin og félagar með naumt tap í Euro Cup

Martin Hermannsson og félagar hans í spænska liðinu Valencia töpuðu með minnsta mun er liðið heimsótti Buducnost frá Svartfjallalandi í annarri umferð Euro Cup í körfubolta, 71-70.

Íslendingalið Gummersbach tapaði sínum fyrsta leik

Gummarsbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar og með þá Hákon Daða Styrmisson og Elliða Snær Viðarsson innanborðs, máttu þola sitt fyrsta tap í þýsku B-deildinni í handbolta á tímabilinu er liðið heimsótti Rostock. Lokatölur urðu 34-33, en Gummersbach heldur toppsæti deildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir