Handbolti

Ýmir hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan sigur í kvöld.
Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan sigur í kvöld. Uwe Anspach/picture alliance via Getty Images

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan 11 marka sigur, 34-23, er liðið tók á móti Daníel Þór Ingasyni og félögum hans í HBW Balingen-Weilstetten í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 

Heimamenn í Rhein-Neckar Löwen tóku forystuna snemma og náðu fljótt sex marka forksoti í stöðunni 8-2. Liðið hélt því forskoti út hálfleikinn, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 18-12.

Heimamenn juku svo forskot sitt í seinni hálfleik, og fljótlega var munurinn orðinn tíu mörk. Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir var af leiknum, og niðurstaðan varð 11 marka sigur Rhein-Neckar Löwen, 34-23.

Ýmir Örn og félagar eru nú í sjöunda sæti þýsku deildarinnar með níu stig eftir átta umferðir. Balingen situr hins vegar í 16. sæti með aðeins fjögur stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.