Fleiri fréttir

Stjörnuprýtt lið PSG tapaði sínum fyrsta leik

Paris Saint-Germaintapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar að liðið heimsótti Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé voru allir í byrjunarliði Parísarliðsins, en það kom ekki í veg fyrir 2-0 sigur heimamanna.

Xisco rekinn frá Watford

Enska knattspyrnufélagið Watford lét þjálfara liðsins, Xisco Muñoz, taka poka sinn í morgun etir rétt tæpa tíu mánuði í starfi.

Rakel og Jón Steindór taka við Fylki

Rakel Logadóttir og Jón Steindór Þorsteinsson sömdu í gær við knattspyrnudeild Fylkis og munu þau stýra kvennaliði félagsins saman næstu tvö árin.

Kristín nældi í brons á HM og sló Ís­lands­met

Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir vann til bronsverðlauna er hún tók þátt á HM í kraftlyftingum sem fram fór í Halmstad í Svíþjóð í gær. Er þetta hennar fyrsta stórmót í kraftlyfingum. 

Hetja Víkinga: „Hvernig get ég að­stoðað?“

Kristall Máni Ingason var frábær er Íslandsmeistaralið Víkings tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins með 3-0 sigri á Vestra. Kristall skoraði öll þrjú mörk Víkinga í leiknum.

Ráku þjálfarann vegna á­sakana um kyn­ferðis­brot

North Carolina Courage hefur rekið þjálfara sinn vegna ásakana um kynferðisbrot. Hann er þriðji þjálfari NWSL-deildarinnar sem er rekinn vegna hegðunar sinnar síðan í ágúst. FIFA hefur hafið rannsókn á málinu.

Dagur Kár ekki með Grinda­vík í vetur

Grindvíkingurinn Dagur Kár Jónsson mun ekki leika með Grindavík í efstu deild karla í körfubolta hér á landi í vetur þar sem hann hefur samið við spænska liðið Ourense Baloncesto. Hann segist spenntur fyrir vetrinum og telur þetta vera góða áskorun.

Martin hafði betur gegn Tryggva

Landsliðsmennirnir Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason mættust í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Báðir áttu mjög góðan leik er Valencia vann sex stiga sigur á Zaragoz, lokatölur 76-70.

Gum­mers­bach með fullt hús stiga | Elín Jóna fór mikinn

Íslendingarnir í þýsku B-deildinni í handbolta létu heldur betur finna fyrir sér í kvöld. Hákon Daði Styrmisson átti frábæran leik í 32-24 sigri Gummersbach á Grosswallstadt og þá var Anton Rúnarsson öflugur í 31-23 sigri Emsdetten á Ferndord.

Forréttindi að spila svona marga allt eða ekkert leiki

Íslandsmeistarar Vals unnu Fram í úrslitum um Coca-Cola bikarinn. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Líkt og í undanúrslitum spiluðu Valsarar frábærlega í seinni hálfleik og unnu leikinn 25-29.Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar sáttur með að vera orðin Íslands og bikarmeistari. 

Ég hafði alltaf góða til­finningu

„Mér fannst við byrja þennan leik frábærlega, fyrstu tuttugu mínúturnar. Ég er ógeðslega svekktur með fyrsta markið,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra eftir súrt tap gegn Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Arnar Birkir skoraði átta í naumum sigri

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði átta mörk fyrir EHV Aue þegar að liðið vann eins marks sigur gegn Ludwigshafen í þýsku B-deildinni í handbolta í dag 30-29. 

Dortmund aftur á sigurbraut

Borussia Dortmund kom sér aftur á sigurbraut þegar að liðið vann 2-1 sigur gegn Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa tapað gegn Borussia Mönchengladbach í seinustu umferð. 

Tuttugu stig Söru dugðu ekki til

Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta þurftu að sætta sig við níu stiga tap gegn Cluj Napoca í rúmensku deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 66-57, en Sara var stigahæsti leikmaður vallarins.

Ingibjörg og Amanda í bikarúrslit

Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir eru á lið í úrslit norsku bikarkeppninnar með liðið sínu, Vålerenga, eftir öruggan 4-0 sigur gegn Rosenborg í dag.

Berglind og Cecilia stálu stigi í Íslendingaslag

Í dag mættust Kristianstad og Örebro í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir, undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttir í Kristianstad, gerðu 2-2 jafntefli gegn Berglindi Rós Ágústsdóttir og Ceciliu Rúnarsdóttir í liði Örebro.

Hallbera hafði betur í Íslendingaslag

AIK tók á móti Växjö í sænsku úrvlsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hallbera Guðný Gísladóttir bar fyrirliðabandið fyrir AIK, en Andrea Mist Pálsdóttir sat á varamannabekk Växjö. Mark á lokamínútum leiksins tryggði AIK 1-0 sigur.

Sjá næstu 50 fréttir