Fleiri fréttir

Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram

Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. 

Stjórn KSÍ segir af sér

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara.

Tíu HK-konur sendu ÍA niður í fallsæti

HK vann gríðarmikilvægan 2-1 útisigur á ÍA á Akranesi í lokaleik 16. umferðar Lengjudeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Bæði lið berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Umfjöllun: Tinda­stóll - Kefla­vík 0-1| Aerial Chavarin hetja Keflavíkur

Keflavíkurstúlkur hafa verið að spila vel í undanförnum leikjum. Þær hafa nú safnað sjö stigum í síðustu þremur leikjum.Aerial Chavarin gerði eina mark leiksins og reyndist hetja Keflavíkur þegar liðið vann 0-1 sigur á botnliði Tindastóls sem var fyrir leik aðeins tveimur stigum frá Keflavík.

Stjórnin fundar áfram og íhugar hvort hún segi af sér

Fundahöld standa enn yfir hjá stjórn KSÍ þar sem viðbrögð sambandsins við tilkynningum um ofbeldisbrot eru meðal annars til umræðu. Stjórnarmenn hafa varist frétta af stöðu mála í dag en háværar kröfur eru uppi um að stjórnin stígi til hliðar.

Fylkir búinn að hafa samband við Rúnar Pál

Fylkir hefur sett sig í samband við Rúnar Pál Sigmundsson í þeirri von að hann hafi áhuga á að taka við karlaliði félagsins í fótbolta. Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni var sagt upp störfum í dag.

Atli Sveinn og Ólafur látnir fara í Árbænum

Fylkir hefur sagt upp þeim Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni úr stöðu þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Fylkismenn féllu niður fallsæti í Pepsi Max-deildinni í gær.

Sá besti fram­lengir til 2027

Portúgalski varnarmaðurinn Rúben Dias hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Manchester City til ársins 2027. Aðeins er rétt ár síðan Dias gekk í raðir City.

Vallea mætir Dusty í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO

Annar keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Kórdrengja, Vallea, KR og Fylkis kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær.

Spezia kaupir Mikael en lánar hann aftur til SPAL

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Spezia hefur fest kaup á íslenska landsliðsmanninum Mikael Agli Ellertssyni frá SPAL. Hann leikur þó sem lánsmaður með SPAL, sem er í ítölsku B-deildinni, út tímabilið.

Rúmenar fjalla um „risahneyksli“ á Íslandi

Rúmenskir fjölmiðlar velta sér í dag upp úr fréttum af næstu andstæðingum Rúmeníu í undankeppni HM karla í fótbolta; íslenska landsliðinu. Í fyrirsögnum er talað um „risahneyksli á Íslandi“.

Pétur Theo­dór til liðs við Breiða­blik

Breiðablik, topplið Pepsi Max deildar karla, hefur tilkynnt að Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu í Lengjudeildinni, muni ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu.

Patrik fer til Noregs eftir landsleikina

Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur verið lánaður til Viking í Noregi frá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford til áramóta.

Stjórn KSÍ tók Kol­bein út úr hópnum vegna miska­bóta­málsins

Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ.

Her­mann og Martin gagn­rýna aumingjana sem fela sig

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, tekur undir orð föður síns, Hermanns Haukssonar, að hetjur í málefnum líðandi stundar séu bæði þolendur og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hefur farið mikinn í umræðu um kynferðisofbeldi undanfarna daga.

Hirtu útivallarmetið af Arsenal

Manchester United hefur gengið afar vel á útivelli undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og vann sterkan 0-1 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt.

Dramatískt jafntefli í Madrid

Spánarmeistarar Atlético Madríd töpuðu sínum fyrstu stigum á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar þeir fengu Evrópudeildarmeistara Villarreal í heimsókn.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.