Golf

Besti árangur Haraldar á Áskorendamótaröðinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Haraldur Franklín

Kylfingurinn Haraldur Magnús Franklín átti gott mót í Hollandi um helgina þar sem hann tók þatt í Áskorendamótaröðinni í golfi.

Haraldur komst alla leið í bráðabana um efsta sætið en endaði jafn í öðru sæti eftir bráðabanann sem lak með því að Spánverjinn Alfredo Garcia-Heredia bar sigur úr býtum.

Leikið var á The Dutch golfvellinumí Spijk í Hollandi.

Haraldur lék á samtals ellefu höggum undir pari en þetta er hans besti árangur sem atvinnumaður á Áskorendamótaröðinni.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson tók einnig þátt í mótinu og lauk keppni í áttunda sæti á samtals átta höggum undir pari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.