Fleiri fréttir

NFL-goðsögn látin

NFL goðsögnin Kevin Greene lést í gær, 58 ára að aldri. Þetta staðfesti fyrrum vinnuveitendur hans í Pittsburgh Steelers í gær.

Steinunn og Aron handboltafólk ársins 2020

Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur valið Steinunni Björnsdóttur og Aron Pálmarsson handknattleiksfólk ársins 2020. Þetta er í fimmta sinn sem Aron hlýtur þessa nafnbót en í fyrsta sinn sem Steinunn fær hana.

FH fékk bætur fyrir Eið

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi borgað FH bætur fyrir að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi hjá Hafnarfjarðarliðinu.

Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

Bendtner vonast eftir endurkomu

Sá draumur um að spila fótbolta á nýjan leik lifir enn hjá Dananum Niclas Bendtner sem hefur átt ansi skrautlegan feril.

Logi ráðinn þjálfari FH

Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ.

Hver er Arnar Þór Viðarsson?

Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson?

Segja að Eiður hætti með FH

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Vill ekki sjá dómarann Lee Mason aftur

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, er ekki hrifinn af dómaranum Lee Mason. Mason dæmdi leik Wolves og Burnley í gærkvöldi sem endaði með 2-1 sigri Burnley.

Fresta úr­slita­leik deildar­bikarsins

Enska knattspyrnusambandið ákvað í dag að fresta úrslitaleik deildarbikarsins fram í lok apríl í þeirri von um að áhorfendur fái að mæta á úrslitaleikinn sem fram fer á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

Mikael kom við sögu er Mid­tjylland fór á toppinn

Danmerkurmeistarar Midtjylland fóru á topp dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3-1 sigri á Nordsjælland í kvöld. Alexander Scholz var á skotskónum og Mikael Neville Anderson kom inn af bekknum undir lok leiks.

Kári Steinn með gott forskot í farteskinu fyrir jólafrí

Áttunda umferð GTS Iceland, íslensku mótaraðarinnar í Gran Turismo Sport, fór fram dagana 15.-16. desember. Um var að ræða síðustu keppnir deildarinnar á árinu en nú er deildarkeppnin komin í jólafrí og hefst á ný um miðjan janúar á nýju ári.

Hóp­smit hjá Millwall | Næstu leikjum frestað

Ljóst er að landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson fær nokkurra daga frí eftir að upp kom hópsmit hjá liði hans Millwall í ensku B-deildinni. Hefur næstu tveimur leikjum liðsins verið frestað.

Jóhann Berg enn frá vegna meiðsla

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er ekki með enska knattspyrnufélaginu Burnley er það tekur á móti Wolverhampton Wanderers í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir